Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Page 15
DV Fréttir
LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 75
komið innan klukkustundar. Hann sagði að ég
mætti hitta Grétar gegn því að tala ekkert um
málið. Ég játti því og var mætt á tilsettum tíma til
ríkislögreglustjóra."
Heiðveig segir að í huga hennar hafi tekist á
kvíði og léttir þegar henni var vísað inn í
yfirheyrsluherbergið.
„Grétar stóð með krosslagðar hendur þegar ég
kom í dyrnar. Það var drungi í andliti hans og það
var eins og allar heimsins byrðar hvfldu á öxlum
hans. Þá vissi ég ekki að hann var nýbúinn að játa.
Hann horfði á mig og ég gekk hikandi til hans. Við
féllumst í faðma og hann sagði við mig: „Engillinn
minn, þetta verður allt í lagi. Þú verður að vera
sterk. Við fengum ekki að vera ein og Arnar og
annar lögreglumaður sátu yfir okkur. Ég spurði
Grétar hvað hann hefði eiginlega verið að hugsa.
Hann, svona heilsteyptur maður, væri að
eyðileggja sitt líf og gera mitt líf að hreinu helvíti.
Hann skalf allur og sagði dapur að hann vissi það
og bað mig fyrirgefningar. Þama sá ég Grétar gráta
í fyrsta sinn".
Eftir nokkra stund sagði Arnar að Grétar hefði
beðið um að ég fengi lögregluvernd. Ég var
undrandi og sagðist ekki skilja að neinn vildi mér
illt. Arnar sagði þá að þarna úti væm hættulegir
menn sem vildu okkur Grétari illt. Þar var hann að
vísa til rússnesk/litháískrar mafi'u sem Grétar
hafði í játningu sinni lýst. Amar sagði að málið
væri alvarlegt og annað hvort yrði ég að fara
austur á Neskaupstað með leynd eða fá
lögrégluvernd í Reykjavflc allan sólarhringinn.
„Eg vildi ekki brjóta upp mitt daglega líf og
valdi Reykjavík. Arnar sagði mér þá að þeir yrðu
þar eftir innan seilingar en vildu þó ekki láta mig
finna of mikið fyrir sér."
Þegar samverustundinni í yfirheyrsluherberg-
inu lauk fóm lögreglumennirnir með Grétar og
Heiöveigu í bflageymsluna þar sem þeim var leyft
að reykja. Heiðveig segir að alvara málsins hafi
tekið á sig
mynd þegar
handjámin
vom sett á
Grétar.
„Smellurinn, þegar handjámin læstust um
úlnliði Grétars, opnaði augu mín endanlega fyrir
því hvað var að gerast í h'fi okkar. Grétar
skammaðist sín þegar búið var að setja á hann
handjámin og hann togaði ermarnar yfir járnin til
að leyna þeim. Hann er fangi, var fýrsta hugsun
mín."
Áður en Heiðveig kvaddi Grétar fékk hún
farsímanúmer lögreglumanna sem hún átti að
hringja í ef eitthvað bæri út af. Til vara átti hún að
hringja í 112 ef veist yrði að henni.
„Þrátt fyrir að því hefði verið lýst að ég væri í
hættu var ég ekki hrædd. En þó varð eitt atvik
þegar ég varð dálítið óttaslegin. Ég var ein heima
þegar dyrasíminn hringdi óvænt. Mér brá og ég
hugsaði með mér hver þetta gæti verið. Þegar ég
tók upp dyrasímann svaraði enginn en ég heyrði
hurðaskell. Ég hljóp út að glugga og sá að maður
skaust inn í bflaleigubfl merktan ALP og ók í burtu.
Ég tók niður númerið og hringdi síðan í lögreglu-
mann sem annaðist vernd mína. Hann sagði
seinna að þeir gætu fullvissað mig um að þetta
yrði ekki vandamál."
Endurfundir
Fimm vikum eftir að Grétar var handtekinn
heyrði hún í fréttunum að hæstiréttur hefði
numið gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi og
hann væri laus úr haldi.
„Ég var að keyra og mér brá svo að ég stöðvaði
bflinn í miðri umferðinni. Grétar var að koma
heim og ég kveið því hvað endurfundir okkar
myndu hafa í för með sér. Á þeirri stundu ákvað
ég að reyna að fyrirgefa honum það sem gerst
hafði á undanförnum vikum og gefa sambandi
okkar tækifæri. Mér var ekki hlátur í huga þegar
hugsaði til þess að líf mitt væri orðið eins og í
lélegri glæpamynd. En óneitanlega hafði
atburðarásin verið frumleg. Ég var algjör auka-
persóna í þessum harmleik en samt lenti þetta á
lífi mínu með þeim ofurþunga að tilveran
snerist gjörsamlega á hvolf. Um tíma var
ég stopp en svo ók ég af stað
heimleiðis þar sem við
Grétar myndum
hittast eftir stutta
stund.
Ég sá út um gluggann þegar lögreglubfllinn
stöðvaði fyrir utan til að skila manninum mínum
aftur. Hugur minn var í uppnámi þegar ég opnaði
og Grétar stóð á stigapallinum. Hann var
beygður maður. Ég breiddi út
faðminn pg tók utan um
hann ákveðin í að
leggja mitt af
mörkum til að
byggja upp
samband
okkar að
Það var eins og Grétar væri feiminn við mig og
greinilegt var að samviskubitið nagaði hann. Ég
hafði kveikt á kertum í tilefni heimkomu hans og
við sátum saman tvö og töluðum fram á
nótt. Við fætur okkar skoppaði
ketdingurinn sem hafði heillað
ffkniefnahundinn.
Framtíðin
Heiðyeig segist engu
spá um framtíð þeirra
Grétars saman. Tím-
inn einn geti leitt
það í ljós hvort
sárin vegna
líkfundarmálsins
og þess trúnaðar-
brests sem varð
mifli þeirra eigi eftir
að gróa.
„Ég fyrirgef
Grétari en nú tek ég
bara einn dag í senn og
við sjáum hvað gerist."
rt@dv.is
fSmellurinn, þegar
var að gerast í lífí okkar.'
nyju
Heiðveig Þráinsdóttir Sambýlismaður
hennar lenti i fangelsi vegna
lifundarmálsins. Hún dróst inn i
atburðarásina og líður eins og
aukapersónu í lélegri glæpamynd.
DV-MYNDTEITUR