Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004
Fókus n/V
Gail Vasilkioti haföi skoðað alla bæklinga og vefsíður sem í boði voru um Savannah. Hvergi var minnst
* á glæpatíðnina en Gail fékk sjálf að kenna á ofbeldi borgarinnar.
■'-t
Bernard Green Moröinginn grætur i réttarsainum, þó ekki vegna eftirsjár.
Jólin 1987 var tími sem var alltaf
ofarlega í huga Hergesheimer-hjón-
anna. Gail Vasilkioti, fyrrverandi
flugfreyja og framhaldskólakennari,
var í fríi á Puerto Plata í Mexíkó og
naut einverunnar með kokkteilglas-
ið sitt þegar myndarlegur maður
gekk til hennar og bauð henni til
borðs með sér. Gail leist vel á mann-
inn enda var hann vel klæddur og
góðlegur og tók hún boðinu um-
hugsunarlaust. Hún sá aldrei eftir
því enda var ástin milli þeirra enn
Sérstæð sakamál
jafn heit tólf árum seinna. Russel
Hergesheimer sagði lögreglunni að
Gail hefði verið vinur, ástkona og fé-
lagi allt í senn. Hamingjutíminn
endaði þann 12. september 1999
þegar hjónin voru í á Savannah í Ge-
orgíu. Eftir að hafa notið rómantísks
málsverðar á Pink House ákváðu
þau að koma sér upp á hótelher-
bergi. Aðalinngangurinn var lokaður
þar sem mikill aðgangur var á veit-
ingastaðinn en Hergesheimer vissi
um aðrar dyr sem þau kæmust út
um. „Ef útgangurinn hefði ekki verið
lokaður hefði fríið getað endað allt
öðruvísi," sagði Hergesheimer sorg-
mæddur við lögregluna.
Verðlaun í boði fyrir
upplýsingar
„Komiði með veskin ykkar!" var
öskrað á hjónin þegar þau stigu út úr
veitingastaðnum. Gail öskraði upp
yfir sig um leið og maðurinn sagðist
hafa byssu. „Ég féll aftur á bak og á
nokkrum sekundum varð allt hljótt,"
sagði Hergesheimer. Russell hafði
reynt að halda Gail aftan við sig en
missti jafnvægið og datt. Gail var
skotin í magann og lá í ræsinu með
innyflin liggjandi út. „Þegar hún féll
bað hún mig að láta þjóflnn ekki fá
veskið." Russell setti veskið í hönd
hennar og sagði henni að hafa ekki
áhyggjur af því en þjófurinn var á
bak og burt. „Ég vil ekki deyja hérna!
Ekki láta mig deyja hér í ræsinu,"
bað Gail en féll fljótt í yfirlið vegna
sársauka. Ekkert gekk í rannsókn á
málinu í þrjár vikur en þegar lög-
reglan hét verðlaunum fyrir hjálp-
legar upplýsingar gaf eitt vitni sig
fram. Maður að nafni Gadson sagð-
ist hafa hitt gamlan skólafélaga sinn
um kvöldið örlagaríka. Þeir ólust
upp saman og spjölluðu í nokkra
stund. Bernard Green sagði honum
að hann hefði hvítt par í sigtinu sem
hann ætlaði að ræna seinna um
kvöldið og bauð Gadson að taka
þátt. Gadson sagðist ekki hafa áhuga
á þess háttar veseni en horfði eftir
Green elta parið. Síðan heyrði hann
háan hvell og sá Green hlaupa í
burtu. Vitnið sagðist oft hafa séð
vopnið og hann hefði verið með
Green þegar hann keypti það. „Eftir
verknaðinn sagði hann öllum í ná-
grenninu að hann hefði skotið kon-
una. Allir hér vita hvers hann er
megnugur svo enginn þorði að segja
neitt. Hann er kolklikkaður." Lög-
reglan sendi út handtökuskipun á
hinn 22 ára Bernard Green og stuttu
seinna var hann handtekinn. Hann
var kærður fyrir tilraun til mann-
dráps ásamt misheppnaðri tilraun
til ráns.
Morðtilraun breyttist í morð-
ákæru
Þann 27. október hafði ákæran
breyst úr tilraun til manndráps í
morðákæru. Gail hafði dáið eftir sex
vikna meðvitundarleysi. Einu við-
brögðin sem sakborningurinn sýndi
þegar honum voru færðar fréttirnar
var að yppa öxlum. „Við viljum að
Green fái það sem hann á skilið og
að líf hans verði gert ömurlegt. Það
færir okkur ekki Gail til baka en við
viljum eitthvað réttlæti," sagði faðir
Gail við blaðamenn. „Mamma hafði
skoðað allar síður á internetinu og
„Komiði með veskin
ykkar!" var öskrað á
hjónin þegar þau
stigu út úr veitinga-
staðnum. Gail öskraði
upp yfir sig um leið og
maðurinn sagðist
hafa byssu.
lesið alla bæklinga tengda
Savannah. Hún vissi nákvæmlega
hvað hún ætlaði að gera þegar hún
kæmi þangað. Hvergi var minnst á
glæpatíðnina. Af hverju sagði henni
enginn hversu hættulegur staður
þetta væri?“, spurði dóttir hjón-
anna. Á sama ári og Gail var drepin
voru 29 morð framin í borginni.
Green hélt fram sakleysi sínu allan
tímann og þegar hann var spurður
hvar hann hefði verið 12. september
sagði hann: „Það þýðir ekkert að
spurja mig út í tímasetningar. Ég
fylgist ekki með klukkunni og veit
ekki hvaða dagur er né ár.“ Gadson
sagði í vitnastúkunni að Green hefði
montað sig yfir verðlaununum sem
sett voru honum til höfuðs. Gadson
sagði einnig ffá því hvernig lögregl-
an hefði notað sig til að fá Green til
að tala. Hann mætti til Green í vinn-
una með upptökutæki innanklæða.
„Hún reyndi að skýla sér bak við
mann sinn. Beljan sá mig ekki þegar
ég skaut,“ heyrðist í Green á snæld-
unni. Hann hélt þó áfram að neita
sök í réttarsalnum og sagðist ein-
ungis vilja flnna þann seka svo hann
gæti hirt verðlaunin sem í boði
voru.
Fleiri vitni gáfu sig fram
Russell Hergesheimer var feng-
inn til að benda á þann seka en
Russell gat ekki verið viss. „Ég held
það sé þessi,“ sagði hann og benti á
Green. „En þetta gerðist svo hratt.
Mér finnst hann ætti að vera hærri
og eldri. Hann er svo bamalegur."
Eftir að lögreglan fór með Russell
aftur á morðstaðinn hurfu þó allar
efasemdir. „Ég er alveg viss, það er
Green.“ Eftir þetta buðu mörg vitni
sig fram sem öll höfðu heyrt Green
gorta af skotárásinni. Saksóknarinn
sagði í lokaræðu sinni að Green
hefði ekki drepið peninganna vegna.
Eina ástæðan fyrir árásinni var að
öðlast vald yflr öðmm, sem gerði
hann mjög hættulegan umhverfi
sínu. Verjandi reyndi, í tilraun sinni
til að fá lífi sakborningsins þyrmt, að
fá kviðdómendur til að sjá barnið í
Green, hann væri einungis 22 ára og
ætti annað tækifæri skilið.
Saksóknarinn kallaði líka á foreldra
hans, sem sögðu frá Green sem sak-
lausu ljúfu barni. Saksóknarinn taldi
að þó einhverjum þætti vænt um
Green yrði hann að gjalda fyrir
gjörðir sínar og minnti á að hann
hafði ekki enn sýnt neina eftirsjá.
Þann 13. febrúar 2003 var Bernard
Green sakfelldur fyrir morðið á Gail
Vasilkioti. Þegar hann var færður í
fangageymslur kallaði hann á for-
eldra sína: „Ekki syrgja mig! Ég gerði
ekkert af mér!“ Og sneri sér síðan að
kviðdómnum: „Þið létuð hinn sanna
morðingja sleppa.“ Utan af gangin-
um glumdi þó annað söngl í fangan-
um: „Ég barðist við lögin en réttlæt-
ið sigraði. Þið hefðuð átt að drepa
mig!“
GaiI Vasilkioti Var hamingjusamlega gift og þau hjónin voru ifriisaman þegar harmleikur-
inn skall á.
Morðinginn leiddur í burtu Green brosti þegar hann var færður syngjandi i fangaklefa.
*