Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 Fréttir DV Evrópa fordæmir morðið Leiðtogar ríkja Evrópu- sambandsins fordæmdu í gær morðið áAh- med Yassin, and- legum leiðtoga Hamas-samtak- anna. Leiðtogarnir telja aftökuna brjóta í bága við al- þjóðalög.Leiðtog- arnir sögðu aftöku Yassins mikið áhyggjuefni um leið og þeir ítrekuðu fordæmingu sína á hryðjuverkárásum á ísra- ela. Yfirlýsing Evrópuleið- toganna kemur degi eftir að Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn ályktun þar sem morðið á Yassin er fordæmt. Færri óhöpp Umferðarátak Hafn- arijarðarlögreglunnar virðist ætla að skila ár- angri ef marka má tölur úr umferðinni þarsíð- ustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni voru átta umferðar- óhöpp tilkynnt í vikunni sem er nokkuð undir meðallagi. Börn dóu Þrjú börn voru meðal þeirra níu sem féllu í átök- um milli Banda- ríkjahers og and- spyrnumanna í bænum Falluja í Irak í gær. Meðal hinna föllnu var er- lendur sjónvarps- tökumaður. Að minnsta kosti 25 slösuðust í átökun- um. Eiga íslensk yfirvöld að rannsaka peningaflutninga Kára til Panama? t Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. „Ég hefekki kynnt mér máliö út í hörgui. Frá Kauphallarsjónarmiði er upplýsingaskylda hjá hlutaðeigandi markaði, Nasdaq I þessu tilfelli. Efmeint brot gerðist hins vegar fyrir skráningu væri sennilega um samstarfsverkefni fjármálaeftirlita í viðkomandi löndum að ræða." Hann segir / Hún segir „Mér finnst alveg full ástæða til að skoða þetta betur. Þarna virðist vera um peningaþvætti að ræða og mér finnst vera full ástæða til að fylgja þeim grun eftir með rannsókn." Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslyndaflokksins. Senn líður að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Um síðustu helgi var íslenska lagið frumflutt og sitt sýndist hverjum. Talað var um að lagið væri stolið eða hreinlega tær snilld og myndbandið virkilega vel og faglega unnið. Nú hefur fyrsta spá veðbankanna fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verið birt. Jónsi, flytjandi lagsins, gefur lítið fyrir spár og segist ekkert mark á þeim taka. Islandi spáð 12. sæti í Eunovision Nú styttist óðum í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Eurovision og eru veðbankarnir þegar farnir að spá í hvaða þjóð sé líklegust til að sigra. Þetta er í 49. skiptið sem keppnin fer fram og verður hún haldin í Istanbul í Tyrklandi að þessu sinni um miðjan maímánuð. Eins og allir eflaust vita er það Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi söngvari sveitar- innar í svörtum fötum, sem syngur framlag íslands að þessu sinni, lagið Heaven. Tekur ekkert mark á spám Nú hafa öll lögin sem taka þátt í keppninni í ár verið flutt opinberlega og í kjölfarið hafa veðbankar tekið við sér og opnað fyrir veðmál tengd keppninni. Netveðbankinn www.coral.co.uk var fyrstur til að birta sinn lista og þar fær Jónsi sigurlíkurnar 1 á móti 16 líkt og nokkrar aðrar þjóðir. Samkvæmt þeirra spá eru Svíþjóð og írland líklegustu þjóðirnar til að sigra en Bretum er spáð þriðja sætinu. Allar þessar þjóðir hafa sigrað keppnina oftar en einu sinni og hafði það eflaust sitt að segja þegar listinn var settur saman. íslendingum er aftur á móti spáð 12. sæti en raunar hafa nokkrar aðrar þjóðir sömu vinningslíkur þannig að túlka má spána á þann veg að ísland lendi einhversstaðar á milli átta og sextán. „í rauninni er mér alveg sama þótt mér sé spáð fyrsta eða síðasta sætinu enda tek ég ekkert mark á svona spám. Ég ætla bara að fara og gera það sem við höfum æft," segir Jónsi og bætir við: „Ég fæ mínar þrjár mínútur á sviðinu eins og allir aðrir. Við spyrjum svo að leikslokum." Gísli Marteinn og Logi Bergmann kynna Keppnin fer fram með nokkuð breyttu sniði þetta árið en þann 12. maí mun fara fram undan úrslitakeppni þar sem nokkrar þjóðir munu bítast um þau 10 sæti sem laus eru á úrslitakvöldið. ísland þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki á sjálft úrslitakvöldið því góður árangur Birgittu Haukdal í fyrra tryggði sæti okkar þar. Að venju mun sjónvarpið fjalla ítarlega " um keppnina og hafa þeir Gísli Marteinn og Logi Bergmann þegar verið fengnir til að kynna herlegheitin. Þá hefur vefurinn www.eurovision.is verið opnaður en þar er allar upplýsingar um keppnina að finna. Einnig er hægt að ná í öll keppnislögin í ár á síðunni auk þess sem ítarleg dagbók sem þeir Gísli Marteinn og Logi ' munu sjá um verða á vefnum þegar Fyrsta Eurovisionspáin Veðbankinn Coral hefur birt spá fyrir Eurovisionkeppnina og samkvæmt henni verða Islendingar í 12. sæti. Alls munu 24 þjóðir taka þátt í keppninni í ár og er fsland ein þeirra 14 þjóða sem hafa þegar tryggt sér rétt til að keppa á úrslitakvöldinu. Hinar þjóðirnar þurfa að komast í gegnum undanúrslit sem fara fram 12. maí en úrslitin verða svo þremur dögum síðar. Listi Coral- veðbankans nær þó yfir allar þjóðirnar 36 sem taka þátt í ár. Himnaríki Jónsa Jónsi mun flytja fram lag Islands I Eurovision í ár og hefur honum verið ' spáð 12.sæti afCoral-veð- bankanum i Bretlandi. Jónsi gefur litið fyrir spána og segist ætla að nýta sinn tíma á sviðinu sem best og spyrja svo að leikslokum. nær dregur. agust@dv.is l.lrland 2. Svíþjóð 3. Bretland 4. Finnland 5. Grikkland 6. Danmörk 7. Rússiand 8. Hvíta-Rússland 9. Belgía 10. Bosnia 1 l.Kýpur 12. ísland 13. Malta 14. Serbia ISiSpánn lð.Tyrkland 17. Þýskaiand 18. Holland 19.Sviss 20. Frakkland 21. Utháen 22. Noregur 23. Pólland 24. Portúgal 25. Rúmenía 26. Slóvenia 27. Úkraina 28. Israel 29. Makedónía 30. Króatia 31. Lettland 32. Albania 33. Andorra 34. Austurriki 35. Eistland 36. Mónakó Legsteinafyrirtæki víkur fyrir háhýsabyggð Flýja með legsteinana úr Lundi Legsteinasmiðir Brjánn Guðjónsson og Þórir Barðdal þurftu að flytja legsteina- smiðju sina úr Lundi i Kópavoginum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við háhýsi. Fyrirhuguð háhýsabyggð í Lundi veldur því að legsteinasmiðir hafa flutt hafurtask sitt af sveitabænum f Lundi inn í þéttbýlið við Kársnes- braut í Kópavoginum. „Það á að fara að byggja háhýsi þarna í kjölfarið á því vildu þeir ekki framlengja leigu- samning við okkur og þá þurftum við að flýja," segir Brjánn Guðjóns- son, sölu- og markaðsstjóri Sól- steina ehf. Um 1.200 legsteinar eru fram- leiddir á íslandi á ári hverju. Meðal- legsteinn kostar um 100 þúsund krónur. Flestir eru legsteinarnir úr graníti og er það oftast flutt inn frá fjarlægum löndum. „Við erum með menn á Spáni og Italíu sem kaupa granít frá Indlandi og jafnvel Kína. Það er líka hægt að nota íslenskt berg í legsteinana, gabbró eða stuðlaberg úr blágrýti. Við íslend- ingar værum heppnir ef við ættum granít," segir Brjánn. Legsteinar úr graníti vega að meðaltali um 200 kílógrömm, en þeir íslensku eru að jafnaði helmingi þyngri. Legsteinavertíðin er við það að heíjast hér á landi. „Það er ákveð- in vertíð sem er á sumrin hjá okkur og byrjar í lok maí og er fram á haust. Fólk vill sinna hinum liðnu á fallegum sumardögum," segir Brjánn. jontrausti@dv.is Tomas Malakauskas telur málflutning Jónasar Inga ótrúverðugan Tomas telur lífi sínu vera ógnað „Ég er mjög þreyttur - þetta hafa verið erflðir dagar," sagði Tomas Malakauskas, einn af sakborningun- um í Neskaupstaðarmálinu. Á mið- vikudaginn úrskurðaði hæstiréttur að ekki væri ástæða til að framlengja gæsuvarðhald yfir mönnunum þremur sem sátu inni fyrir að losa sig við líkið af Vaidasi Jucevicius. Tomas er sá eini þremenning- anna sem ekki hefur tjáð sig við fjöl- miðla. Hann hefur einnig hulið andlitið á sér meðan Grétar og Jónas hafa óhræddir sýnt sig þjóðinni. „Ég hef ekki talað við neinn og vil ekki sýna á mér andlitið," segir Tomas í viðtali við DV í gær. „Ég er bara einhver gaur sem vill lifa sínu lífi. Þetta gerðist allt saman og ég verð að mæta örlögum mínum; hugsanlega mun ég láta lífið út af þessu." í játningu Grétars komu fram tengsl þeirra félaga við rússnesk/lit- hái'ska maffu og gerði Grétar þá kröfu að gegn játningunni fengju hann og kærastan vernd. Tomas hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig félagar hans hafa komið fram í fjölmiðlum. Jónas hefur til dæmis haldið því fram að hann hafi ekki vitað af líkinu í bílnum og stað- hæfir að hann hafi ekki haft ^hugmynd um tilgang ferðar- ^innar til Neskaupstaðar. „Jónas virðist viti sínu fjær," segir Tomas en bætir við: „Ég þekki hann samt ekki vel." kVaröandi yfirlýs- Jngar Jónasar í fjölmiðlum seg- ist Tomas ein- faldlega ekki afa áhuga á fréttunum. simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.