Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 22

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 22
16 TÍMARIT VFI 1960 hér til næsta sumars, en niðurstöður af þessari tilraun liggja ekki fyrir enn. Kjarnfræðanefnd hefur nú í athugun notkun geisla- virkra efna við ýmis viðfangsefni verkfræðilegs eðlis. Hefur framkvæmdastjóri nefndarinnar látið mér í té upplýsingar um það helzta, sem þar er um að ræða. 1 byggingaverkfræði má nefna gæðaathuganir á malbiki til gatnagerðar, athuganir á steinsteypu, rakamælingar á sandi og jarðvegi, mælingar á þéttleika jarðvegs, rennsl- ismælingar með íblöndun geislavirkra efna og athuganir á tilflutningi sands í sjó og vatnsföllum, t. d. í sambandi við hafnargerðir. 1 vélaverkfræði má nefna gæðaathug- anir í málmiðnaði, eyðingu á statiskri rafhleðslu, athug- anir á fúa í tré, t. d. skipum, og athuganir á rörum. 1 rafmagnsverkfræði má nefna athuganir á fúa í stólpum og staðsetningu á stíflu í rörum, og í efnaiðnaði má nefna athuganir á tilflutningi efnis í sementsbræðsluofni, at- huganir á vökvastreymi, mælingu á vökvahæð, möguleika á að fylgjast með áfyllingu á niðursuðudósir og annarri innpökkun, og athuganir á rörum. Eins og sést af þessari upptalningu, eru not geisla- virkra efna margvísleg, og eru þá ótalin þau not, sem hafa má af þeim í læknisfræði og landbúnaði. Er lík- legt, að notkun þeirra fari vaxandi á næstu árum hér á landi sem annars staðar. Annar þáttur i starfsemi Kjarnfræðanefndar hefur verið athugun á möguleikum á framleiðslu þungs vatns hér á landi með notkun jarðgufu sem orkugjafa. Hefur sú athugun að nokkru leyti farið fram innan Efnahags- samvinnustofnunar Evrópu, og hafa margar þjóðir tekið þátt í henni og sent sérfræðinga hingað. Eins og stendur Jiggja þessar athuganir að mestu leyti niðri, og valda þar miklu um óvissar markaðshorfur. Nú eru Bandaríkin og Noregur einu vestrænu löndin, sem framleiða þungt vatn i stórum stíl. 1 Bandaríkjunum eru tvær verksmiðj- ur, sem til samans geta framleitt 950 tonn af þungu vatni á ári. Vegna þess að ekki er þörf fyrir svo mikla framleiðslu nú, er aðeins önnur þeirra starfrækt og framleiðir 150 tonn/ái'i í stað 500, sem hún gæti fram- leitt. 1 Noregi eru framleidd um 20 tonn/ári. Erfitt er að spá fyrir um eftirspurn á þungu vatni, en með hlið- sjón af þeim kjarnorkuofnum, sem eru í gangi, í bygg- ingu eða fyrirhugaðir, fæst sú niðurstaða, að heildar- þörf V-Evrópu á næstu 6—8 árum er innan við 1000 tonn af þungu vatni. Með núverandi framleiðslu mundu Eandaríkin og Noregur framleiða 1000—1400 tonn á þessu tímabili. Um spár lengra fram í timann ríkir mikil óvissa og því einnig um framleiðsluhorfur á þungu vatni hér á landi. Þriðji höfuðþátturinn i starfsemi Kjarnfræðanefndar hefur verið fræðslustarfsemi um kjarnfræðamál. Hefur nefndin komið sér upp allgóðu safni bóka og tímarita um kjarnfræðileg og skyld efni, og er það til húsa á skrifstofu nefndarinnar að Laugavegi 105. Geta menn þar fengið lánað bæði bækur og tímarit. Einnig hefur nefnd- in umsjón með kjarnfræðabókasafni, sem Bandarikja- stjórn hefur gefið Háskóla Islands. Er það stórt safn, og bætist árlega mikið í það. Stór hluti þess er á míkró- spjöldum, en Háskólabókasafnið hefur fengið tæki til þess að lesa þau með. Þá hefur nefndin gengizt fyrir því að fá greinar samdar fyrir tímarit um kjarnfræðamál og séð um flutning fræðsluerinda í útvarp. Nýlega hefur verið tekinn upp sá háttur að efna til ritgerðasamkeppna meðal nemenda í menntaskólunum um eðlisfræðileg við- fangsefni og hefur þátttaka verið góð í þeim, t. d. bár- ust s. 1. vetur 11 ritgerðir frá nemendum. Einn liðui' í starfsemi Kjarnfræðanefndar hefur verið að stuðla að því, að íslenzkir sérfræðingar, aðallega á sviði læknisfræði, landbúnaðar og iðnaðar, fái tækifæri til að kynna sér notkun geislavirkra efna á námskeiðum erlendis. Undanfarin 2—3 ár hafa sex Islendingar sótt slik námskeið í Bandaríkjunum og Evrópu. Hér hefur verið drepið lauslega á nokkur helztu verk- efni, sem Kjarnfræðanefndin hefur látið sig skipta undan- farin ár. Að lokum er rétt að benda á, að nefndin hefur skrifstofu að Laugavegi 105, og þar geta menn aflað sér nánari upplýsinga um kjarnfræðamál. FRÁ FÉLAGSDÚMI Árið 1960, föstudaginn 22. janúar, var í Félagsdómi í málinu nr. 6/1959: Stéttarfélag verkfræðinga vegna Einars Fálssonar gegn Borgarstjóranum í Reykjavík f. h. Reykjavíkurbæjar: uppkveðinn svohljóðandi Dómur: Mál þetta er höfðað fyrir Félagsdómi með stefnu dags. 6. nóvember f. á. af Stéttarfélagi verkfræðinga vegna Einars Pálssonar, yfirverkfræðings, i Reykjavík gegn borgarstjóranum í Reykjavík f. h. Reykjavíkurbæjar. Gerir stefnandi þær dómskröfur, að stefnda verði dæmt skylt að greiða Einari Pálssyni, yfirverkfræðingi, 20% hærri laun en almennum verkfræðingi á sama starfs- aldri. Þá krefst stefnandi og málskostnaður úr hendi stefnda eftir mati dómsins. Stefndi krefst sýknun af kröfum stefnanda og máls- kostnaðar úr hendi hans eftir mati dómsins. Tildrög málsins og málavextir eru þessir: Hinn 15. júní 1957 gerði Stéttarfélag verkfræðinga kjarasamning við ýmsa vinnuveitendur, og gerðist Reykjavíkurbær aðili að honum hinn 11. júlí s. á.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.