Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 8
2 TlMARIT VPl 1960 Skýrsla um starfsemi VFÍ árið 1959 Flutt á aðalfundi 25. febrúar 1960 Á síðasta aðalfundi félagsins, hinn 25. febr. 1959, voru þessir kjörnir í stjórn félagsins: Aðalsteinn Guðjohnsen, sem gegnt hefur störfum rit- ara og Bragi Ólafsson, sem verið hefur gjaldkeri, en til vara var kjörinn Runólfur Þórðarson. Fyrir voru í stjóminni: Jón Á. Bjamasori, formaður Guttormur Þormar, meðstjórnandi Páll Ólafsson, varaformaður. Stjórnin hefur haldið 20 bókaða fundi á árinu, þar af einn sameiginlegan fund með stjórnum Arkitekta- félags Islands og Iðnfræðingafélags tslands. Til með- ferðar voru tekin 94 mál á fundum þessum. Síðar í skýrslu þessari mun verða minnst á nokkur þeirra mála, er stjórnin hafði til meðferðar. 1 byrjun starfsársins var félagatalan 270. 1 félagið gengu 14 nýir félagsmenn á árinu og er því félagatal- an nú 284. Hinir nýju féiagsmenn hafa allir nýlega lokið námi, og er skipting þeirra eftir sérgreinum þessi: Byggingaverkfræðingar 5 Efnaverkfræðingar 2 Rafmagnsverkfræðingar 4 Vélaverkfræðingur 1 Mælingaverkfræðingur 1 Piskiðnaðarfræðingur 1 Hinir nýju félagar eru þessir, taldir í þeirri röð, sem þeir voru teknir í félagið: 1) Theodór Diðriksson, byggingaverkfr. frá D.T.H. 2) Othar B. P. Hansson, B. Se. í fiskiðnaðarfræði frá University of Washington. 3) Björn B. Höskuldsson, byggingaverkfr. frá D.T.H. 4) Hannes Páll Sigurjónsson, bygg.verkfr. frá D.T.H. 5) Guðm. H. Guðmundsson, efnaverkfræðingur frá T.H., Hannover. 6) Helgi G. Þórðarson, vélaverkfræðingur frá D.T.H. 7) Indriði Helgi Einarsson, rafm.verkfr. frá D.T.H. 8) Þorvaldur Örn Sveinbjörnsson, B. Sc. rafm.verkfr. frá University of Delaware. 9) Sigmundur Guðbjarnarson, efnaverkfræðingur frá T.H., Miinchen. 10) Sigurbjörn Guðmundsson, byggingaverkfræðingur frá D.T.H. 11) Pétur Jökull Pálmason, byggingaverkfræðingur frá D.T.H. 12) Ólafur Árni Ásgeirsson, mælingaverkfræðingur frá háskólanum í Bonn. 13) Ingvar V. Ingvarsson, M. S., rafmagnsverkfræðing- ur frá I.I.T., Chicago. 14) Haraldur Sigurðsson, rafmagnsverkfræðingur frá T.H., Miinchen. Eftir sérgreinum flokkast félagsmenn þannig: Arkitektar 10 Byggingaverkfræðingar 97 þar af erlendis 7 Efnaverkfr. og efnafræðingar 51 — — — 5 Rafmagnsverkfræðingar 53 - — 3 Véla- og skipaverkfræðingar 51 — — — 7 Ýmsir verkfræðingar o. fl. 22 — — — 2 Samtals: 284 24 Eftirtaldar sérdeildir starfa nú innan félagsins og var fundartala þeirra, sem hér greinir: Byggingaverkfræðideild 3 fundir (4) (8) Rafmagnsverkfræðingadeild 4 — (6) (9) Vélaverkfræðingadeild 0 — (0) (2) Efnaverkfræðideild 6 — (1) (0) Stéttarfélag verkfræðinga 3 — (1) (4) Lífeyrissjóður verkfræðinga 1 — (1) (1) Samtals: 17 (13) (24) Af þessu yfirliti sést að fundum í BVFl hefur fækkað um 1 frá því á fyrra ári, í RVFt fækkað um 2 fundi frá fyrra ári, en aukningin stafar frá hinni nýstofn- uðu deild EVFl, er hækkar fundartöluna um 5 frá fyrra ári og S. V., er bætir við 2 fundum. Þetta þýðir, að frekar er um afturför að ræða hjá öllum deildum nema EVFl. Lífeyrissjóðurinn heldur að jafnaði aðeins einn fund árlega, þ. e. aðalfund. Við síðastliðin áramót nam skuldabréfaeign Lífeyris- sjóðs VFl kr. 7.662.111,58. Á árinu var 20 manns veitt lán samtals að upphæð kr. 2.134.000,00. Stjórn sjóðsins skipa nú: Rögnvaldur Þorláksson form. Skúli Guðmunds- son og Hinrik Guðmundsson kjörnir af sjóðsfélögum og Benedikt B. Sigurðsson og Gunnar B. Guðmundsson skip- aðir af stjórn VFl. Skrifstofa félagsins hefur starfað á sama hátt og undanfarin ár, undir ötulli forstöðu framkvæmdastjór- ans Hinriks Guðmundssonar. Hinrik mun í skýrslu sinni hér á eftir gera nánari grein fyrir starfseminni i heild. Haldnir voru 7 félagsfundir á árinu að skemmtifundi meðtöldum. Auk þess var efnt til spilakvölds hinn 22. nóv. s. 1. og tóku þátt í því 26 pör eða 52 manns. Að lokinni spilamennsku var stiginn dans og þótti skemmt- unin vel takast. Jólatrésfagnaður var í veitingahúsinu ,,LIDO“ hinn 30. desember fyrir böm félagsmanna, og var sú skemmtun vel sótt. Fundarefni félagsfunda var sem hér segir: 1. fundur: Hinn 27.2. 1959 var aðalfundur félagsins. 2. — Hinn 18.3. 1959, þar flutti próf. Þorbjörn Sigurgeirsson erindi um vetniskjarna er hann nefndi „Aflgjafa framtíðarinnar".

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.