Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Qupperneq 11
DV Fréttir LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 77 Varnir gegn hryðjuverkum Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna ætla að berjast sameiginlega gegn hryðjuverkum í álfunni og var samkomulag þess efnis undirritað í Brussel í fyrradag. Þar ákváðu leiðtogarnir hvernig aðgerðum í baráttunni við hryðjuverk yrði háttað og var Gijs de Vries, frá Hollandi, skipaður í nýtt embætti yfirmanns hryðjuverkavarna ESB. Reyktí regnkápum Reykingar, á írlandi, verða með öllu bannaðar á opinberum stöðum, veitingahúsum og krám frá og með næsta mánudegi. Til þess að mæta þessu hafa margir kráareigendur fjárfest í borðum og stólum að undanförnu sem þeir hyggjast setja upp fyrir utan krárnar. Gashitatæki og tjaldhimnar fylgja gjaman með í kaupunum og þá kvað sala á regnfatnaði hafa aukist enda oft votviðrasamt á þessum slóðum. Kráareigendur gera sem sagt sitt besta til að þjóna reykingamönnum áfram. Lögregluyfirvöld íslands, Litháen og Interpol hafa rannsakað meinta starfsemi „rússnesk-litháískrar“ mafiu hér á landi og gera enn. litháíska mafían er eon Þrátt fyrir töluverða eftirgrennslan hefur lögregluyfirvöldum á íslandi og í Litháen, með aðstoð Interpol, ekki tekist að renna stoðum undir þá fullyrðihgu Grétars Sigurðarsonar, sak- bornings í líkfundarmálinu, að hér á landi starfi „rússnesk- litháísk mafía“, sem hiki ekki við að beita limlestingum og morðum. Það staðfestir Arnar Jensson aðstoðaryfir- lögregluþjönn hjá Ríkislögreglustjóra, en tekur fram að þessari sérstöku athugun sé ekki lokið. fíkniefnainnflutnings og vegna veikinda Vaidasar. Eftir að Vaidas kom til landsins hringdi Tomas í nokkur símanúmer í Litháen og í nokkra Litháa hér á landi. Auk þess var hringt í alþjóðlegt símanúmer sem Tomas bar að sér hafí verið sagt að hann gæti hringt í til að finna út hvort síminn hans væri „Það hefur verið kannað hvort fótur sé fyrir þessu og sú könnun stendur enn yfir," segir Arnar, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig nánar um málið. Þorp Litháa á íslandi Auk rannsóknar hérlendra yfirvalda hafa lögregluyfirvöld í Litháen haft uppi eftirgrennslanir um meint tengsl skipulagðrar glæpastarfsemi þar í landi við Island. Gagnagrunnur Interpol er notaður og almennt er fylgst með slíkri starfsemi af vinnuhópi á vegum Baltic Sea Task Force, sem ísland tekur þátt í með baltnesku löndunum, Norðurlöndunum, Póllandi og Rússlandi. Með hundruði Litháa og Rússa stadda hér á landi er Ijóst að lýsingar Grétars er ekki hægt að afgreiða sem tilefnislausa óra, þótt sak- borningurinn Tomas Malakauskas harðneiti slíkum mafíutengslum. Það hefur valdið ugg í þjóðfélaginu að Grétar fullyrðir að slík mafía starfl hér og þá ekki síður að af henni hafi stafað sú hætta fyrir Grétar að menn á vegum slíkrar mafíu myndu sjá til þess að hann eða kærasta hans yrðu „limlest eða tekin af lífi" ef hann sýndi lögreglunni samvinnu með upplýsingar um afdrif Vaidasar Jucevicius. Og Litháar eru margir á íslandi; tæplega 400 Litháar fengu dvalarleyfi á Islandi aðeins árið 2002 og voru eingöngu Pólverjar og Filippseyingar fjölmennari með slík leyfi. Á sama tíma fengu 153 einstaklingar frá Rússlandi dvalar- leyfi. Auk þess eru á þjóðskrá tæplega 100 Litháar með íslenska kennitölu sem hafa dvalið hér á landi en eru horfnir til Litháens á ný. í árslok 2003 voru skráðir hér á landi 395 litháískir ríkisborgarar, en stórfjölgun þeirra hófst á árunum 1999 og 2000. Á aðeins 4 árum hefur Litháum fjölgað úr 66 í 395. Forseti Litháen mafíutengdur Ljóst er að sakborningurinn Tomas Malakauskas var stöðugum samskiptum við aðila í Litháen vegna hleraður. Þess utan hringdi Tomas mjög oft í Kestas Eidintas í Litháen, en hann hefur áður dvalið á íslandi og hafði, fram að máli þessu að minnsta kosti, ætlað sér til Islands á ný. Þess utan hringdi Tomas í nokkur símanúmer í Litháen sem hann kannaðist ekki við hver ætti. Talsmenn lögregluyfirvalda í Litháen vilja engar upplýsingar veita, en þess má geta að sjálfur forseti Litháen, Rolandas Paksas, er undir rannsókn þessa dagana fyrir meint ólögleg tengsl og samskipti við rússnesku mafíuna og á hann stórlega á hættu að missa embætti sitt. Þegar er fallinn dómur um að hann hafi tryggt rússneskum viðskipta- manni litháískt ríkisfang með ólöglegum hætti. fridrik&dv.is ArnarJensson aðstoðaryfirlögregluþjónn „Það hefur verið kannað hvort fótur sé fyrir þessu ogsú könnun stendur enn yfir,“ segir Arnar, en hann viidi að öðru leyti ekki sig nánar um málið. Ferð fyrir 2 til London eða Kaupmannahafnar Á hverjum föstudegi til páska verður dregið úr öllum áskrifendum DV og sá heppni fær ferð fyrir 2 með lceland Express til London eða Kaupmannahafnar. , Vinningshafar verða kynntir í Askriftarsíminn er 550 5000 helgarblaði daginn eftir útdrátt. Með DV fylgist þú betur með þjóðmálaumræðunni hverju sinni. Helgarblaðið fylgist með þeim einstaklingum sem skara fram úr. Helgarviðtalið, krossgátan, sérstæð sakamál og margt fleira. DV tekur á málum af harðfylgi og áræðni. DV veitir stjórnvöldum hverju sinni kröftugt aðhald. Á DV duga engin vettlingatök.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.