Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 37
DV Sport LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 37* Alonsovottar fórnarlömbum virðingu Spænski ökuþórinn Fernando Alonso, sem ekur fyrir Renault-liðið í Formúlu 1 kappakstrinum, ætlar að votta fórnarlömb- um hryðjuverkaárás- arinnar í Madríd á dögunum sérstaka virðingu í kappakstrinum í Malasíu á morgun. Alonso ætlar að bera lítinn spænskan fána á hjálmi og búningi sínum og tileinka hverjum þeim sigri sem hann fer með af hólmi spænsku þjóðinni. „Ég var í fríi þegar hörmungamar dundu yfir og fékk bara fréttir í gegnum fjölskyldu mína. Þetta var erfiður tími fyrir alla heimsbyggðina og ég vil nota tækifærið og færa aðstandendum fórn- arlambanna mínar dýpstu samúðarkveðjur," sagði Aionso á blaðamannafundi í gær. Michael Schumacher notaði tækifærið og hvatti forráðamenn Formúlunnar til að breyta ekki keppnis- dagatalinu af ótta við hryðjuverk. „Það er ekki hægt að hafa áhyggjur af hryðjuverkum því þau geta gerst hvar sem er og hvenær sem er.“ Rio Ferdinand ósáttur viö ákvörðun áfrýjunardómstóls sem hafnaði áfrýjun hans um styttingu átta mánaða bannsins Rio Ferdinand viðurkenndi í gær að hann væri niðurbrotinn maður eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði áfrýjun hans um að stytta átta mánaða bann sem hann var dæmdur í 19. desember síðast- liðinn fyrir að missa af lyfjaprófi í september á sfðasta ári. Dómstóllinn, sem samanstóð af þremur einstaklingum, komst að þeirri niðurstöðu að Ferdinand hefði ekki misst af lyfjaprófinu ffæga tQ að fela ólögleg lyf en var samt ófáanlegur tQ að stytta bannið. Þetta gerir það að verkum að Ferdinand mun ekki spQa með enska landsQðinu á Evrópumótinu í Portúgal í sumar né heldur mun Manchester United njóta krafta hans þar sem eftir lifir keppnis- tímabQs. Ferdinand byrjaði að taka út bannið 20. janúar síðasdiðinn og mun því ekki vera laus úr viðjum bannsins fyrr en 20. september næstkomandi. Niðurbrotinn maður „Ég er niðurbrotinn yfir úrskurði dómstólsins. Ég mun ekki verða hamingjusamur maður fyrr en ég get farið að spila knattspyrnu á nýjan leQc. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég knattspymumaður og vil spila,“ sagði Ferdinand. Hann sagði jafnframt að tQhugsunin um að eiga möguleika á Afrýjunin mistókst Rio Ferdajand tókil ekkiad fcí áttcftpáiwða banninu hnekkt fyiiráfrýjunarclóm- ítólilfyriadaij, Reuters „Þegar öllu er á botn- - inn hvolft þá er ég knattspyrnumaður og vilspila." því að spQa með enska landsliðinu í Portúgal hefði haldið honum gangandi til þessa. „Það sem hefúr haldið mér gangandi undanfarið var sú von að ég myndi spila aftur á þessu keppnistímabQi en þeir hafa svipt mig voninni. Ég veit ekki hvað ég geri næst. Ég æda að fara yfir málin með mínum mönnum og taka síðan ákvörðun í framhaldinu. Ég er þakklátur öQum þeim sem hafa stue;-» við bakið á mér í þessu máli en ég er vonsvikinn," sagðí Ferdinand. Getur áfrýjaö aftur Það er þó ekki öQ nótt úti fyrir Ferdinand. Hann getur enn áfrýjað til íþróttaáfrýjunardómstóls í Sviss en það er ekki talið vænlegt til árangurs þar sem sá dómstóll hefur völd tíl að lengja bannið f tvö ár. Forráðamenn Manchester Uni- ted sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að félagið hefði orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöðu dómstólsins en myndi áfram standa þétt við bakið á Ferdinand. oskartsidvjs^ Tilboð á Heigarbiaði DV í Bónus, Hraunbæ - þú kaupir Helgarblað DV og færð í kaupbæti Coke og Twix. Kaupendur DV framvísa kassastrimli við útgang og fá góðgætið afhent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.