Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 14
8
TlMARIT VFl 1960
En áður en 2 þeirra voru fullar, tókst mér að finna
efni, plastborinn bómullardúk, sem hægt var að sauma
úr vatnsheldan poka, er féll innan í hólkana.
Með þessum poka var síðan reynd fergjun með vatni,
35—50 sm djúpu í pokanum. Útbúnaður þessi sést á
mynd, einnig farg með vatnsfylltum tunnum, sem látn-
ar voru ofan á eina geymsluna yfir veturinn.
Það kom strax í ljós, sérstaklega i þeirri geymslunni
sem var yngst og hiti jókst örast í, að fargið stöðvaði
hita-aukninguna og hélt hitastiginu nokkuð stöðugu.
Þó var það komið yfir 40 "C. Tel ég öruggt, að ef fyrr
hefði verið fergjað með vatninu, hefði mátt stöðva hit-
ann í heyinu neðar og fá lægri gerjunarhita.
Þessar nefndu geymslur voru eingöngu reyndar með
það í huga, að þær gætu orðið hjálp í neyð, þegar vot-
viðri hindraði túnverkun yfir sláttinn að mestu leyti.
Þá þarf að vera hægt að grípa til ráða, án fyrirvara,
en slikt er mögulegt, ef hægt er að kaupa efnið í geymsl-
urnar í verzlun á næstu grösum.
Votheyið úr pappírsgeymslunum gafst kúm vel og
reyndist vel nothæft fóður, með um 0.6% smjörsýru.
Seinna tók ég upp tilraunir með votheysgerð í litlum
ílátum, stáltunnum, til þess að gera samanburð á íblönd-
unarefnum.
Það er alkunna hér á landi, að gera má gott vothey
án íblöndunarefna, ef grasið er fullsprottið, hirt í þurru
veðri, smáskorið og þjappað.
En gras, sem hirða þarf í vætutíð, óskorið, reynist
erfitt að verja fyrir smjörsýrugerlum, jafnvel þótt reynt
sé að fergja sem bezt.
Flest bú á Islandi eru of smá til þess að geta eignast
háa votheystuma og nauðsynleg tæki til grasskornings
og ílátningar í turnana.
Þessvegna verður að grípa til annarra ráða, og í þeim
efnum berast böndin að ýmsum efnum til íblöndunar í
grasið, svo sem maurasýru, maurasúru kalki (kofasalti),
natrium-metabisulfít o. fl. efnum.
En þessi efni eru ekki einhlít, því tryggja þarf, að
næg sykurefni séu fyrir hendi til mjólkursýrugerjunar.
Því til hjálpar er melassi ókjósanlegur.
1 tilraununum á Keldum 1959 notaði ég melassa ein-
an og blandaðan metabisulfíti, hvorttveggja með góðum
árangri, sem fyrr segir.
1 tilraun á sama stað 1960, var grasið mun rakaminna,
eða um 73%. Var þá notuð maurasýra og blanda af
maurasýru og metabisúlfíti, en ekki melassi. Útkoman
var þá öllu lakari, en í fyrra skiptið, og gæti melassinn
hafa átt þátt í betri útkomunni.
Það hefur ekki verið nægilega kannað hér, hver áhrif
melassi hefur á votheysgerðina við mismunandi eggja-
hvítumagn í grasinu, né blöndur úr honum með öðrum
efnum, sem eru líkleg til að halda niðri smjörsýrugerð.
En viðfangsefnið er að tryggja mjólkursýrugerðina, og
sporna við smjörsýrugerjun.
Efnakostnaðinn athugaði ég á s. 1. hausti.
Melassi kostar á tunnum í Rvík 1.85 kr. kg., eða
18.50 kr., ef notað er 10 kg. í smálest af grasi.
Maurasúrt kalk (kofasalt) 3.00 kr. kg., eða 7.50 kr„
ef notað er 2.5 kg. I smálest.
Maurasýra 14.35 kr. kg., eða 36.00 kr„ ef notað er
2.5 kg. í smálest.
Metabísúlfít 6.00 kr. kg„ eða 33.00 kr. í smálest af
grasi, ef notað er 5.5 kg.
Fyrr en örugg vitneskja fæst um nytsemi íblöndunar-
efna, er ekki hægt að gera bændum það gagn með
fræðslu, sem nauðsyn ber til að þeim hlotnist sem fyrst
í votheysgerð. Samræmdar tilraunir á að framkvæma
víða, I búnaðarskólum, tilraunastöðvum, og hjá einstaka
bændum, undir umsjá búnaðarráðunauta.
Síðan má skera upp herör fyrir bættri og aukinni vot-
heysgerð, unz sá árangur er fenginn, að hin svonefnda
Hvanneyrarveiki heyrist ekki nefnd oftar. En sá kvilli
ber vott lélegri verkun votheys og máske einnig þurr-
heys að einhverju leyti.
Til stuðnings tillögu minni hér að framan, vil ég fara
nokkrum orðum um tilraunir og útkomur þeirra hér á
landi og erlendis, um samhengið milli smjörsýrugerjunar
í votheyi annarsvegar, og raka, pH og hitastigs (fergj-
unar) hinsvegar. Það bregður máske nokkru ljósi á
vandamál votheysverkunarinnar, og þörfina fyrir sam-
ræmdum, víðtækum tilraunum í votheysgerð hér á landi.
Dr. Sigurður Pétursson segir frá tilraunum í votheys-
gerð 1942'). Úr háartöðu með 84% raka vann hann vot-
hey, með 5% maisíblöndun. Hiti varð mestur 22°C; pH
4.25 og hélzt nokkuð stöðugt. Heyið varð ágætt, en
smjörsýra talsverð.
Hér er um að ræða svo lágt hitastig, sem hefði með
tilliti til ph-gildisins átt að girða fyrir smjörsýrumynd-
un að mestu. En raki var mikill í grasinu.
Danskur fóðurfræðingur H. Land-Jensen hélt hér fyr-
irlestur í ágúst 1960. Um votheysgerð án íblöndunar
sagðist honum svo frá, að í grasi með 77.5% raka hefði
myndast 1% smjörsýra, í forþurrkuðu grasi með 67.7%
raka, 0.4% sýra, og forþurrkuðu með 57.9%, engin
smjörsýra.
Sýrugildið var í sömu röð 4.4, 4.6 og 4.9, eða yfirleitt
hærra en talið er að megi vera (4.20) til að girða fyrir
smjörsýru. En þó fannst engin smjörsýra við hæsta gild-
ið. Böndin berast aftur að rakaspursmálinu. 1 þessu til-
felli var lár raki I bezta votheyinu.
I nýkominni skýrslu Atvinnudeildar háskólans um á-
hrif fergjunar1') segir einnig frá tilraunum I votheysgerð.
1 gryfju á Hesti, sem beitt var 3000 kg/m2 hámarks-
fargi, komst hitinn i 28.1°C, en meðaltal 24.4°C. Var
talið að við þennan hita ætti smjörsýrumagn ekki að
vera mikið, en reyndist þó 0.53%, við pH 4.21 að meöal-
tali. Raki í grasinu var 74.02% að meðaltali.
Hér er pH og hitastig innan þeirra marka, sem ætti
að haida smjörsýrugerjun í skefjum, en raki rúmlega
meiri en í grasþurru efni (72%).
Höfundar taka það fram, að smjörsýrumagnið sé það
hátt, að votheyið uppfylli ekki þær kröfur, sem gerðar
eru um smjörsýruhámark víðast hvar á meginiandi
Evrópu.
1 tilraunum minum 1960 með votheysgerð í stáltunn-
um, var rakinn í grasinu 73%, pH 5.0, og engin smjör-
sýra. En ég notaði venjulega skammta af maurasýru
og maurasúru kalki til íblöndunar í tilraununum.
Síðari þáttur tilrauna minna var pressun á grasi og
athugun á því, sem við það vannst.
Sumarið 1959 var útveguð til framhaldsrannsókna not-
uð þorsklifrarpressa, þvermál snigils 4”, og var snigl-
inum breytt í það horf, að hæfa betur grasi. Ennfrem-
ur var pressunni breytt að ýmsu öðru leyti. Aflgjafinn
‘) S. P. Votheysgerð, 5. hefti TVFl 1943.
2) Rit landbúnaðardeildar, A flokkur nr. 13, Stefán Aðal-
steinsson, Stefán Jónsson op Pótur Gunnarsson, Álirif fergjun-
ar á vothey, 1960.