Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 33
TlMARIT VFl 1960
27
HEIMILDARRIT
Dietrich, G., 1957: „Schichtung und Zirkulation der
Irminger-See im Juni 1955". Ber. Dt. Wiss. Komm.
Meeresforsch. 14.
Krauss, W. 1958: „Temperatur, Salzgehalt und Dichte
an der Oberfláche des Atlantischen Ozeans". Wiss.
Ergeb. d. Dt. Atl. Expd. „Meteor" 1925—1927, 5.
Krabbe, Th., og Sæmundsson, Bjarni, 1929: „Nokkrar
athuganir um áhrif tréætu á bryggju í Hafnarfirði
1928—1929". Tímarit VFl, 14. árg. bl. 41—48.
Smed, J. 1943: „Annual and Seasonal Variations in the
Salinity of the North Atlantic Surface Water".
Rapp. et Proc. Verb. 112.
Sæmundsson, Bjarni, 1943: „Sjórinn og Sævarbúar",
Reykjavík.
M DAGINN OG VEGINN
Flutt í Ríkisútvarpið 27. júní 1960.
Fyrir nokkru var þess getið í fréttum, að Geodætisk
Institut í Kaupmannahöfn, þ. e. Landmælingastofnun
danska ríkisins, vildi losna við landmælingar Islands og
kortagerð. Má af því ráða, að við Islendingar höfum
verið full sinnulitlir um þessi mál, og ýmsir hafa vafa-
laust hugsað, að við ættum enga menn, sem færir væru
um að taka að sér verkið. Því er þó ekki þannig varið.
Landmælingar Islands hafa lengst af verið aukastarf
fyrrverandi vegamálastjóra og í rauninni aðeins nokk-
urs konar útibú frá Landmælingastofnun Dana. Hins
vegar hafa landmælingar á vegum Islendinga sjálfra
farið fram hjá ýmsum opinberum aðilum, án þess að
nokkurt heildarskipulag væri á þeirri starfsemi. Má þar
nefna Raforkumálaskrifstofuna, Vegamálaskrifstofuna,
Vita- og hafnamálaskrifstofuna, Landnámsstjóra, Skipu-
lagsstjóra ríkisins og Reykjavíkurbæ auk Landmælinga
Islands.
Við eigum 6 landmælingaverkfræðinga með fullkomn-
ustu menntun, á bezta aldri, 26—45 ára, en það hefur
enginn þeirra ráðizt til starfa hjá Landmælingum Is-
lands. Einn þeirra sexmenninganna er raunar nýlega
fluttur búferlum erlendis eftir að hafa í 5—6 ár reynt að
skapa fjölskyldu sinni viðunandi lífskjör hér á landi, og
annar hefur sagt upp starfi i sama tilgangi. Og nú
spyrja menn vafalaust, hvernig á þessu standi?
Orsakirnar eru aðallega tvæi'. Hin fyrri er sú, að laun
verkfræðinga eru langt fyrir neðan nauðsynleg þurfta-
laun þeirra og aðeins helmingur þess, sem þeim stendur
til boða erlendis. Hin síðari er vandamál, sem verkfræð-
ingar rekast víða á hérlendis og sætta sig mjög illa við,
en það er að lúta stjórn vankunnandi manna á sínu eigin
sérfræðisviði.
Engum heilvita manni myndi í dag detta í hug að
setja heilbrigðismál og sjúkraþjónustu undir stjórn
grasalækna eða hómapata, sem réðu síðan eftir atvik-
um lærða lækna sér til aðstoðar. Ég efast ekki um, að
grasalæknum og hómapötum myndi finnast þessi skipan
ágæt, en hún væri algerlega óviðunandi fyrir alla aðra
landsmenn og alveg furðulegt fyrirbrigði. En þetta er
nákvæm hliðstæða þess, sem víða blasir við í tæknimál-
um þjóðarinnar og sem verkfræðingar verða sífellt að
glíma við með misjöfnum árangri. Oft hafa verkfræðing-
ar farið úr störfum af þessum sökum, t. d. tveir bæjar-
verkfræðingar á Akureyri á s. 1. þremur árum, hinn
síðari um þessar mundir og mun hann flytjast erlendis
til starfa. En Akureyringar fá vafalaust að vera bæjar-
verkfræðingslausir fyrst um sinn, því sporin hræða og
ólíklegt, að aðrir eða nýir verkfræðingar muni vilja eiga
örlög sín undir sömu mönnum. Það er ekki skemmtilegt
fyrir sérfróða menn að hafa vankunnandi yfirmenn, sem
nóg þykjast kunna og allt betur vita, og fá það á til-
finninguna að vera eins og vönduð fjölfræðabók í hönd-
unum á litt læsum mönnum, sem síðan kenna bókinni
um, þegar þeir geta ekki lesið. Þetta ætti að vera alveg
ljóst og nóg um það. En svo aftur sé vikið að Land-
mælingum Islands, þá virðist vera sýnileg þörf á að
taka þær strax til gagngerðrar endurskipulagningar,
setja þær undir yfirstjórn sérfróðs manns, sem jafnframt
væri hægt að hugsa sér að gegndi dósents- eða prófessors-
embætt í landmælingum við Háskóla Islands.
Byggingaframkvæmdir eru nú í fullum gangi eins
og undanfarin sumur. Ýmsir hafa vafalaust búizt við, að
hinii' háu vextir myndu strax draga úr byggingafram-
kvæmdum, en svo virðist ekki hafa orðið enn sem komið
er. E. t. v. eru þeir, sem byrjaðir voru á framkvæmdum
fyrir vaxtahækkun, að keppast við að ljúka sem mestu,
áður en kauphækkanir fylgja í kjölfar hækkandi verð-
lags. Húsaleigan mun þá væntanlega hækka líka með
hækkuðum byggingarkostnaði, enda þótt hún sé ærið
há fýrir.
Það er staðreynd, að Islendingar greiða um tvöfalt
meira íyrir húsnæði sitt en nauðsynlegt ætti að vera,
þeir eyða að jafnaði tveggja vikna launum í húsnæðis-
kostnað á mánuði á móti einnar viku launum annars
staðar meðal menningarþjóða, sem er almennt viður-
kennt að sé eðlilegt, enda þótt dæmi séu um enn minni
greiðslur hjá þeim, sem iengst eru á veg komnir, t. d.
5 daglaun í Svíþjóð. Ástæðurnar fyrir þessu eru aðal-
lega skortur á tæknilegum undirbúningi bygginganna
og skortur á tækni og skipulagi við framkvæmdirnar.
Húsin verða þeim mun ódýrari og betri sem þau eru
betur undirbúin af sérfræðingum, áður en framkvæmdir
hefjast. Kemur þar hvort tveggja til, vinna arkítekta og
veikfræðinga, sem skila margföldum hagnaði fyrir hús-
byggjandann í lækkuðum byggingai'kostnaði. Ég hef und-
ir höndum nákvæmlega sundurliðað kostnaðarverð á
byggingu eins vandaðasta íbúðarhúss í nágrenni Reykja-
víkur með fullkomnasta frágangi á öllum hlutum, sem var
byggt fyrir 2/3 venjulegs verðs íbúðarhúss. Arkítekt
skipulagði og teiknaði húsið í öllum smáatriðum en verk-
fræðingur teiknaði járn, hitakerfi, rafmagn og aðrar
leiðslur og stjórnaði framkvæmdum. Byggingarkostnað-
urinn lækkaði frá því sem venjulegt er um sexfalda þókn-