Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Page 14
14 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004
Fréttir DV
Heiðveig Þráinsdóttir lýsir aðdraganda handtöku Grétars Sigurðarsonar, sambýlismanns hennar, eftir að iik Vaidasar
Jucevicius fannst í höfninni á Neskaupstað. Hún segir frá þjáningunni á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. Heiðveig fékk
að hitta Grétar hjá ríkisiögreglustjóra daginn sem hann játaði og var úthlutað lögregluvernd vegna litháísku mafíunnar.
Hún vill fyrirgefa sambýlismanni sínum:
Systurnar Heidveig
ólst upp hjá módur
sinni og 15 árum ,
eldri systur, Klöru J
Egilson. Þær eru I
miklor vinkonur. 1
Handtaka Grétars kom sem þruma úr
heiðskíru lofti. Þótt dagamir á undan
hafi verið hlaðnir spennu og hann hafi
verið uppstökkur og ólíkur sjálfum sér
þá var ekki minnsti grunur í huga
mínum um það sem átti eftir að dynja
yfir,“ segir Heiðveig Þráinsdóttir, 18
ára módel og hárgreiðslunemi, um
það þegar sambýlismaður hennar,
Grétar Sigurðarson, var tekinn fastur
og hnepptur í gæsluvarðhald fyrir rúmum fimm
vikum vegna meintrar aðildar að líkmálinu í
Neskaupstað.
Heiðveig féllst á að segja DV söguna frá þeim
tíma er Vaidas Jucevicius kom til fslands með
eiturlyf innvortis. Hún segir að líf sitt hafi á einu
andartaki breyst frá því að vera ósköp venjulegt
þar sem hver dagur var í föstum skorðum í það
að verða á köflum martröð líkast.
„Ég hefði aldrei haft hugmyndaílug til að
ímynda mér það sem átti eftir að gerast."
Áhyggjulaus æska
Heiðveig er dóttir Rósu Ingólfsdóttur,
þekktustu sjónvarpsþulu landsins. Heiðveig á
góðar minningar frá uppvexti sínum. Klara er
eldri systir hennar, 15 árum eldri, og Heiðveig
segir að það hafi verið þroskandi að alast upp
með sér eldra fólki
„Ég lifði áhyggjulausa æsku. Á meðan
mamma starfaði sem sjónvarpsþula fór ég oft
með í sjónvarpið og lék mér á meðan hún kynnti
dagskrána með sínu lagi. Klara systir mín var líka
alltaf til staðar til að passa mig. Stundum þegar
við Klara vorum heima og mamma birtist á
skjánum þá kallaði ég til hennar. Allir vissu hver
Rósa Ingólfs er og stundum þótti mér nóg um
athyglina vegna uppátækja hennar-í sjónvarpinu.
stundum í dyrunum. Kunningsskapur okkar
Grétars þróaðist í það að við urðum par fyrir
tveimur árum þegar ég var 16 ára. Við fórum að
búa saman 25. apríl 2002 þegar ég flutti til hans.
Aldur er afstæður og í okkar tilviki hefur aldurs-
munurinn aldrei skipt neinu máli. Hann er
einhver blíðasti maður sem ég hef kynnst og við
vorum hamingjusöm saman."
Heiðveig segir að allt hafi leikið í lyndi hjá
þeim Grétari og dagarnir verið í föstum skorðum.
Hún stundaði vinnu sína á hárgreiðslustofunni
Hárgallerí auk þess að fá verkefni sem módel þar
sem hún lék meðal annars í auglýsingum í Bláa
lóninu og víðar. Grétar var önnum kafinn við
dyravarðarþjónustu sína og var einnig að
undirbúa að flytja inn sumarhús frá Litháen í
samstarfi við félaga sína Jónas Inga Ragnarsson
og Tomas Malakauskas, sem Grétar kynntist
haustið 2003. Heiðveig stefnir á að taka
sveinspróf í hárgreiðslu árið 2006 en samhliða
náminu ædar hún að byggja upp fyrirsætuferil
sinn.
„Draumur minn er sá að verða þekkt fyrir-
sæta. Ég skammast mín ekkert fyrir að lýsa því að
ég hef mikla athyglisþörf og það kitlar mig þegar
ég skynja aðdáun vegna útlits míns. Ég hef alltaf
gætt þess að vera sem fullkomnust í útliti. Þar hef
ég teldð móður mína til fyrirmyndar en hún kann
svo sannarlega að halda sér til og bera sig eins og
sönn hefðarkona. Mér er sagt að hún hafi þetta
frá BOöru ömmu. En það er gjaman vitnað til þess
í fjölskyldunni að fyrsta hefðarkonan hafi verið
Guðmunda Guðmundsdóttir, iangamma mín í
móðurætt, sem lagði mikla rækt við útlit sitt. Hún
mun meðal annars hafa gætt þess að spreyja
ilmvatni á ökklana og í hnésbæturnar. Stundum
er sagt að hún marki upphaf kynþokkans í okkar
ætt. En ég geng ekki svo langt og set ekki á mig
Rósa og Heiðveig Stundum lenti Heiðveig islagsmálum vegna brandara mömmu sinnar ísjónvarpinu. Þessi mynd
var tekin afmæðgunum árið 1991.
dauðastríð sitt og Grétar reyndi í örvæntingu að
finna handa honum læknishjálp skýrist ýmislegt.
Meðal annars sagði Grétar henni að hann lægi á
sjúkrahúsi en sagði óþarft að hún kæmi í
heimsókn til sín.
„Grétar hafði hengt upp veggljós í stofunni
hjá okkur eina nóttina. Þegar hann kom ekki
heim útskýrði hann það þannig að hann hefði
jHann skalfallur og sagði dapur að hann vissi það og bað mig fyrirgefningar. Þarna sá ég Grétar gráta í fyrsta sinn.
Stundum þegar ég horfði á hana kynna og hún
byrjaði að fíflast þá fór um mig því ég vissi að mér
yrði strítt í skólanum. „Hættu þessu mamma,“
sagði ég stundum við sjónvarpstækið. En ég
svaraði þó alltaf fullum hálsi þegar einhver
krakkinn gerði athugasemd við það sem mamma
hafði sagt eða gert í miðri kynningu á næsta
dagskrárlið. Stundum lenti ég í slagsmálum út af
því sem mamma sagði í sjónvarpinu."
Skodinn valt
Hún segist muna mömmu sína sem úrræða-
góða og ákveðna konu sem ekkert hafi getað
slegið út af laginu.
„Eitt sinn vorum við á Skodanum hennar á
leiðinni út á land þar sem hún var að skemmta.
Ég lá sofandi í aftursætinu þegar mamma missti
stjórn á bflnurn og við lentum út af veginum og
bfllinn valt. Ég hrökk upp skelfingu lostin en
mamma var á augabragði búin að losa mig úr
beltinu og dró mig út úr bflnum og fór með mig
upp á veg þar sem hún húkkaði far fyrir okkur svo
hún næði í tíma á skemmtunina. Við fengum far
og hún lauk því sem hún ætlaði sér.“
Hún segist hafa farið að sækja skemmtistaði
14 ára. Vegna þess hve bráðþroska hún var hafi
reynst auðvelt að komast inn á staðina. Svo var
ekki verra að hún þekkti gjarnan dyraverðina en
þeirra á meðal var Grétar Sigurðarson, sem rak
öryggisþjónustuna Herra, og annaðist dyravarð-
arþjónustu fyrir nokkra skemmtistaði og tón-
leikahald.
„Ég var óstýrilátur unglingur og mamma og
Klara höfðu eðlilega áhyggjur af mér. Ég fór oft á
veitingahúsið Thomsen þar sem Grétar var
ilmvatn neðan mittis," segir Heiðveig og hlær.
Fyrir rúmum fimm vikum voru verkefnin í
traustri tilveru Heilveigar næg og ekkert benti til
þess sem beið handan við hornið. En klukkan
tifaði og lfldúndarmálið í Neskaupstað nálgaðist.
Litháinn Vaidas Jucevicius var um það bil að
verða miðpunktur í einu frægasta sakamáli á
íslandi.
Grétar uppstökkur
„Ég hafði einhverja ónotatilfinningu í magan-
um dagana í kringum 6. febrúar sem seinna kom
á daginn að var þegar Vaidas dó. Grétar var
uppstökkur og stressaður, svaf mjög lítið, og var
stöðugt á varðbergi. Þetta var ólflct honum því
hann er að öllu jöfnu rólyndismaður. Ég hugsaði
með mér hvað gæti verið að en reyndi síðan að
trúa því að þetta væri bara ímyndun mín."
Þegar fréttir bárust af því að lík Vaidasar hefði
fundist í höfninni í Neskaupstað krossbrá
Heiðveigu. Staðurinn stóð þeim nærri hjarta
enda Grétar alinn upp þar og þau höfðu
nokkrum sinnum farið saman í heimsókn
þangað.
„Grétar sagði mér að það væri hræðilegt að lík
hefði fundist í höfninni. En hann vildi sem
minnst um málið tala. Mér fannst það skrýtið af
því að atvikið gerðist í bænum hans. Hann virtist
vera taugaveiklaður en ég vissi þá ekki af hverju
enda var þá ekki komið á daginn að hann ætti í
þessu neinn þátt.“
Raflost Grétars
Heiðveig segir að þegar hún hugsi til baka til
þeirra tíma þegar Vaidas var á Islandi og háði
fengið raflost og verið lagður inn á spítala. Þetta
var um það bil sem Vaidas dó og hann, Tomas og
Jónas Ingi voru í örvæntingu að leita leiða til að
koma lfldnu fyrir. Ég spurði hvort ég mætti ekki
heimsækja hann á spítalann en hann eyddi því.
Þessa daga kom hann stundum heim og sagðist
þá vera í bæjarleyfi. Mér fannst þetta skrýtið og
spurði af hverju hann þyrfti að sofa á spítalanum.
Hann sagði að læknarnir vildu fylgjast með
ástandi hans eftir raflostið á meðan hann svæfi.
Enda kom seinna á daginn að hann fór aldrei á
spítala en hafði þess í stað verið meira og minna
á heimili Tomasar við Furugrund að stumra yfir
Vaidasi deyjandi og þess í milli dvalið á hóteli og
brugðist trausti mínu.“
OV sagði frá lífverði
Daginn eftir að Vaidas lést, laugardaginn 7.
febrúar, sagði Grétar Heiðveigu að hann væri
laus af sjúkrahúsinu, ætlaði að fara austur á
Neskaupstað og dvelja þar hjá móður sinni sér til
heilsubótar eftir raflostið.
„Hann kom heim frá Neskaupstað á valentín-
usardaginn og færði mér blómvönd. Hann
bókstaflega geislaði af ánægju og leit mjög vel út.
Mér létti enda vonaði ég að nú væri allt komið í
lag. En svo reið áfallið yfir þegar ég skrapp í
sjoppu daginn eftir og sá í DV að lífvörður væri
grunaður um aðild að málinu. Ég brotnaði niður
og fór að gráta. Þá fór púsluspilið að raðast
saman í huga mér og mér fannst málið
liggja ljóst fyrir. Ég hringdi í Grétar sem
var fjúkandi reiður og sagði að
einhver væri að reyna að klína á sig
morði. En þarna vissi ég að eitthvað
mikið væri að þótt ég vildi ekki trúa því
í fyrstu. Ég var í vinnunni og eftir að ég
las blaðið kom maður og bað um
klippingu. Ég klippti hann grátandi og
hugsaði með mér: „Aumingja maðurinn
að lenda undir skærunum hjá mér,“ e
klippingin tókst vel. Þrátt fyrir efa-
semdirnar reyndi ég að trúa því að
Grétar væri saklaus en þetta leit
hörmulega út. Það læddist smám
saman að mér sá grunur að mað-
urinn minn gæti hugsanlega átt
aðild að máli Vaidasar heitins."
Grétar handtekinn
Þann 20. febrúar var Grétar
handtekinn og hnepptur í
gæsluvarðhald. Guðmundur St.
Ragnarsson, þáverandi lög-
maður hans, hringdi í
Heiðveigu og færði henni
tíðindin varfærnislega. Hún var
að setja djúpnæringu í hár konu
og gat ekki lokið verkinu en fékk
starfsfélaga sinn til að taka við.
„Mér sortnaði fyrir augum við þessi tíðindi.
Ég var á barmi taugaáfalls þótt ég næði að halda
andlitinu. Vinnuveitandi minn hefur sýnt mér
skilning í öllu þessu máli og hún sagði mér að
fara heim. Móðir Grétars og fósturfaðir voru þá
komin til Reykjavíkur og ég fór til þeirra. Við
sátum þögul saman í nokkrar klukkustundir og
enginn vissi sitt rjúkandi ráð. Seinna þennan dag
fékk ég símtal frá lögreglunni
og var beðin að mæta í
yfirheyrslu. Lögreglan sýndi
mér þá tillitssemi að sækja
mig á ómerktum bfl. Ég var spurð í þaula og
menn höfðu mestan áhuga á 2. febrúar en ég
vissi ekkert um það hvað hefði gerst. Lögreglan
spurði út í raflostið og vildi vita allt um ferðir
hans.“
Dagana á eftir gisti Heiðveig hjá Klöru systur
sinni sem reyndi árangurslaust að fá handa
henni áfallahjálp vegna þess hve andleg heilsa
hennar var slæm. Meðal annars hafði Klara
samband við prest í Grafarvogi sem neitaði
kurteislega að hjálpa henni og bar við önnum. Á
endanum voru það starfskonur Kvennaathvarfs-
ins sem gáfu ráð til að mæta áfallinu. Næstu daga
fékk Heiðveig engar fréttir af Grétari aðrar en
stuttar kveðjur í gegnum lögfræðing hans, Ólaf
Ragnarsson. Hún segir að það hafi verið
grátbroslegt þegar hann hringdi og sagði virðu-
lega að hann ætti að bera henni kveðju. „Ég elska
þig Heiðveig," hafði lögfræðingurinn vandræða-
legur eftir Grétari. .
Einn daginn greip lögreglan til húsleitar á
heimili Grétars og Heiðveigar. Hún segist hafa
tekið á móti þeim kurteislega þegar þeir birtust
nokkrir með dómsúrskurð. „Ég sagði þeim bara
að fara úr skónum."
I'búðin var þaulskoðuð en með lögreglunni í
för var ffkniefnahundur. Heiðveig segir að það
hafi næstum því verið fyndið þegar hundurinn
kom inn og hafði meiri áhuga á að leika við
kettlinginn hennar en að sinna því sem honum
var ætlað.
„Ég varð að taka kettlinginn úr
umferð til að hundurinn væri ekki
óvirkur. En lögreglan fann auðvitað
engin fflcniefni. Grétar er AA-maður
og hefur hvorki notað áfengi né
vímuefni í sex ár.“
ing og heimsókn
Heiðveig vissi ekkert um
stöðu máls Grétars fyrr
en laugardaginn 28.
febrúar þegar hún
las hluta af
játningu hans í
Morgunblaðinu.
Daginn áður
hafði Amar
Jensson yfir-
lögregluþjónn,
sem stjórnaði
rannsókninni,
hringt í hana
óvænt og boðið
henni að hitta
Grétar.
„Þetta var
skömmu eftir hádegi á
föstudeginum og Amar
spurði hvort ég gæti
Grétar Sigurðarson Sagðisthafa
fengið raflost og vera á spitaia þegar
hann var að slumra yfir Vaidasi.