Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 6

Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 6
42 AKRANES ur hann sig upp frá konu og tveimur börnum og fer til Ameríku til frekara náms. Þrátt fyrir sjálfsögð liðlegheit bæjarstjórnarinnar kostar þessi för hans mikið fé úr eigin vasa. Menn, sem þann veg skilja starf sitt, á að styðja og styrkja. Þeim peningum er vel varið. Þeir bera mikla og varanlega ávexti með samtíð og framtíð. Þeim mönnum á að lyfta, en dáðlausir menn mega detta. Allir eilt. 20.—23. maí er ákveðin atkvæða- greiðsla um Dansk-íslenzka sambands- lagasáttmálann, með því að Alþingi hef- ur nú þegar samþykkt að hann skuli falla úr gildi. Þá er svo ráð fyrir gert, að hinn 17. júní n. k. verði stofnsett lýðveldi á landi voru í stað konung- dæmisins. Án efa hafa allir íslendingar óskað og fagnað frelsi sem fyrst, þó vegna þessa sérstaka ástands væri einhver á- greiningur um hvenær skilnaðurinn skyldi ske, og lýðveldisyfirlýsingin taka gildi. Hvað sem skoðun okkar líður á því sem hér hefur verið greint, má enginn íslendingur láta undir höfuð leggjast að greiða atkvæði um þetta mikilvæga mál. Öll þjóðin verður að standa sem einn maður. Oft er þörf, en nú er nauðsyn. Augnlœknisferðalag. Ýmsir hafa vakið máls á því við mig, undanfarin ár, að æskilegt væri, að augnlæknir kæmi við hér á Akranesi og hefði hér viðdvöl, og nyti þetta byggð- arlag einnig góðs af ferðalögum augn- lækna, sem heilbrigðisstjórnin sér um. Undirrituðum hefur einnig verið þetta ljóst, og hefur vakið máls á því og leit- að undirtekta, en augnlæknir lét þá skoðun í ljós, að Akurnesingar ættu til- tölulega hægt með að leita læknis til Reykjavíkur, og hefur ekki orðið af framkvæmdum til þessa. Síðastliðinn vetur (í febrúar) ritaði ég landlækni um þetta efni og spurðist jafnframt fyrir um möguleika á því, að fá tannlækni til að koma hingað og dvelja hér eftir þörfum. í svari sínu kemst landlæknir m. a. þannig að orði: „--------Þó að Akurnesingar standi að vísu flestum landsmönnum utan Reykjavíkur og Akureyrar betur að vígi um að ná til augnlæknis, þætti mér vel mega koma til mála, að einn um- ferðaraugnlæknirinn hefði nokkurra daga viðdvöl einu sinni á ári á Akra- nesi, eins og á öðrum svipuðum stöðum. Mun ég hafa þetta í huga, er ferðaáætl- anir augnlæknanna verða samdar fyrir næsta sumar. ... Viðvíkjandi tannlækni er það að segja, að ríkið hefur til þessa ekki haft nein afskifti af tannlækninga- ferðum, enda eru tannlæknar enn svo fáir í hlutfalli við þörfina fyrir þá, að engin leið er að koma við neinni heild- arskipun í þessu efni Að hinu hefur ver- ið horfið, að reyna að stuðla að fjölgun tannlækna, og er innlend tannlækna- kennsla að hefjast. Fullyrða má, að úr tannlækningaþörf svo fjölmenns stað- ar, sem Akranes, verður ekki bætt svo að um muni, nema með því að tann- læknir setjist þar að. Eru þess dæmi, að kaupstaðir (ísafjörður, Siglufjörður) hafi gert ráðstafanir til að fá til sín tannlækna með því að semja við þá um ákveðin laun í sambandi við skólatann- lækningar.“ Samkvæmt þessu svari landlæknis má vænta þess, að augnlæknir komi hér við á þessu sumri, og geta Akurnes- ingar að sjálfsögðu fylgst með því, sem auglýst verður á sínum tíma um þess- ar ferðir. Akranesi 20. apríl 1944. Árni Árnason. Svo sem lesendur blaðsins muna, var í síðasta jólablaði rætt um vandkvæði Akurnesinga, út af því, að t. d. augn- læknir kæmi hér aldrei við í ferðum sínum um landið. Blaðið fagnar því, að úr þessu hefur nú verið bætt samkv. of- anritaðri tilkynningu. Það er vitanlega oft hér gamalt fólk og lasburða, sem sumpart getur ekki og sumpart dregur um of að taka sig upp í slíkar ferðir. Ómenning, sem verður að afleggjast. í seinni tíð er það orðin föst venja að hafa á bryggjum í sjávarþorpum ein- hver björgunartæki, svo sem bjarghringi og krókstjaka. Víða heyrir maður, að þessi nauðsynlegu tæki séu langt frá því friðhelg fyrir óvönduðum pörupilt- um, og jafnvel hálffullorðnum mönn- um. Þetta er skömm, sem verður að af- má, hvað sem það kostar. Hér í bænum er skýli, þar sem geymdur er björgunarbátur. Til ,þess þar sé allt til reiðu þegar til þarf að taka, er lykillinn geymdur í kassa á hurðinni fyrir innan glerrúðu. Er gert ráð fyrir, að allir telji þetta friðhelgan stað. Nú upp á síðkastið eru svo mikil brögð að því að rúðan sé brotin og farið inn í skýlið, að umsjónarmennirnir eru neyddir til að taka lykilinn alveg í burtu. Ef til þyrfti að taka í lífsnauð- syn, gæti þetta seinkað svo opnun skýl- isins, að tjón hlytist af. Það gæti orðið of löng leit að lykli eða tækjum til að brjóta upp húsið. Til hvers lifið þið, ungu menn, sem hagið ykkur svona? Eruð þið menn til að hera áhyrgð á hugsunarleysi ykkar eða kœruleysi ef til kœmi, Athugið það, ungu vinir. Ath. Það er ekki víst að þeir lesi þetta sem hér eru að verki. Munið því, að tala um þetta við alla unglinga í bænum. Það er ekki meira en . . . Stríðið hefur valdið miklum breyt- ingum á högum og háttum þjóðar vorr- ar. Verður hér aðeins fátt eitt gert að umtalsefni. Nú er alltítt að unglingar (allt að því börn) gangi með fjárfúlgur upp á vasann (og fari óvarlega með), sem allt fram að stríðinu var næsta fá- títt hjá efnuðustu mönnum á vorn mæli- kvarða. Nú er mjög algengt að heyra þessa eða þvílíkar setningar, þegar fólk er að afsaka fyrir öðrum, eða að telja sjálfum sér trú um, að hann sé enn á sporinu: Það er ekki meira en 10 kr. (eða hvað og hvað) áður. Þetta er sérstaklega skrifað í því augnamiði að vekja eftirtekt foreldra eða forráðamanna barna á þeim hætt- um sem í því geta falist. Að láta börn hafa ótakmörkuð fjárráð, þar sem þeim er jafnvel í sjálfsvald sett, hvernig þeim fjármunum er varið. Það er ákaflega heimskulegt, og áreiðanlega mjög hættulegt fyrir framtíð barnanna. Á síðastliðnu sumri kom drengur í búð eina í bænum til að kaupa ákveðinn hlut (hann var rétt ofan við fermingu). Þegar pilturinn fer að borga, tekur hann handfylli sína af rauðum seðlum upp úr vasa sínum, og réttir búðar- stúlkunni 100 kr. seðil. Því sem hann fær til baka, vöðlar hann ofan í sama vasann, án þess að telja það. Hann var í vinnufötum, og sennilega verið nýbú- inn að taka á móti kaupi sínu. Lítill drengur sem stóð þarna rétt hjá, segir við hann. Það hefur dottið hjá þér 5 kr. seðill á gólfið. Pilturinn ýtir fæti við seðlinum á gólfinu og segir kæruleysis- lega við drenginn, að hann megi eiga þetta, (kæruleysið og fyrirlitningin fyr- ir gjaldmiðlinum skein greinilega út úr talshættinum). Hann gat ekki lát- ið svo lítið að beygja sig eftir slíkum smámunum. Ekki heldur til að rétta drengnum sem góða gjöf. Þetta er, því miður, ekkert einsdæmi á voru landi nú. Þessi piltur var frá fátæku heimili, þar sem 5 kr. voru fyrir fáum árum álit- in miklir fjármunir, til þess að gera. Hér hefur verið bent á, að láta börn ekki hafa ofmikla peninga milli handa. En gefa hinir eldri fagurt eða óyggjandi fordæmi um meðferð fjár, Allar götur upp til ráðamanna þjóðfélagsins, bæj- arstjórna og Alþingis er eyðslan, bruðl- unarsemin og kæruleysið, komið út yf- ir öll skynsamleg takmörk. í þeim efn- um geta jafnvel börnin tekið sér í munn: Maður, líttu þér nær, liggur í götunni steinn. Gott fólk. Reynum í eigin lífi að hamla á móti því sem við teljum höm- unum óholt fyrir líf þeirra og framtíð. Það er bezti skólinn og öruggasta ráðið. Prentsmiðjan kaupir hreinar léreftstuskur.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.