Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 47
DV Síðast en ekki síst
LAUGARDACUR 20. MARS 2004 47
-------------------------j*
Afsakið auglýsingar
í umræðunni um frjálsa sam-
keppni vill það gjarna bera við að
þeir sem hlynntastir eru henni
fjargviðrist út af ósanngjarnri sam-
keppnisstöðu við ríkisfyrirtæki.
Sjálfsagt hafa þeir stundum sitthvað
til síns máls, en þegar talið berst að
auglýsingamarkaði og aðkomu Rík-
isútvarpsins að honum finnst mér
oft að töluvert skorti upp á að rök-
semdir þeirra gangi upp. Þannig
heyrist helst talað um að óeðlilegt
sé að sjónvarpsstöð sem rekin er
fyrir almannafé keppi við einka-
fyrirtæki um þeirra einu tekjulind.
Þetta er auðvitað rangt að
tvennu leyti.
í fyrsta lagi eru augýsingar ekki
eina tekjulind einkastöðvanna. Við-
skiptajöfrar út um allan bæ virðast
sjá sér hag í að dæla fjármunum í
þær, að því er virðist í þeim eina
göfuga tilgangi að viðhalda mót-
vægi við Ríkisútvarpið á fjölmiðla-
markaði. Hvorki Samherjabræður
né Bónus- og Samsonfeðgar hafa
hins vegar sést á vappi uppi í Efsta-
leiti með fullar töskur af peningum
nýlega.
í öðru lagi er Ríkisútvarpið
fjársvelt. í stað þess að vera rekið af
hinu opinbera með myndarbrag er
því með valdboði gert að innheimta
afnotagjöld á eins óvinsælan og
óhagkvæman hátt og hægt er að
hugsa sér. Það er engu líkara en að
núverandi fyrirkomulag á inn-
heimtu afnotagjaldanna hafi verið
búið gagngert til í þeim tilgangi að
fara illa með peninga og afla fyrir-
tækinu óvinsælda (jafnvel til að rýra
verðmæti þess og gera það auðveld-
ara í sölu). Sjónvarpið hefur hins
vegar skyldum að gegna sem frjálsu
stöðvarnar hafa ekki, það getur ekki
bara boðið upp á samtíning af því
vinsælasta og einsleitasta frá út-
Davíð Þór Jónsson
skrifar um RÚV og
auglýsingamarkaðinn.
Kiallari
löndum eins og þær. Fyrir vikið
verður það að afla sér aukatekna.
Auðvitað væri æskilegast...
... að sjónvarpsstöð aflaði sér
tekna með því að framleiða sjón-
varpsefni til að selja öðrum sjón-
varpsstöðvum. En þeir sem hæst
tala um hvað það sé ósanngjarnt að
Sjónvarpið steli af þeim auglýsing-
um eru einmitt þeir sömu og síst
vilja heyra á það minnst að opna því
þennan möguleika á tekjuöflun, þ.
e. að veita þá meira fé til dagskrár-
gerðar í staðinn. Nákvæmlega
hvernig Sjónvarpið á að vera þegar
fjárveitingar til þess eru skornar við
nögl og því meinaður aðgangur að
öðrum tekjum er hins vegar öllum
hulin ráðgáta. Markmiðið virðist
vera að dagskrá Sjónvarpsins verði
eins og léleg vídeóleiga úti á landi af
því að samkeppnin á auglýsinga-
markaði verði ekki almennilega
frjáls fyrr en Ríkisútvarpiðverður
útilokað frá henni.
Við þetta má bæta öðru sem
lítið er rætt...
... en ekki er vanþörf á að koma
að í þessari umræðu. Auglýsinga-
tímarnir hafa í raun verið óopinber
kvikmyndaháskóli þjóðarinnar um
áraraðir. Fremstu kvikmyndagerð-
armenn okkar lærðu til verka í aug-
lýsingum. Sjónvarpsauglýsingar
hafa lagt grunninn að rekstri öflugra
fyrirtækja í kvikmyndagerð á ís-
landi, atvinnugrein sem veitir
stöðugt fleiri manns vinnu og aflar
sífellt meiri gjaldeyristekna. Það
væri reiðarslag fyrir þennan at-
vinnuveg ef auglýsingar yrðu bann-
aðar í Sjónvarpinu. Eg leyfi mér að
fullyrða að afar fáar vandaðar og
metnaðarfullar auglýsingar yrðu
framleiddar á íslandi ef þeir sem
burði hafa til að auglýsa þannig
yrðu í nafni frjálsrar samkeppni
sviptir frelsinu til að auglýsa í lang-
vinsælasta miðli landsins.
Frelsið virðist nefnilega vera
orðið svo mikilvægt að til að tryggja
það beri að takmarka frelsi ákveð-
inna aðila eins og framast er unnt.
Frjálsu stöðvarnar eiga að hafa
frelsi til að keppa hver við aðra án
þess að eiga á hættu frjálsa sam-
keppni frá Ríkisútvarpinu og fyrir-
tæki eiga að hafa frelsi til að auglýsa
alls staðar annars staðar en þar sem
langmest er horft. Það er óneitan-
• Meðal markaðsfræðinga ríkir
gríðarleg spenna því hingað er von
á einu helsta markaðsfræðigúrú
heims hingað til lands. Það eru
samtök auglýsenda sem standa fyrir
komu mannsins sem heitir Dr.
Kevin Lane Keller. Hann mun flytja
fyrirlestur á námstefnu sem menn
fullyrða að sé á heimsmælikvarða
og sú merkasta sem hér hefur verið
efnt til síðan Philip Kotíer kom
hingað fyrir tæpum tíu árum...
• Ekki fer sem horfir að Gísli Mart-
einn verði með þátt sinn í kvöld
undirlagðan af Júróvisjón þó svo að
frumflutt verði okkar framlag þar í
kvöld. Jónsi í
Svörtum föt-
um er af því
tilefni gestur
þáttarins sem
og Bjöm Jörundur. Dr. Gunni
heyrði brot af laginu og segir það
hafa minnt sig á Vilhjálm Vilhjálms-
son heitinn. Gunni telur að um fín-
an þátt verði að ræða, Gísli eitur-
hress að vanda og sjálfur spili hann
tvö lög í þættinum. „Allavega skárra
en þegar Bára bleika og Svavar öm
vom gestir í síðasta þætti, djfsús
kræst á köflóttum teini ástarinnar!"
segir Gunninn viss í sinni sök um
ágæti sitt...
lega grátbroslegt hvernig hugtakið
frelsi á það til að þvælast mest fyrir
þeim sem það er einmitt tamast í
munni.
í lok áttunda áratugar síðustu aldar
sendi rithöfundurinn Ása Sólveig
frá sér tvær skáldsögur, Einkamál
Stefaníu 1978 og Treg í taumi 1979.
Hún þótti fjalla á raunsæjan hátt
um stöðu kvenna og hlutverk í fjöl-
skyldu, hjónabandi og daglegu lífi.
Asa Sólveig hlaut styrk úr Rihöf-
undasjóði RIÍV árið 1979, menning-
arverðlaun DV 1979 fyrir Einkamál
Stefaníu og var tilnefnd til bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
fyrir sömu bók árið 1980. Ekki hefur
komið út bók eftir Ásu Sólveigu í
bráðum tvo áratugi.
• Athygli hefur vakið að hinn gamli
fiskifræðingur össur Skarphéðins-
son, formaður Samfylkingarinnar,
hefur f tómstund-
um sínum
verið iðinn
við að setja
ffam ítar-
legar fyrir-
spurnir á þingi
umhinaýmsu
furðufiska, svo
sem rauðserk,
stinglax, blálöngu,
laxsíld, bláuggatún-
fisk og búra auk fyrirspurnar um ál
sem mikla athygli vakti. Ástæðan
mun vera sú að Samfylkingin er að
undirbúa mikið þingmáf um nýt-
ingu sjávarfangs sem á að leggja
fram í upphafi þings í formi mikils
doðrants þar sem ýmsir vannýttir
möguleikar verða reifaðir.Telja
menn augljóst að Samfylkingin
muni gera kröfu um sjávarútvegs-
ráðuneytið í næstu ríkisstjórn þó
ekki megi teljast líklegt að Össur taki
það sæti þar sem hann er kandídat
flokksins í utanríkisráðuneytið fái
flokkurinn ekki forsætisráðuneytið.
Knái klósenpappírssölumaöurinn
„Ég er að fara af stað á fullu að selja strax í næstu viku,
segirÁgúst Bjarki Davíðsson albúinn að taka slaginn.
Hann er sölumaður, ekki dauðans, heldur klósettpapp
írs og eldhúsrúllna. Tegundin er úrvals, Lótus. Þessi
starfi er tilfallandi og liður í því að safna fyrir fari með
Herjólfi tif Vestmannaeyja. Hann er að fara á
Shell-mótið í fótbolta ásamt félögum sínum
í Þrótti. Þangað steðjar nú fjöldi drengja á
aldrinum 9 og 10 ára. Ágúst Bjarki er
níu ára en er alveg að verða tíu. Hann
á afmæli 23. júní sem er einmitt dag-
urinn sem fyrtrhugað er að leggja
upp í þessa miklu ævintýraferð.
Ágúst Bjarki er í 6. flokki, í framlín-
unni, sókndjarfur og hefúr skorað
fúllt af mörkum.
Sölumaðurinn knái er ekki alveg
með það á hreinu hversu mikið
hann þarf til að ná endum saman
og hvenær nóg sé komið fyrir
ferðinni. Hann ætlar að hafa vað-
ið fyrir neðan sig og semr markið
á 35 þúsund. Ágúst Bjarki telur
nokkuð víst að hann nái því marki
enda er hann harður sölumaður. Ágúst Bjarki
ætíar að ganga á milli húsa þar sem hann
mun tíunda gæði vörunnar auk þess sem
hann mun skírskota til hins góða málefnis.
Jafnframt ætlar hann að heija á fyrirtæki og
hefur komið agentum sínum til að senda
tölvupóst á starfsmenn. Þá er hægt að ná
mörgum í einu. Til dæmis hafa starfsmenn
Fréttar ekki farið varhluta af söluhæfileik-
nm Ágústar Bjarka sem þegar hefur selt
þó nokkrar klósettpappírsrúllur
í DV-húsinu.
VAXTALAU 5 HAMINGJA
BJDÐUM VAXTALAU S AR GREIÐSLUR í 1 2 MÁNUÐI
E F KEYPT E R FYRIR K R. EÐA MEIRA*
DÆMI UM VERO í 1 2 MÁNUOI VAXTALAUST
VENTAGE bdrdstqfubqro
□ Q 6 STÓLAR 10.B04 KR.
TEKK
COMPANY mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
^BÆJARLIND 14-16 | 20 1 KÓPAVDQI | SÍMI 564 4400 I FAX 564 4435 | TEKK@TEKK.IB | WWW.TEKK.IB
□ pið: laugardaga 10-16 dg sunnudaga 13-16