Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Síða 32
32 LAUCARDAGUR 27. MARS 2004 Sport DV ■A r l .?••• í SJÓNVARPINU Birmingham-Leeds Það er búið að bjarga Leeds United frá gjaldþroti og Mark Viduka segist elska félagið. Kraftaverkin gerast greinilega enn á Elland Road. Nú vantar bara að Alan Smith gangi í kirkjukórinn og segist vera frelsaður. Lau. Sýn 2 kl. 12.30 Ég vildi vera Charlie Cook Lífið er ekki bara handbolti hjá landsliðsþjálfaranum Guðmundi LIÐIÐ MITT Guðmundssyni. Hann er mikill fþróttaáhugamaður yfir höfuð og enski boltinn er þar ofarfega á lista. „Ég held með Chelsea og hef haldið með þeim síðan 1969," sagði Guðmundur. „Þeir voru mjög góðir á þeim tíma og ekki skemmdi fyrir hvað þeir voru í flottum búningum. Svo vom líka frábærir leikmenn í liðinu á þessum tíma. Þar má nefna leikmenn eins og Peter Osgood - alveg magnaður framherji. Bonetti var svo í rammanum og Charlie Cook lék svo á hægri kantinum sem var einmitt mín staða f fótboltanum. Ég vildi gjarna hafa verið Charlie Cook á þeim tíma," sagði Guðmundur og hló dátt er hann rifjaði upp tildrög þess að hann fór að halda með Chelsea. „Ég hef staðið með félaginu í gegnum þykkt og þunnt og aldrei gefist upp þó oft hafi gefið á bátinn hjá félaginu. Ég held ég hafi verið einn af mjög fáum sem hélt með liðinu á þessum ámm," sagði Guðmundur en hann gleðst yfir því að það séu betri tímar í vændum hjá félaginu. „Það er verulega ánægjulegt að sjá hvernig félagið hefur vaxið hægt og sígandi. Að mínu mati er þetta besta félagslið í heimi í dag," sagði Guð- mundur og hló dátt. Hann er hæfilega bjartsýnn fyrir seinni viðureign Chelsea og Arsenal í Meistara- deildinni. „Leikurinn leggst þokkalega í mig en jöfnunarmarkið hjá Pires á eftir að vega mjög þungt. 1-0 hefði verið fi'nt en 1-1 er erfitt mál. Annars gengur liðinu bölvan- lega að sigra Arsenal og andlegi þátturinn spilar eflaust þar inn í og svo er það líka í íþróttum að liðum hentar mis- vel að leika gegn hvort öðru og það hentar Chelsea ekki að leika , gegn Arse- í nal." Chelsea-Wolves Raneri var eins og klipptur úr Gaukshreiðrinu á blaðamanna- fundi fyrir leikinn gegn Arsenal. Kallinn er gjörsamlega búinn að missa það. Setur „vinnuhestinn" Crespo á miðjuna og sjálfan sig á milli stanganna. Lau. stöð 2 w.;5.00 Bolton-Newcastle Sunnudagsleikir em Samma Sopa ekki að skapi - þynnkan alls- ráðandi. Eftirleikurinn auðveldur og Bellamy ætlar að fagna með því að bróka Samma en kemst þá að þeirri skelíilegu straðreynd að hann gengur ekki í naríum. Sammi ber fyrir sig minnisleysi í málinu. Sun. Sýn kl. 13.00 Arsenal-Man. Utd Leðjuslagur á milli Fergie og Wenger myndi ekki einu sinni ná að toppa lætin og slagsmálin sem verða í þessum leik. Ef Gunners verða öruggir með sigur snemma má búast við því að Keane reyni að redda sér snemmbúnu sumarfríi. Vieira skyldi því passa hnéskeljarnar á sér þegar leiklukkan nálgast 90 mínúturnar. Sun. Sýn kl. is.oo Blackburn-Portsmouth Souness er nóg boðið. Það er allt farið í steypu hjá félaginu og nú er komið að stóra trompinu. Kallinn mætir ber að ofan í gamla tuddanum hans Glenn Roeder. Ef það gengur ekki upp hjá honum í fyrri hálfleik má fastlega búast við því að hann lími eitthvað af bringu- hárum á efri vörina í seinni. Everton-Middlesbrough „Böðullinn" Duncan Ferguson kyrkti þýska stálið Steffen Freund í síðasta leik. Hvað gerir hann gegn Danny „Slátrara" Mills? Missið ekki af bardaga aldarinnar. Dunc vs BOLTINN EFTIRVINNU Púllarinn Danny Murphy skorar grimmt á „heimavelli“ Með svipuför á bakinu Líflegt par Það eru engin vandamál í svefnherberginu hjá Danny Murphy og hinni iðilfögru Joanna Taylor. Hún greinir ítarlega frá einkalifinu i viðtali við timatitið Maxim. Ástæða þess að Danny Murphy hefur verið hálfgetulaus í leikjum Liverpool í vetur er fundin. Kærasta Murphys er með hann í svo ströngu prógrammi heima fýrir að engan skal undra þó Murphy greyið sé áttavilltur á vellinum. Unnusta Murphys er leikkonan Joanna Taylor en hún sló gegn í bresku sápunni Hollyoaks. Hún gerði sér lítið fyrir í vikunni og sagði ítarlega frá því hversu fjörugu kynlífi hún og Murphy lifa. Að sögn Taylors er stundað vaðandi S&M-kynlíf á þeirra heimili þar sem handjárn og svipur koma ítrekað við sögu. Ekki nægir það til að svala lostanum hjá parinu íjöruga' því þau eru alls óhrædd við að stunda kynlíf utanhúss. Erótískar myndir Táylor hefur einnig lýst því hvernig hún reynir að kveikja blossann hjá Murphy með því að senda honum myndir af henni í vafasömum stellingum sem hann síðan skoðar í rútunni er hann ferðast með félögum sínum í Liverpool-liðinu. Þetta ítarlega viðtal birtist í blaði er heitir Maxim en samkvæmt heimildum DV kemur Geiri á Maxim hvergi nálægt þeirri útgáfu. Viðtalið byijaði með látum er Taylor var spurð að því hvort þau notuðu handjárn í rúminu. „Ég fór í leið- angur um daginn í kynlífstækjabúð þar sem ég keypti handjárn og svipu með demöntum þannig að svarið við því er stórt já," sagði Taylor, sem hefur augljóslega „lítinn" áhuga á að deila einkalífinu með öðrum. Henni leiðist heldur ekki að gera sér dælt við Murphy í Bimmanum hans, sem er af dýrari gerðinni. Fjör í Bimmanum „Ég var einu sinni búin að fá mér nokkur kampavínsglös og þá fannst mér spennandi að fara út í bíl með Danny. Hæðin á Bimmanum hentar vel fyrir slíkar „æfingar". Svo munaði einu sinni litlu að við hefðum verið gripin glóðvolg í bakgarðinum hjá okkur en sem betur fer heyrðum við hliðið opnast í tíma enda var þetta mamma mín að koma í heimsókn. Svo eigum við líka flottar upptökugræjur og við eigum Háð undirfötum Taylor leggur sig augljóslega í líma við að halda sínum manni góðum og það er ekki komið að tómum nærfatakofanum hjá henni. „Ég er háð því að klæðast æsandi undirfötum og dressa mig oft upp fyrir Danny. Honum leiðist það heldur ekkert mikið." Engum sögum fer af viðbrögðum Murphys við þessum yfirlýsingum unnustu hans en ætla má að margir félaga hans séu grænir af öfund enda Joanna rétt yfir meðallagi hugguleg eins og sjá má á myndinni hér á síðunni. Beckham ekki boðið í brúðkaupið hjá Nistelrooy Ruud van Nistelrooy hefur ákveðið að bjóða David og Victoriu Beckham ekki í brúðkaup sitt í sumar þar sem hann vill ekki etja Beckham saman við Sir Alex Ferguson. Ferguson er eðli málsins samkvæmt boðið í brúðkaupið enda yfirmaður Nistelrooy og svo sýndi hann honum mikla biðlund áður en hann keypti hann frá PSV Eindhoven. Það má með sanni segja að það andi köldu á milli Beckham og Ferguson og hefur í raun löngu gert. Það endaði með því að Fergie seldi Beckham til Real Madrid. Þeir hafa ekki ræðst við síðar. Nistelrooy og Beckham eru perluvinir en Hollendingurinn óttast læti verði þeir báðir í brúðkaupinu. Hann hefur þegar hringt í Beckham og útskýrt fyrir honum af hverju honum og konu hans sé ekki boðið í brúðkaupið sem verður haldið í Hollandi. Ruud vill ekki að neitt skyggi á brúðkaupsdaginn sinn. Neyðarleg staða „Þetta er erfið og neyðarleg staða fyrir Ruud," sagði vinur hans. „Hann og unnusta hans eru góðir vinir Beckham-hjónanna en þau vilja engin læti í brúðkaupinu og hætta ekki á að eitthvað skyggi á daginn þeirra. Báðir eru þeir miklir fjölskyldumenn og urðu góðir vinir er Becks var hjá United. En Fergie er stjórinn og hefur staðið með honum lengi." Danny. Þetta verður algjör bomba. B-O-B-A, bomba. Man. City-Fulham City rúllaði upp United en tapaði gegn Leeds. Það verður að fara að setja skýrar línur í áfengisbönnin hjá félaginu. Leicester-Liverpool Leikmenn Leicester eyða púðrinu í að spyrja Danny Murphy að því hvar unnusta hans hafi fengið demanta- svipu. Stan Collymore hefur ekki gleymt gömlu félögum sínum í Liverpool og passar vel upp á unnustu Murphys á bílastæðinu. REMBINGURINN Eitt af því sem menn geta endalaust rifist um í - sambandi við enska boltann er hvort Sir Alex Ferguson eða Arsene Wenger sé betri knattspyrnu- stjóri. DV setti sig í samband við tvo valinkunna einstaklinga sem tengjast FH og Haukum og þar að auki heldur annar þeirra með Arsenal en hinn með Man. Utd. ssir tveir menn verða væntanlega seint sammála um nokkurn skap- aðan hlut. Wenger hefur vinninginn „Ég tel að það sé nú ekki mikill munur á þeim en eins og staðan er í dag hefur Wenger vinninginn," sagði FH-ingurinn og Arsenal- maðurinn Lúðvík Arnarson. „Það er eitthvað talað um að Fergiesé búinn að missa það en ég efast um það. Það sem er athyglisvert við Wenger er að hann hefur verið með mark- vissa uppbyggingu síðan 1999 og liðið hefur verið í stöðugri framför síðan. Það er gaman að sjá hvernig hann tekur á góðum leikmönnum og gerir þá betri. Hann virðist eiga mjög auðvelt með að vinna með mönnum og menn virðast ekki hafa neinn áhuga á að fara frá honum eftir að þeir eru komnir til hans. Þannig að hann er greinilega mjög fær því varamenn kvarta ekki einu sinni. Undir hans stjóm hefur félagið algjörlega breyst því áfengisvandamál em horfin en önnur og betri tekin við. Þetta er algjör maður." Wenger er bóla sem á eftir að springa Viggó Sigurðsson er á allt annarri línu en Lúðvík. „Ferguson er óviðjafnanlegur stjóri og það er enginn í sögunni sem líkist honum. Arsene Wenger er ekki með tærnar þar sem hann er ineð hælana. Hann nær aldrei sama árangri og Ferguson. Hann er á toppnum í dag en þetta er bara bóla sem á eftir að springa," sagði Viggó, sem hefur trú á því að kallinn komi til baka. „Það er glórulaust að tala um að Fergie sé útbrunninn því hann kemur alltaf til baka. Það er hans stíll að koma til baka. Svo er deildin alls ekki búin og hlutirnir breytast fljótt. Arsenal hefur ekki klikkað í vetur og það er spurning hvað gerist eftir að þeir hafa tapað um helgina? Þá byrjar hrunadans sem gæti endað með miklum látum. Þessu móti er alls ekki lokið," sagði Viggó léttur í bragði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.