Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Page 36
36 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 ------------------------- Sport DV siguráKR Stúdínur tryggðu sér sæti í úrslitum 1. deildar kvenna í körfuknatdeik á fimmtudagskvöldið þegar þær báru sigurorð af KR- stúlkum, 62-52, í öðrum leik liðanna í undanúr- slitum í DHL-höllinni á fimmtudagskvöldið. ÍS vann fyrsta leikinn í Kenn- araháskólanum á mánu- dagskvöldið og einvígið, 2-0. Katie Wolfe var yfir- burðamanneskja hjá KR, skoraði 26 stig og tók 5 frá- köst, systurnar Hildur og Guðrún Arna Sigurðar- dætur skoruðu sex stig hvor '<fe'n Guðrún Arna tók 12 fráköst og Hildur 9. Alda Leif Jónsdóttir var stiga- hæst hjá ÍS með 18 stig og varði 7 skot, Casie Lowman skoraði 12 stig og Hafdís Helgadóttir (sjá mynd) skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Þetta er í fyrsta sinn sem Stúdínur slá út KR- stúlkur í úrslitakeppni og í fyrsta sinn síðan 1995 sem KR-stúlkur eru ekki í loka- úrslitum. Fimleikamót í .Höllinni Um helgina fer fram Islandsmót í fimleikum í Laugardalshöll. Keppni hófst í gær í hópfimleikum og verður þeim framhaldið í dag. Keppni í áhaldafim- leikum fer fram í dag og á morgun. Gunnar Heiðar ekki Jtil Sogndal Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson mun ekki fara til reynslu til norska liðsins Sogndal. ÍBV náði ekki samkomulagi við Sogndal um greiðslu á tryggingu fyrir Gunnar Heiðar og því varð ekkert úr för hans ‘Sjö lið spila í Ameríku Sjö evrópsk stórlið munu taka þátt í móti í Bandaríkjunum í sumar. Ensku liðin Chelsea, Liver- pool og Manchester United verða meðal þátttökuliða auk ítölsku liðanna AC Milan og Roma, þýska liðsins Bayern Múnchen og skoska liðsins Celtic. Hvert lið leikur þrjá leiki og verður leikið vítt og breitt um Bandaríkin og Kanada, meðal annars í Seattle, •floronto og New Jersey. Nóg komið Claudio Ranieri fínnst nóg komið afleikmannakaupum hjá Chelsea og vill fá að Meira og meira Roman Abramovich er greiniiega ekki á sama máli og Ranieriþví að hann búa til lið úrþeim ieikmönnum sem hann hefur úr að moða nú. Reuters viil halda áfram að styrkja leikmannahóp Chelsea affullum krafti. Reuters Þaö er himinn og haf á milli skoðana Claudio Ranieri, knattspyrnustjóra Chelsea, og Romans Abramovich, eiganda liðsins, um stefnu í leikmannamálum Ranieri rífst við Roman Rússinn Roman Abramovich og Cfaudio Ranieri eru komnir í hár saman vegna djúpstæðs ágreinings um leikmannahópinn hjá Chelsea. Abramovich vill halda áfram að kaupa leikmenn til að styrkja liðið meira en Ranieri telur að nóg sé komið og vill fá frið til að byggja upp lið úr öllum leikmönnum sem hafa runnið inn um dyrnar á Stamford Bridge á undanförnum mánuðum. Það er ekki ólfldegt að þessi ágreiningur þeirra sé enn einn naglinn í knattspyrnustjóralíkkistu Ranieris sem hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan Abramovich keypti félagið sfðasta sumar - sérstaklega ekki varðandi atvinnuöryggi en fjölmargir hafa verið orðaðir sem eftirmenn hans ekki ef heldur þegar hann verður látinn taka poka sinn. Grunur manna hefur lengi verið sá að það sé ekki Claudio Ranieri, knattspymustjóri Chelsea, sem stýri því hvaða leikmenn eru keyptir til félagsins heldur sé það i höndum eiganda þess, Rússans Romans Abramovich, og Peter Kenyon, sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Þessu til staðfestingar þá hélt Ranieri á fund hjá Abramovich í janúar, á meðan leikmanna- markaðurinn var opinn og tjáði honum að hann væri ánægður með leikmannahópinn sem hann hefði í höndunum og bað Abramovich um að Hann eyðir jafnmiklum tíma í að svara spurningum um hug- sanlega framtíð hans hjá fé- laginu og frammistöðu liðsins. kaupa ekki fleiri leikmenn í bili. Ranieri hefur haft áhyggjur af því að of margir leikmenn myndu skapa vandamál og ekki er laust við að hann hafi haft nokkuð til síns máls. Jimmy Floyd Hasslebaink vill komast burt sem fýrst, Claude Makelele er ekki sáttur sem og Damien Duff og Joe Cole. Hver stýrir leikmannakaupunum? Ekki er hægt að sjá að Rússinn hafi hlustað á Ranieri því að nokkrum dögum seinna var félagið búið að kaupa Scott Parker frá Charlton fyrir tíu milljónir punda. Ásíðustu vikum hafa síðan Roman og félagar gengið frá kaupum á tékkneska landsliðsmarkverðinum Petr Cech og hollenska ungstirninu Arjen Robben. Hollendingurinn ungi er fjórtándi leikmaðurinn sem Abramovich kaupir frá því að hann keypti félagið fyrir níu mánuðum en hann hefúr alls eytt um 140 milljónum punda í þessa fjórtán leikinenn. Er svo furða að menn velti því fyrir sér hver stýri stefnu liðsins í leikmannakaupum? Valtur í sessi Til að bæta gráu ofan á svart þá líður varla sú vika að einhver þjálfari eða knattspyrnustjóri sé ekki nefndur til sögunnar sem eftirmaður Ranieris. Eftir hvem tapleik er Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, dreginn á flot sem mögulegur eftirmaður ítalans. í síðustu viku tilkynnti Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Múnchen, að hann hefði hafnað tilboði Chelsea um að taka við félaginu í sumar. Forráðamenn Chelsea hafa reyndar borið þetta til baka en ólíklegt er að þetta séu eingöngu hugarórar Hitzfeld. Fabio Capello, þjálfari Roma, og Carlo Ancelotti, þjálfair AC Milan, hafa einnig verið nefndir til sögunnar. Ranieri er ekki f öfundsverðri stöðu. Hann eyðir jafnmiklum tíma í að svara spurningum um hugsanlega framtíð hans hjá félaginu og frammistöðu liðsins, hann virðist ekki ráða neinu um hvaða leikmenn eru keyptir til félagsins og sennilega verður hann farinn fyrr en varir. Það yrði sjónarsviptir af þessum geðþekka ítala sem er alltaf jákvæður, sama hvað á dynur, og hefur ekki bugast - sem er meira en margur maður í hans sporum hefði gert. oskar@dv.is Úrslit réðust í 1. deild karla í körfubolta Skallagrímur meistari Skallagrímsmenn voru sjóðheitir þegar þeir tryggðu sér 1. deildar- meistaratitilinn í körfubolta eftir úr- slitaleik í Borgarnesi í fyrrakvöld gegn Fjölni úr Grafarvogi. Skallagrímur skoraði alls 122 stig í leiknum og settu leikmenn liðsins meðal annars niður 17 þrista. Skallagrímur vann leikinn að lokum með 35 stigum, 122-87, eftir að hafa haft 14 stigyflr í hálfleik, 50-36. Bæði lið voru þegar búin að tryggja sér sæti í Intersport-deildinni næsta vetur. Skallagrímur vann deildar- keppnina líka í vetur og er liðið því vel að titlinum komið. Steven Howard skoraði 30 stig fyrir Borgnesinga, Sigmar Egilsson var með 20 og gaf 12 stoðsendingar, Pálmi Þór Sævarsson skoraði 17, Egill Egilsson var með 16 og Davíð Ásgrímsson var síðan fimmti leik- maður liðsins til að skora 15 stig eða meira er hann bætti við 15 stigum. Hjá Fjölni skoraði Pálmar Ragn- arsson mest eða 22 stig en hann skoraði 26,3 stig að meðaltali í þremur leikjum úrslitakeppninnar. Þá var Hjalti Vilhjálmsson með 18 stig og Halldór Gunnar Jónsson bætti við 11 stigum og Brynjar Þór Kristófersson var með 10 stig. Skallagrímur vann nú 1. deild karla í þriðja sinn en þeir unnu hana einnig 1973 og 1991. Breiðablik og Þór Þorlákshöfn féllu úr úrvalsdeildinni fyrir skömmu og var dvöl Þórsara því aðeins eitt ár að þessu sinni á meðal þeirra bestu. Skallagrímsmenn fagna Leikmenn Skallagrims sjást hér með sigurlaunin i 1. deild karla i körfu en þeir tóku Fjölnismenn i bakariið á fímmtudagskvöldið i úrslitaleik. DV-mynd Valli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.