Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 45
DV Fókus LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 4S f§ „Hvað er einn eftirmiðdagur á krossi?" spurði Halldór Laxness og bætti við: „Miðað við að jarða böm sín ár eftir ár.“ Mel Gibson reynir hér að svara spurningunni með því að sýna okkur nákvæmlega hversu mikl- ar þjáningar frelsarans vom í smáat- riðum. Maðurinn/Guðinn er barinn og svo svipaður inn að beini, þymi- kómnu er lamið inn í höfuð hans, hann er látinn bera krossinn upp á hæð, og er síðan negldur við hann. Þar er hann látinn hanga þar tii hann drepst, en Nýja Testamentið tekur reyndar fram að hann hafi verið fljót- ari að deyja en flestir aðrir, og því hafi ekki gerst nauðsynlegt að brjóta fæt- ur hans eins og siður var. í kaþólsk- um sið, og reyndar í lúterskum fram- an af, var ofuráhersla lögð á píningu og dauða Jesú Krists. Hann dó jú fyr- ir syndir okkar. Vegna dauða hans emm við öll hólpin. Vonlaust er að ræða mynd eins og þessa frá kvik- myndafræðilegum sjónarhóli ein- göngu án þess að velta fyrir sér trúnni. Hvað er einn eftirmiðdagur hangandi á krossi? Spumingin stendur samt enn. „Hvað er einn eftirmiðdagur hang- andi á krossi?" Krossfestingar vom vinsæl aftökuaðferð á tímum Rómar- veldis. Þegar Spartacus og þrælaher hans töpuðu fyrir herjum heimsveld- isins var allur herinn, um 7000 manns, krossfestur. Áætlað er að um kvartmilljón gyðinga hafi verið kross- fest meðan þeir lutu stjórn keisarans. Hvers vegna var dauði og píning þessa eina manns öllum hinum langtum mikilvægari? Var það vegna þess að hann var saklaus? Vom þá allir hinir ömgglega sekir? Er það vegna þess að hann var pyntaður meira en gengur og gerist? Það vitum við ekki, eins og áður sagði dó hann fljótlega, en jafnvel þó svo hafi verið, er allur munurinn á til- gangslausum dauðdaga og frelsun mannkyns nokkur svipuhögg til eða frá? Er þá málið að hann var sonur Guðs? En emm við ekki öli böm Guðs? Hvemig getur skapari alls átt einkason? Var hann kannski Guð sjálfur? Hvers virði er þá að pfnast í nokkra tfma vitandi að ekki bara maður sjálfur, heldur einnig allt mannkyn, á eilíft lff í vændum? Einn af veikustu punktum kristinnar trúar hefur ávallt verið hinn þrískipti, en samt eilífi og ódeilanlegi Guð, sem Margar kvikmyndir hafa veríð byggð- ar á ævi frelsarans, enda hefur sagan verið mönnum hugleikin í um 2000 ár. Sama hvaða trúarskoðanir maður hef- ur eiga flestar kvikmyndirnar J)-* sameiginlegt að vera frekar gó >að ar. Mjög vanmetin mynd sem fjallar um Tómasarguðsspjall. Ung kona fser sár Krists á dulrsenan hátt. Sýnir fram á hvernig pólitik fyrstu aldanna eftir Kristsburð spil- aði inn íhvað telst trúarritning og hvað ekki. Venv Bia Fish (1991) Mynd sem svipar til hins kanadiska Jesú, en er meiri farsi en trúarstúdia. Bob , ’*• Hoskins leitar að fyrirsætu fyrir ff- Jesúmyndir.ogfinnurhanaíJeff Goldbium, en Goldblum fer að lifa sig heldur mikið inn f hlutverkið. Liklega besta Jesúmynd allra tíma. Meistari Scorsese rannsak- ar hið mannlega eðli mannsonar- ins. Krossasmiðurinn Jesú þráir ekk- ert heitar en að eignast börn með Mariu Magdalenu, en þarfað díla við það að þurfa að bjarga mannkyninu i staðinn. Og fórn hans verðurmun meiri fyrir vikiö. Mikið var að gera hjá Jesúáhugamönnum þetta árið, þvi fransk-kanadíski snillingur- inn Denys Arcand gerði einnig tn mynd um lifKrists. Hér er fjallað ■ 'y' um leikhóp sem setur á sviðævi \ Jesú, og atburðir i raunveruleikan- um fara að endurspegla guðspjöll- in. Hér er fórnin þó augljóslega mannkyn- inu til bóta. Jesús varjú hippi, en eins og ieiðtogar hippanna endar hann sem súperstjarna þar sem söfnuðurinn tilbiður mann- inn frekar en verkin. Það er kannski lýsandi að maðurinn sem lék lærisvein númer eitt, Pét■ ur, fór að leika í klámmyndum eftir að Jesús hvarf af sjónasviðinu. Ekki gamanmynd eins og nafn-\ ið gefur til kynna, heldur háal- varleg mynd byggð á Lúkasar- guðspjalli sem reynirað vera eins trú Bibliunni og hún getur. Hefur verið notuð i trúboðastarfsemi um viða veröld. Llfe of Brian (1979) Hápunktur ferils Monty Python manna er ein fyndnasta mynd allra tima. Greyið Bri- . an fæðist sama dag og Jesús, og er tekinn í misgripum fyrir frelsarann alla ævi. Rétt eins og Scorsese tíu árum siðar er íffe _ hér fjallað um þann sem verð- Wj ur óviljugur frelsari. Charlton Heston er mættur aftur tilr, leiks.„Gonna get Biblical on yer ( ass."Færþó ekki heldur hér að taka með sér haglarann þar jfjfiJS sem hann fermeð hlutverkJó- ifJ. hannesar skírara. Max Von Sydow er frelsarinn, enda fyrir tima affermative action og þvi sjálfsagt að hafa Svía I hlut- verkinu. (1141 #r Italski leikstjórinn Pasolini leik- stýrði mögulega ógeðslegustu mynd allra tíma, þrátt fyrir til- raunir Gibson til að toppa hann,með 101 Dagar Sódómu. Hér sýnir hann Kristsem Marxista (sem hann vissulega var) sem kemur til þess að færa sverð, ekki frið. Ein „stærsta" stórmynd allra tlma. Jesús er í aukahlutverki, en það er hestakerrukappakst- tá, urinn sem stelur senunni. m Charlton Heston í sínu besta hlut- verki, þó maður viti að eftir á að hyggja myndi hann helst senda NRA á þetta Róm- verjahyski. enginn hefur almennilega getað út- skýrt. Og hvers vegna var fórnin nauð- synleg? Varð allt betra í kjölfarið? Hefur heimurinn ekki verið blóðugri en nokkumtímann fyrr, þar sem krossferðir, heimsstyrjaldir og helfar- The Passion ofthe Christ. SýndiRegnboganumog Smárabíó. Leikstjóri: Mel Gibson. Adalhlutverk: Jim Caviezel, Monica Belluci og Maia Morg enstern. ir hafa allar verið háðar af fólki sem opinberlega blótar Jesú? Hverjir eru svo hólpnir? Allir? Jesús segir að til himna komist eng- inn nema í gegnum hann. Hvað þá með allar þær milljónir sem fæddust og dóu fyrir krossfestingu, eða hafa fæðst og dáið síðan án þess að hafa nokkum tímann heyrt um hana? Fara þeir þá allir til helvítis? Og hvers vegna, fyrst Guð predíkar fyrirgefn- ingu, gat hann ekld bara fyrirgefið liðinu án þess að láta greyið mann- inn ganga í gegnum þetta alltsaman? í lok myndarinnar, þegar Jesús gefur upp öndina, sést Satan öskra af angist. Jesús þurfti jú að drepast til að allt skyldi verið fullkomnað. En hvað ef Jesús, Rómverjarnir og æðstu- prestarnir hefðu klappað hvomm öðrum á bakið og ákveðið bara að vera vinir? Hefði Satan þá unnið? All- ar þessar spurningar veltust um í höfði mér eftir að ég horfði á mynd- ina, og komst svo að þeirri niður- stöðu að það er ekki heil brú í krist- inni trú. Krossfestingin sem líknardráp Það er margt gott og gilt í boðskap Jesú sem á erindi við nútímamann- inn, reyndar nóg til að byggja líf sitt á. Jesús Kristur er sakleysinginn mikli sem fer út í heim. Það þarf engan spámann til að sjá að illa muni fara, ifia fer fyrir góðum mönnum í vond- um heimi. En það er boðskapurinn sem máli skiptir. Þetta yfirsést Gib- son í áhuga sínum, og eiginlega til- beiðslu á ofbeldinu. Reyndar feilar hann hér sem sögumaður, hann fer yfir um í húðstrýkingunum og nær aldrei að toppa það. Eftir svipuhögg- in er Jesú lifandi lík í fláðu skinni. í afar langdregnu atriði gengur hann upp á hæðina, og dettur í sífellu, enda nær dauða en lífi. Það er varla að vesalingurinn geri sér grein fyrir því hvar hann er eða hvað er verið að gera við hann. Krossfestingin virkar næstum sem líknardráp þegar hér er komið við sögu. Mel Gibson reynir að fá áhorfand- ann til að meðtaka kristna trú með því að leggja áherslu á kvalafullan dauðdagann. Jesús er ekki sá kraft- mikli hugsjónamaður sem bauð valdastétt samtíma síns byrginn. Hann er fyrst og fremst fórnarlamb. Þessi þáttur kristinnar trúar á rætur að rekja til eldri trúarbragða, þar sem ávallt þurfti að færa fórnir til að blíðka grimma guði, er til í trúar- brögðum í flestum heimshlutum, hvort sem um er að ræða Gyðingdóm við botni Miðjarðarhafs, Ásatrú á norðurslóðum eða mannfórnir Az- teka í Mið-Ameríku. Guð kristinna manna gengur skrefinu lengra, óg heimtar að sjálfum sér sé fórnað. Ætti þar með endir að vera bundinn á hugmyndir um fórnir til Guðanna. Það er erfitt að sjá hvernig slfkt eigi erindi við nútímamanninn. Guð er dauður. En kærleiksboðskapur Jesú lifirenn. ValurGunnarsson Stjörnuspá Gísli Rúnar Jónsson skemmtikraftur er 51 árs í dag. „Fyndinn, Ijúfur og myndarlegur maður birtist hér. Hann er hlýr, gjafmild- ur, skemmtilegur og vinamargur en fólk dregst samstundis að persónuleika hans við fyrstu kynni. Hann leitar nánast uppi ævintýri hvar sem hann stígur niður fæti og tekst sífellt á við nýja reynslu. Oft á tiðum er i villtur og óábyrgur," segir í stjörnuspá hans. Gísli RúnarJónsson \A, Vatnsberinn ao.jan.-is. febrj vV --------------------------------- Máttur ástarinnar er mikill og ert þú minnt/ur á það hér. Ef þú lætur verk þín stjórnast af ást eyðir þú ekki orku þinni að nauðsynjalausu.Vertu þolinmóð/ur gagnvart félögum þínum og ekki síður fjölskyldu. Fiskarnir (i9.febr.-20.mars) K Líkami þinn upplifir tvenns konar tilfinningar. Önnur tilfinningin er vellíðan og hin vanlíðan. Þér er ráðlagt að hlusta vel á þau svör sem líkami þinn sýnir þér ómeðvitað þegar kemur að vali sem birtist samhiiða stjörnu fiska [ lok mars. Cp Hrúturinn (21. mars-19. a Helgin framundan verður 7*' áhugaverð mjög og þú kemur sjálfinu eflaust á óvart með framtakssemi þinni. Þú ert áköf/ákafur þegar metnaður þinn er annars vegar og þér er ráðlagt að halda ótrauð/ur áfram þó að á móti blási. ö Nautið (20. apríl-20. mal) Velferð nautsins er ákveðin af æðri öflum. Þú hefur án efa lagt á þig ómælda erfiðisvinnu til að ná þeim ár- angri sem þú býrð við i dag og nú er komið að þér að njóta tilverunnar að þínu mati. W\bmm (21.mai-2ljúnfí Reyndu eftir fremsta megni að forðast óþarfa áhyggjur sem kunna að hvíla á herðum þínum þessa dagana. Ekki ásaka sjálfið ef smávægilegar hindranir verða á vegi þínum og trúðu á sjálfið og sjá, sigurinn er i höfn. \írabbm(22.júnf-22.júii)__________ Aukin innsýn kemur fram þeg- ar stjarna krabbans er skoðuð. Reyndu eftir fremsta megni að ná fullri stjórn á því sem þú ert að fást við þessa stund- ina og ekki hika við að sýna skipulags- hæfileika þína íverki. Ljónið (23.júli- 22. ágúst) Gefðu þér tíma til að hinkra aðeins við. Bíddu eftir lausninni. Hafðu vakandi auga með óvissunni þegar þú ^ horfirfram á við því lausnin kemur af v sjálfu sér ef þú aðeins hlúir að því sem skiptir sannarlega máli. Meyjan (23. ágúst-22. septj Ekki réttlæta langanir þínar fyrir sjálfinu heldur fullvissaðu sjálfið að þrár þínar komi til með að rætast í fyll- ingu tímans. Áhyggjuleysi ætti að ein- kenna líðan þína helgina framundan. VogÍn (23.sept.-23.okt.) Ekki leyfa þér að láta líf þitt stjórnast af peningum því þá stíflar þú framgang mála til betrumbóta hjá sjálf- inu. - Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0rj Gjafir þínar felast í orðum þín- um, gleymdu því eigi dagana framund- an. Ekki líta hlutina of alvarlegum aug- um yfir helgina framundan. Reyndu að efla kímnigáfu þína ef þú getur og leyfðu þér að hlúa að barninu sem býr innra með þér. / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj Þú ert minnt/ur á að mikil- vægt er að þú sendir langanir þínar frá þér inn í tómarúmið sem sáir hug- myndum þínum í frjóa mold og jjað án þinnar vitundar og á þaö við um þessar mundir. Steingeitin (22.des.-19.janj Þú nærð árangri með lagni og skynsemi og ættir aldrei að láta neinn telja þér trú um annað og þá allra síst að þú beitir hörku til að nálgast drauma þína. Hlustaðu vel á tilfinningar þínar næstu daga í stað skynseminnar sem á það til að koma fram hjá þér ómeðvit- að. SPÁMAÐUR.IS*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.