Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 12
6 TIMARIT VFl 1960 Óskað var álits VFl og voru eftirtaldir menn skipaðir í nefnd til þess að gefa umsögn um málið: Hallgrimur Björnsson, form. Baldur Líndal Björn Jóhannesson Haraldur Ásgeirsson Jakob Sigurðsson. Nefndin skilaði áliti í desember s. 1., og var það sent Atvinnumálanefnd ásamt bréfi, þar sem fram var tekið, að um málamiðlunartillögur væri að ræða, en í höfuðatriðum sé félagið sammála tillögum frá „Hagsmunafélagi náttúrufræðinga", m. a. um það, að meirihluti stjórnar rannsóknarmálastofnunar rík- isins, skuli tilnefndur af fulltrúum þeirra aðila, sem að rannsóknarmálum vinna, en ekki kosinn á Alþingi. k) Á stjórnarfundi 19/10. s. 1. var m. a. rætt um þókn- un fyrir ráðleggingar, matsgerðir, álitsgerðir o. f 1., sem ekki fellur undir gjaldskrár-ákvæði VFl. Skip- uð var þriggja manna nefnd til þess að athuga þetta mál og láta stjórninni í té álitsgerð um það. Nefnd- ina skipa: Jón E. Vestdal, formaður Gústaf E. Pálsson Sveinn S. Einarsson. l) Formanni barst bréf frá stjórn J. C. Möllers Fond, dags. 20/10. ’59, þar sem óskað var ábendingar VFl um gagnlegt verkefni fyrir Island og hæfan mann til að vinna að því, er til greina gæti komið að veita styrk þann til vísindarannsókna, sem úthluta á úr sjóðnum í lok þessa árs og er að upphæð d. kr. 10.000,00 eða samsvarandi upphæð i annari mynt. Ábending VFl skal komin til sjóðsstjórnarinnar fyrir vorið. Með bréfi dags. 14/1. var félagsmönnum tilkynnt um styrk þennan, og þeir, er áhuga hefðu, beðnir að tilkynna það skrifstofu VFl fyrir lok febrúar- mánaðar þ. á., og senda skriflega lýsingu á við- fangsefninu og tilgangi þess. m) I bréfi, dags. 26/1. ’60, frá Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna er vakin athygli á lögum um Öryggiseftir- lit ríkisins og öryggisráð. í Ennfremur voru lagðar fram reglur um öryggis- ráðstafanir við frystikerfi og við vinnu í frystihúsum. Eftirtaldir menn voru skipaðir í nefnd til þess að athuga reglurnar og athugasemdir í bréfi S. H.: Bragi Ólafsson, formaður Baldur Sveinsson Páll Lúðvíksson. n) Frá borgarstjóranum í Reykjavík barst bréf, dags. 10/2. ’60, ásamt frumvarpi að reglugerð um holræsi I Reykjavík o. fl. Óskað var umsagnar VFl um frumvarpið. Eftirtöldum mönnum var falið að at- huga frumvarpið og skila áliti: Geir Þorsteinsson, formaður Jón Bergsson Stefán Ólafsson. o) Rætt var um námsmannagjaldeyri í ljósi efnahags- ráðstafana ríkisstjórnarinnar. Ákveðið var að afla upplýsinga um Verkfræðideild Háskóla Islands og möguleika á fjölgun verkfræðinema þar. Ennfremur var samþykkt að afla upplýsinga hjá Menntamála- ráði um fyrirhugaðar breytingar á styrkjum ráðsins. Sem stendur dvelja 205 Islendingar við verkfræði- og tækninám erlendis. p) Rætt var um hugsanlegar greiðslur fyrir sérfræði- legar umsagnir eða álitsgerðir VFl í þágu hins op- inbera, á svipaðan hátt og t. d. Landssambandi iðn- aðarmanna eru greiddar árlega kr. 200.000,00 fyrir þvílíka starfsemi. Framkvæmdastjóra var falið að athuga þetta mál. Hér að framan hefur verið drepið lauslega á nokkur þýðingarmikil mál, er til afgreiðslu hafa verið hjá fé- laginu á síðasta starfsári. Ég vil ljúka máli mínu með því að þakka félagsmönn- um, meðstjórnendum og framkvæmdastjóra fyrir ágætt samstarf á starfsárinu. Sérstakar þakkir ber að færa þeim Guttormi Þormar og Páli Ólafssyni, sem nú ganga úr stjórninni. J. Á. B. Tilraunir í heyverkun Kftir Ásgeir Þorsteinsson, efnaverkfræðing Af nokkurri tilviljun fór ég að fást við einfaldar at- huganir á grasi og heyi siðla sumars 1958. Ég kom að þessum málum ókunnugur heyverkunar- fræðum, enda hafði ég ekki af þeim nein kynni í starfi mínu sem verkfræðingur. En mér lék hugur á að kynn- ast þessum undirstöðumálum íslenzks landbúnaðar, vegna starfs míns í Rannsóknaráði ríkisins. Heyverkun er, eins og kunnugt er, tvennskonar. þurr- heys- og votheysverkun. Þurrheysverkun má skipta í túnverkun og húsverkun,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.