Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 16
10
TlMARIT VPI 1960
Þróun rannsókna og tilrauna á íslandi
á árunum 1950—1960
Eftir Steingrím Hermannsson, verkfræðing
Erindi flutt á fundi verkfræðinga og iðnrekenda 27. april 1960.
Tcekniþróun siðustu ára.
Á árunum frá síðustu heimsstyrjöld má segja, að
orðið hafi i heiminum bylting á sviði vísinda og tækni.
Kjarnorkan hefur haldið innreið sína og opnað mann-
kyninu næstum því óþrjótandi orkulind. Heilar verksmiðj-
ur og framleiðslugreinar hafa orðið sjálfvirkar undir
stjórn heilavéla, sem áætla og skipuleggja með hinni
ótrúlegustu nákvæmni og hraða. Á hverju ári kemur á
markaðinn mikill fjöldi nýjunga og stöðugt eru gerðar
endurbætur á því, sem í notkun er. Hraði þessarar ný-
sköpunar fer stöðugt vaxandi. 1 Bandaríkjunum er t. d.
sagt, að um helmingur alls vinnandi fólks starfi í dag
við framleiðslu, sem var óþekkt fyrir 50 árum, en því
er spáð, að hraði þróunarinnar muni enn aukast svo
mjög, að eftir aðeins 25 ár muni aftur helmingur alls
starfandi fólks í Bandaríkjunum þá vinna við fram-
leiðslu, sem er óþekkt í dag.
Sköpunartími nýrra uppfinninga hefur verið styttur
stórlega. Á síðustu öld tók það merkar uppgötvanir ára-
tugi að veiða að raunveruleika. Nú tekur slíkt aðeins
örfá ár.
Margir gera sér ekki fulla grein fyrir þeirri breyt-
ingu, sem orðið hefur, og þó er hún allt í kringum okk-
ur. Lífsskilyrði eru nú allt önnur en á dögum feðra okk-
ar. Flutningstæki hafa gjörbreytzt og heimurinn orðinn
lítill. Nú er ekki lengur rætt um styrjaldir í návígi,
heldur um tortimingu heilla þjóða.
Þjóðarframleiðslan og tæknin.
Við nánari athugun kemur í Ijós, að þessi stórkost-
lega aukni hraði þróunarinnar á ekki sizt rætur sínar
að rekja til þess, hve mikil áherzla hefur verið lögð
á auknar rannsóknir og tilraunastarfsemi til sköpunar
nýrrar þekkingar og tækni. Hvers vegna hefur slíkt
kapp verið lagt á tækniþróun?
Það hefur lengi verið nokkuð almenn kenning, að
þjóðarframleiðslan ykist nokkurn veginn í hlutfalli við
fjármunamyndun í landinu. Þessi regla hefur lengi ráðið
þeirri fjárfestingarstefnu, sem rekin hefur verið í mörg-
um löndum. Reynt hefur verið að auka þjóðartekjurnar
fyrst og fremst með aukinni fjárfestingu. Árangurinn
hefur þó alls ekki orðið sá sem vænta mátti. Mikil
fjárfesting hefur ekki leitt til þeirrar aukningar í þjóð-
arframleiðslu, sem vænzt var. Þetta hafa nákvæmar
athuganir leitt í Ijós, t. d. á Norðurlöndum, og allt
bendir til þess að svo sé hér á landi einnig, og fjár-
festingin jafnvel enn óarðbærari en þar.
Að ofangreindri reynslu fenginni er ekki að furða,
að ýmsir hagfræðingar hafa undanfarin ár spreytt sig
á því að kanna, hvaða þættir það séu í þjóðarbúskapn-
um, sem fyrst og fremst stuðli að aukinni þjóðai-
framleiðslu. Mjög ítarleg og athyglisverð athugun var
nýlega gerð af norska hagfræðingnum Odd Aukrust*
á þjóðarframleiðslu Norðmanna. Hann kemst að þeirri
niðurstöðu, að auknar þjóðartekjur megi fyrst og fremst
rekja til breytinga á vinnuafli, fjármagni og skipulagi,
sem sumir hafa viljað kalla tækni eða hinn mannlega
þátt. Hann leitast við að meta áhrif hvers þessara
atriða út af fyrir sig á þjóðarframleiðsluna og kemst
að eftirfarandi niðurstöðu:
1. Aukning raunverulegs fjármagns um einn af hundr-
aði mun, ef engin breyting verður i vinnuafli og
skipulagi, leiða til 0.2 af hundraði aukningar í
þjóðarframleiðslu.
2. Aukning vinnuafls um einn af hundraði mun, ef
fjármagn og skipulag helzt óbreytt, leiða til 0.76
af hundraði aukningar í þjóðarframleiðslu.
3. Ef fjármagn og vinnuafl helzt óbreytt mun þjóðar
framleiðslan aukast um 1.8 a.f hundraði á ári vegna
hins mannlega þáttar, þ. e. vegna bætts skipulags
og nýrrar tækni.
Allmargir aðrir hagfræðingar hafa gert svipaða at-
hugun og komizt að mjög áþekkri niðurstöðu. Þó að
áhrif hinna einstöku ati'iða hafi reynzt nokkuð breyti-
leg hjá mismunandi þjóðum, hafa áhrif skipulags og
tækni reynzt mikilvægust samkvæmt þessum athugun-
um.
Að þessu athuguðu er ekki að furða þó að stór-
þjóðirnar hafi þreytt kapphlaup um nýja vísindalega
þekkingu og tækni til aukningar á þjóðartekjum. Þjóð-
irnar eiga raunar ekki um nema tvennt að velja. Ann-
ars vegar að dragast aftur úr og lifa innan tiltölulega
fárra ára við lífsskilyrði, sem mundu teljast frum-
stæð á mælikvarða nágrannans. Hins vegar að skipu-
leggja og auka tækniþróun sína með það fyrir augum
að geta nýtt sem fyrst hvers konar nýjungar á sviði
framleiðslu og tækni til endurbóta fyrir þjóðarbúskap-
inn og lífsskilyrði öll.
Þessi þi'óun er raunar augljós í dag. Bandaríkjamenn
verja um það bil fimm sínnum meira i rannsóknir nú
en þeir gerðu fyrir átta árum og ekki er að efa, að átak
Sovétríkjanna á þessu sviði hefur verið sízt minna.
Sagt er, að visindamenn og verkfræðingar þar fái
næstum ótakmarkað fjármagn til rannsókna og til-
rauna. Evrópuþjóðirnar hafa gert sér grein fyrir þess-
* Sjá: Odd Aukrust, Investment and Economic
Growth, Productivity Measurement Review,
Nr. 16, Febr. 1959, útg. European Produc-
tivity Agency.