Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 3
X>V Fyrst og fremst LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 3 f gur þá og nu Kvenralri Arið 1975 var kvennaár Sameinuðu þjóðanna og 24. október tóku konur urn allan heim sér frí til að koma saman og skerpa á baráttumálum sínum. íslenskar konur um allt land lögðu niður störf innan og utan heimilis og 25 þúsund manns söfnuðust saman á Lækjar- torgi og vakti þessi mikla þátttaka hér á landi heimsathygli. Meðal þúsundanna á torginu var Sólveig Arnarsdóttir tveggja ára með mömmu sinni. Tíu árum síðar var haldið upp á kvennafrídaginn á Lækjartorgi, þá var Sólveig Amarsdóttir 12 ára á torginu. „Ég þykist muna eftir kvennafrídeginum 1975, stemningunni og mannfjöldanum en það er sjálfsagt af því mér finnst ég hafa svo óskaplega gott minni. í fjölskyldunni er hlegið dátt þegar ég rifja upp atburði sem áttu sér stað löngu áður en ég fæddist. En mér finnst ég muna þetta, lifi mig sennilega svo mikið inn í frá- sagnir annarra að minningarnar verða mínar. Fundinn áratug síðar man ég pottþétt, það er sko ekkert ímyndað við þá minningu. Síðustu árin hefur mér fundist stemningin í jafnréttis- baráttunni nokkuð alvarleg, fólk hefur látið eins og jafnrétti hafi verið komið á, ef minnst er á jafnréttindabaráttu flokkast það undir kvennatuð og kvenna-eitthvað. En konur reka sig auðvitað látlaust á misréttið og kann- anir á síðustu vikum sýna líka að enn er tölu- vert í land. Mér hefur alltaf fundist kvennabylt- ingin mesta bylting mannkynssögunnar en kannski útheimta svona miklar breytingar eitt og hálft skref aftur á bak fyrir hver tvö áfram." segir SólveigAmars- dóttir, leikari í Þjóðleikhúsinu og kvikmyndaleikkona í Þýska- landi. Spurning dagsins Treystir þú löggunni? Þurfa að tengja sig betur almenningi „Já, ég treysti lögreglunni. Ég held hins vegar að gera megi betur við lögregl- una, fjárhagslega og aðstöðulega og ég held lika að lögreglan þurfi að tengja sig betur almenningi og stofn- unum samfélagsins. Lögreglan á að geta átt sterkara samtal við okkur hin. Það á að efna til samtals milli lög- reglu, stjórnvalda og almennings." Kolbrún Halldórsdóttir, leik- stjóri og alþingismaður. „Já, ég held ég verði að treysta löggunni. Þó að ég hafi ekki komist i kast við lögin hefur maður séð ýmis- legt til verka hennarsem vekur mann til umhugsunar." Hilmar Böðvarson, sölumaður. „Já, ég hefenga ástæðu til ann- ars en að treysta lögg- unni. Ég hef þurft að kalla hana til vegna innbrota og hnupls og þeim farnast verkin vel úr hendi og þeir hafa gefið mér góð ráð". Hjördís Andrésdóttir, kaupmaður. „Já, ég treysti lögreglunni. Ég hefþurft að leita til lögregl- unnar og lög- regluþjónarnir hafa brugðist skjótt við og sýnt kurteisi." Andrés Magnússon, blaðamaður. “f heildina treysti ég lögg- unni. Flestir eru þeir traustir og góðir menn en þvi miður er auðvitað mis- jafn sauður f mörgu fé i löggunni eins og annars staðar." Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður. Nýlega voru 2 lögreglumenn dæmdir i Hérðaðsdómi Reykjavíkur fyrir skýrslufalsanir, ólögmætar handtökur og ólögmæta notkun táragass. I vikunni bað næstæðsti yfirmaður flkniefnadeildar lögreglunnar i Reykja- vík um lausn frá störfum vegna fjárdráttar. Ha? fótbollabikarnum stoliö Vorið 1966 var tii- hlökkun í loftinu á Englandi því um sumarið átti að halda þar heimsmeistara- mótið i knattspyrnu í fyrsta sinn. Verð- launagripurinn sjálf- ur - Jules Rimet bik- arinn - var kom- inn til landsins frá Brasilíu þar sem hann hafði verið í geymslu síðan Brassar urðu heimsmeistarar 1962. Bik- arinn var til sýnis í Westminster í London. Þann 20. mars hrifsuðu ókunnir aðilar gullbikarinn af sýn- ingarstaðnum þótt tveir verðir væru í salnum og komust á brott með hann. Frímerki að verðmæti 3 millj- Ubi nihil vales, ibi nihil velis. - Þar sem ég er einskis virði, þar ætti ég ekki að óska neins. Arnold Geulincx ónum punda sem einnig voru til sýnis voru hins vegar látin ósnert. Fréttirnar vöktu gríðariega athygli og einkum reiddust Brasllíumenn. Þeir sögðu að í Brasilíu hefði bik- arnum aldrei verið stolið þar sem meira að segja þjófar þar í landi elskuðu knattspyrnu of mikið til að fremja slík helgispjöll. Bikarinn dúkkaði upp viku síðar þegar kynblend- ingshund- urinn Pickles fann hann undir runna á víðavangi þegar hann var úti í göngutúr með eiganda sínum. Þjófarnir fundust aldrei. Englendingar fengu að hampa Jules Rimes-bikarnum um sumarið er þeir urðu heimsmeistarar en Brasilíumenn unnu hann síðan til eignar þegar þeir urðu heimsmeist- arar í 3. sinn 1970. Hann var settur á safn í Rio de Janeiro. Þaðan var honum stolið 1983 og hefur ekki fundist síðan. Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarmaður (og eiginkona Jóns Ársæls Þórðarsonar sjónvarpsmanns) og Árni Þórarinsson blaðamaður eru systkini. Þau eru börn Ingi- bjargar Árnadóttur þýðanda og Þórarins Sveinssonar forstjóra. Steinunn hefur eink- um sér getið orð fyrir höggmyndir en Árni hefur ritstýrt blöðum allt frá Helgarpóst- inum fyrsta til Mannlífs en vinnur núá Morgunblaðinu. Upp á síðkastið hefur hann serrt frá sér glæpasögur sem hlotið hafa dóma góða. svartur blár CD standur Beyki, eik, mahóní og tekk Hlynur, kirsuber og beyki Beyki og kirsuber Dýnur í öllum stærðum og gerðum fyrir fólk sem er Beyki, hlynur og kirsuber að stækka. Mán. - (ös. 10.00 -18.00 * Laugard. 11.00 - 16.00 • Sunnud. 13.00 -16.00 TM - HUSGOGN Síðumúla 30 - Sími 568 6822 - a vintýri líkust

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.