Akranes - 01.04.1944, Síða 7
akranes
43
Húsmæðraskólar
Það mun liggja við borð, að stofnað-
ur verði húsmæðraskóli hér í þessum
landshluta og sennilega fremur tveir en
einn. Mun því ekki eiga illa við, að grein
uieð þessari fyrirsögn birtist í „Akra-
nesi“. Málefnið er líka svo þýðingar-
mikið, að full ástæða er til að ræða það
á opinberum vettvangi.
Krafa vorra ára er menntun, og er þá
einkum lögð áherzla á ýmislega fræðslu.
Fæðsla er líka nauðsyn nú orðið. Þekk-
ing er ekki aðeins góð eign, sem enginn
getur haft af oss, rænt eða stolið, held-
ur er hún nú á tímum orðin almenn
nauðsyn í baráttunni fyrir lífinu. Skól-
anir eiga að sjá um menntunina. Það
eru ekki allir á einu máli um, hvernig
þeim tekst það, en hitt orkar ekki tví-
niælis, að þeir eiga og verða að inna
það starf vel af hendi, ef þjóðinni á að
farnast vel og hún á að halda áfram að
vera menningarþjóð í réttum skilningi.
Skólarnir eru margskonar, þ. e. a. s.
það eu margar og ólíkar geinar, sem
hver skóli einkum leggur áherzlu á.
Húsmæðraskólar eiga að veita hús-
naæðraefnum nauðsynlega menntun.
Þeir eiga að kenna þá hluti, sem hver
húsmóðir þarf að kunna, og þeir eiga
uð vekja og glæða skilning og áhuga
nemenda sinna fyrir gildi og mikilvægi
húsmóðurstöðunnar. Húsmóðurstarfið
er margþætt og námsgreinar geta verið
niargar, en húsmæðraskólar verða, eins
°g allir aðrir, að leggja megin áherzluna
ú aðalatriðið, en aðalatriði þeirra er
uppeldið. Aðalhlutverk húsmæðrastétt-
arinnar er uppeldi barna þjóðarinnar,
°g það verður því meginatriði í mennt-
un húsmæðranna. Sé þess ekki gætt, og
Se því meira að segja sleppt að miklu
leyti, þá er nafnið húsmæðraskóli rang-
uefni. Slíkir skólar geta heitið kvenna-
skólar, sem bendir á, að þar sé lögð á-
herzla á fræðslu, sem einkum hentar
honum, eða matreiðsluskólar o. s. frv.,
eftir námsefninu. En er þá ástæða til að
stofna og starfrækja slíka skóla, hús-
mæðraskóla, handa konum, frekar en
samsvarandi skóla handa körlum? Þeir
ganga á ýmsa almenna og sérskóla, en
euga húsfeðraskóla.
Það er efalaust bæði gagn og nauð-
syn, að veita karlmönnum fræðslu í upp-
eldi, og skólar fyrir þroskaðri nemend-
ur ættu að gefa því atriði meiri gaum en
hingað til. En svo að litið sé á mennt-
un húsmæðra, sem hér um ræðir, þá
her að veita þeim góða fræðslu í- þessu
efni af þeirri einföldu ástæðu, að upp-
eidið hvílir að meira leyti á móður en
íoður. Eins og börnin eru hið dýrmæt-
asta, sem hver húsmóðir hefur undir
höndum, bæði frá sjónarmiið foreldra,
Þjóðfélagsins í heild og heilbrigðrar lífs-
skoðunar, þannig er uppeldi þeirra, og
þar með þjóðarinnar, eitt hið mikilvæg-
asta starf, sem framkvæmt er henni til
heilla. Manngildi hvers einstaklings fer
að verulegum hluta eftir uppeldinu.
Uppeldið er ef til vill allra mikilvæg-
ast á fyrstu árunum, en þá er það ein-
mitt einkum hlutverk móðurinnar. Þetta
uppeldi mistekst sorglega oft, og hver
getur með réttu álasað óreyndum og
fákunnandi mæðrum og húsmæðrum,
þótt svo fari, þegar þjóðfélagið hefir
vanrækt skyldu sína um tilsögn og
menntun í þessu mikilvæga efni. Þeg-
ar þar við bætist, að allt uppeldi er nú
orðið vandasamara en áður var í fá-
menninu, þá verður nauðsynin á
mæðrafræðslu enn þá brýnni og aug-
ljósari. Skólarnir hafa einnig mikið
hlutverk að inna af hendi, um uppeldi
barna, en því má ekki gleyma, að þegar
börnin eru orðin 6—7 ára, eru þau kom-
in af bezta uppeldisaldrinum.
Húsmæðraefni þjóðarinnar eiga að
hljóta þá menntun að þær geti fyrir
þær sakir skapað heimili, sem eru vist-
leg og aðlaðandi og hvíla hugann, þar
sem ríkir menning í umgengni og fram-
komu barnanna og þar sem börnunum
eru innrættar fagrar hugsanir og hin
göfuga og farsæla lífsskoðuh, grund-
völlur lífshamingju þeirra En geta kon-
urnar orðið þessu hlutverki vaxnar?
Þeir eru margir, sem fyr og síðar hafa
efazt um gildi kvennanna í mannfélag-
inu. Staða, virðing og réttur kvenna eru
mjög misjöfn með ýmsum þjóðum. Það
fer eftir menningu þeirra yfirleitt. Því
lægra sem menningarstig þjóðar er, því
nær sem hún stendur villimennsku, því
aumari er yfirleitt hlutur kvenna í þjóð-
félaginu og er jafnvel allt ofan í- það,
að þær séu ambáttir karlmannanna.
Sama hefur átt sér stað í ríkjum, þar
sem drottnað hefur siðleysi hnefarétt-
arins, sem svo er nefndur, en er í raun-
inni ranglega hugsað orð.
Með vaxandi menningu, sem það heiti
á skilið, fer karlmönnunum að skiljast,
að konurnar eru líka menn, sem eiga
rétt og kröfu á sömu hlutdeild og kjör-
um í lífinu og þeir sjálfir. Þetta auðsæja
mál hefur gengið furðu erfitt að skilja
og réttur kvenna hefur átt furðu erfitt
uppdráttar. Það er enda vafi á, að rétt-
ur og manngildi kvenna sé viðurkennt
og metið rétt með menningarþjóðum á
vorum menningardögum. Dæmi eru
nærtæk, líka meðal hinnar gáfuðu og
menntuðu íslenzku þjóðar, sem benda í
þá átt. Vér erum afkomendur forfeðra
vorra í ræðu og riti menntamanna, og
frá þeim höfum vér arfinn þegið. „Börn-
in eru forfeðurnir endurbornir“, sagði
einn menntamanna vorra ekki alls fyr-
ir löngu. Það er undarlegt fyrirbrigði í
erfðunum, að allur hlutur formæðranna
hefur horfið. Menntamenn ávarpa sam-
komu og útvarpshlustendur með orðun-
um „góðir hálsar“. Ávarp til kvenna
gæti verið kurteisara. Enn má nefna
það, að orðið maður virðist nú hafa
fengið merkinguna karlmaður í nútíð-
armáli voru. Loks má nefna það, sem
allir vita, að það eru ekki ýkjamörg ár
síðan fulltrúar þjóðarinnar deildu um
það á Alþingi í fullri alvöru, hvort kon-
ur hér á landi skyldu njóta sömu al-
mennu mannréttinda og karlmenn.
Hvers hafa menn þá orðið vísari um
hæfileika kvenna, borið saman við karl-
menn? Niðurstaða þeirra, sem fróðir
teljast í þeim efnum, er í stuttu máli
sú, að í öllum aðalatriðum sé ekki neinn
eðlismunur á hæfileikum karla og
kvenna. Sá munur, sem fljótt á litið
virðist vera, stafar af mismun á starfi
og þjálfun. Konur eru fyllilega hlut-
gengir aðilar í starfi hverrar þjóðar.
Merkur ithöfundur á að hafa mælt þessi
orð: „Þér, konur, sem hafið alið oss, þjer
verðið líka að hjálpá oss til þess að
bæta heiminn“. Aðalhlutverk menning-
arinnar er að bæta heiminn. En til þess
þarf fyrst og fremst að bæta mennina.
Verulegur þáttur þeirra umbóta er upp-
eldið. En það verður að vera nýtt upp-
eldi á réttum grundvelli, til þess að eigi
hendi sú hin mikla smán og gajldþrot
menningarinnar, sem nú dynur yfir
heiminn. Það má ekki einblína á þekk-
inguna og hagnaðinn, heldur verður að
meta að verðleikum öll þau andlegu
verðmæti, sem lífið hefur að bjóða og
skipa dyggðunum í það heiðurssæti,
sem þeim ber. Þá verður fyrst og fremst
að innræta börnum og æskulýð þá lífs-
skoðun, sem er fegurst og göfugust,
kristna trú. Það eru nú einmitt mæð-
urnar, sem eiga að byrja uppeldið á
þessum grundvelli. Þær eru hinn rétti
aðili og vel til þess fallnar fyrir margra
hluta sakir. Starf karlmanna er lífsbar-
áttan í þrengri merkingu, sem oft, því
miður, verður barátta allra gegn öllum
og lítt til þess fallin, að efla og þroska
manndyggðirnar. Starf kvenna og þá
einkum mæðra, er aftur á móti til þess
fallið, að þroska fórnfýsi, mannkærleik
og þau andlegu verðmæti yfirleitt, sem
mest er um vert í þessu sambandi. Kon-
ur eiga mikið og göfugt hlutverk, að
leggja grundvöllinn að menningu þjóð-
anna, nýrri og sannari menningu. Vér
verðum að vona, að íslenzkar húsmæð-
ur verði þessu hlutverki vaxnar á kom-
andi árum, og það er skylt, að veita
þeim nauðsynlega undirbúningsmennt-
un. Hana eiga húsmæðraskólar að veita
og þá má ekki gleyma stóra atriðinu, að
kenna þeim að ala börnin upp í krist-
inni lífsskoðun, gjöra þau kristin. Ann-
ars vantar þar sjálfa sálina og þá ættu
þeir skólar ekki skilið fagurt nafn.
Árni Árnason.