Akranes - 01.04.1944, Síða 14

Akranes - 01.04.1944, Síða 14
50 AKRANES rjúpur, kartöflur og fleiri vörur, og borgaði engu síður í peningum en vör- um, var það þá nokkuð óvanalegt, þótti að þessu mikið hagræði og jók peninga í umferð. Hann lagði áherzlu á fljót og greið skil. Vilhjálmur var óvenjulega reglusamur maður og með afbrigðum þrifinn, bæði með sjálfan sig og alla um- gengni utan húss og innan. Hann var eins og sumir segja „of þrifinn“. Ákaf- lega sparsamur og nýtinn á smátt og stórt. Það var hinn bezti „skóli“ að kom- ast í búð til hans, því að það komst eng- inn upp með það að fara ekki eftir þeim „reglum“, er hann setti hverjum og ein- um um starf sitt. Hann var í þessum efn- um alveg sérstakur maður, en margt fleira var gott um Vilhjálm. Þegar ekkert var að gera í búðinni, átti að nota tímann til að þurrka ryk, sópa eða prýða og koma öllu í röð og reglu. Allt varð að vera á sínum rétta stað. Skúffurnar í búðinni áttu alltaf að vera fullar af þeim vörum, er þar átti að afgreiða. Alla kassa varð að taka vel upp og snyrtilega, ekki að brjóta lokin eða týna þeim. í pakkhúsinu skyldi brjóta jafnóðum upp á poka, sem selt var úr, stinga þar ausunni niður á end- ann, hafa pokann hreinan og gólfið á- vallt sópað og hreint. Hirða alla spotta og vefja þá upp í hönk, rétta alla nagla, — þegar ekkert var að gera — og nota þá aftur. Búa til „kramarhús" undir ýmsar smávörur, sem var látið í þau, svo að varan væri til taks, þegar kaup- andinn kom. Sópa og þurrka af sí og æ, helzt oft á dag, ef hægt var að koma því við. Vilhjálmur leit vel eftir að þessum reglum og öðrum væri vel fylgt, það var ekki gott „að fara í kringum hann“ í þeim efnum. Viðskiptamannabók var í rauninni engin til, ef manni var lánað nokkurra króna virði, var það skrifað á ómerkilegt pappaspjald, sem ónýtt var til alls annars. En þetta spjald mátti líta vel út, þess vegna þurfti að skera eða klippa af því alla vankanta, — því oft má lítið laglega fara. — Þetta spjald var svo „höfuðbókin“ og hengt á nagla yfir „púltið“. Þegar svo skuldarinn greiddi, var þetta strikað út af spjaldinu með blákrít svo rækilega, að enginn gat les- ið það, sem á það hafði áður verið skrif- að. Yfir þessu sama púlti stóðu þessar setningar, vel skrifað og undirstrikað: „Ónotuð stund leið allmörg hjá, sem aldrei framar gagna má.“ Það var vísbending til piltanna um að nota tímann vel, því sú stund kæmi aldrei aftur, sem ekki væri þegar hag- nýtt. Ef skuldarinn kom í búðina daginn eftir án þess að borga strax er hann kom inn, var hann tafarlaust minntur á að hann skuldaði hégóma síðan í gær. Vilhjálmur var fyrsti maður, sem not- aði hér auglýsingar að marki. Hann fékk sérstakt leyfi hjá viðkomandi, til þess að mega „hengja“ þær upp á hjall, sem næst miðju þorpi. Þær voru venju- lega skrifaðar á hvítan pappa með blá- krít eða rauðkrít, voru þær oft nokkuð smellnar. Einu sinni kostaði 30 aura kexið ekki nema 25 aura. En það var stundum sagt, að ekki væri mikið eftir, þegar auglýst var með lægsta verðinu. Um og eftir aldamót munu verzlanir úti á landi ekki hafa gert mikið að því að auglýsa vörur sínar í blöðunum. Þetta hefur Vilhjálmur ekki talið til- gangslaust. Því svofellda auglýsingu má sjá frá honum í ísafold, 18. des. 1901: Vilhjálmur Þorvaldsson. „í verzlun Vilhjálms Þorvaldssonar á Akranesi verða rjúpur keyptar hæsta verði bæði í miðsvetrar- og marz póst- skip. Sama verzlun hefur birgðir af alls- konar nauðsynjavörum, einnig skotfær- um, ágætum saltfiski, harðfiski, stein- olíu 18 aura pottinn og minna, ef mikið er keypt í einu. Haustull alltaf tekinn á 40 aura pd. Smjör borgað hæsta verði. Hvergi jafngott að verzla á Akranesi.“ Vilhjálmur hafði oft uppboð á vörum úr búðinni, því- að hann „þoldi“ ekki að láta þær liggja lengi óseldar. Alltaf nýj- ar vörur og nýtt verð. í því sambandi átti Vilhjálmur að hafa kveðið, þó ekki væri vitað um að hann væri hagmæltur: Það skal vita þegn og frú, því ég yfirlýsi. Það er ekki þrotabú, það er öðruvísi. Það er áreiðanlega ekki ofsagt, að Vil- hjálmur hafi á þeim tíma óvenjulega vel skilið mátt og gildi auglýsinga, eða að vekja umtal og eftirtekt á verzlun sinni. Vilhjálmur mun vera fyrsti maður, er kom hingað með grammófón. Þótti það í fyrstu næsta nýstárlegt verkfæri. — Þetta tæki kom Vilhjálmur stundum með niður í búð, sérstaklega fyrir há- tíðir og spilaði og spilaði. Komu áreið- anlega fleiri en ella í búðina fyrir þetta tiltæki hans. En eins og áður er sagt, seldi Vil- hjálmur mjög ódýrt, og lagði mikla á- herzlu á að umsetja sem oftast á árinu fyrir sömu peningana. Á seinni árum Vilhjálms var verzlun yfirleitt hagstæð, og sjaldan eða aldrei munu flestar vörutegundir hafa komist lægra hér á landi. Mun síðar í þessum þætti verða gerð nokkur grein fyrir því. Vilhjálmur kom hér lítið við opinber mál, þó var hann nokkur ár í hrepps- nefnd. Ekki giftist hann meðan hann var hér, en „hélt hús“ alla tíð og hafði ráðskonu, Jónínu Þórðardóttur, sem enn er á lífi (1944). Ekki var hún síður þrif- in en Vilhjálmur, og var þó vart hægt að komast lengra. Þau áttu saman einn son, Árna að nafni, f. 9. 5. 1903, prúðan og góðan dreng, hann dó í Reykjavík 31. marz 1925. Af því sem hér hefur verið sagt, má marka þrifnað og reglusemi Vilhjálms. Það var honum engin uppgerð eða til að sýnast. Hann hélt sér alla æfi blátt áfram „til“ eins og oft er sagt, og hann hneykslaðist mikið á því, að menn gengju ekki sæmilega til fara og væru hreinir. Sérstaklega fannst honum það alls óviðeigandi af embættismönnum að ganga ekki vel til fara, og halda með því uppi virðingu sinni, ef það var ekki hægt á annan hátt. Hann var mjög hneykslaður yfir því að prestar væru ekki prúðbúnir hverju sinni. Það var eitt sinn, er prestar báru á góma, að sagt var við Vilhjálm, að sr. B. væri gáfaður og góður prestur. Þá segir Vilhjálmur: „Hann séra B. Hann séra B, sem gengur í Iðunnarfötum með brjósthlíf í Reykjavík.“ Hann fékk sér snemma fallegan klæð- ispels, fóðraðan með skinni og með hrokknum loðkraga. Vilhjálmur gekk um lóð sína oft á dag til þess að hirða allt rusl, sem fjúka kunni þangað. Þurfti oft að sópa stétt- ina, því þar mátti ekki vera ryk, hvað þá rusl. Sérstök rétt var fyrir hesta, og var hún líka hreinsuð svo oft sem þurfa þótti. Ef allir bæir hefðu marga slíka „þrifnaðaroddvita“ væri þar víða öðru- vísi um að litast en er í þessum efnum. Hafi nokkur efast um að Vilhjálmur væri góður drengur, tók hin dæmalausa umhyggja hans fyrir móður sinni af all- an efa í þeim efnum. Þar var heldur ekki hægt að komast lengra. Hún var hjá honum 13 síðustu ár æfinnar. Það eru engir ódrengir, sem muna mæður sínar. Vilhjálmur var um margt ein- kennilegur maður og ekki eins og fólk er flest. Hann var barngóður og talaði tæpitungu við þau, er þau komu í búð- ina til að verzla eða þegar þau voru að leikjum með „Adda“. Hann gerði þeim upp orðin og var oft gaman að heyra samtal þeirra. „Tú auming, ekki geta kaupt.“ Á þeim 16 árum, sem Vilhjálmur verzlaði hér, fór hann yfir 500 ferðir til

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.