Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 37

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 37
TÍMARIT VFl 1960 31 mundi starf hans á því sviði nœgja til þess að halda nafni hans á lofti um ókomin ár. Hann hefur átt sæti í stjórn VFl samtals um 17 ára skeið og verið formaður þess þrisvar. Hann hefur ennfremur verið í stjórn RVFl og formaður þess. Steingrímur er maður félags- lyndur og hefur sótt fundi félagsins frá öndverðu sem og fundi í RVFl flestum öðrum betur. Hann hefur verið áhugasamur um öll mál, er til framfara horfa og látið þau mjög til sín taka. Steingrimur Jónsson hefur unnið ötullega að hagsmunamálum félagsins, svo að starfa hans í þágu þess sem og brautryðjandastarfa hans á sviði rafmagnsmála á Islandi mun verða minnzt með þakklæti um langa framtið". Sem núverandi formanni VFl veitist mér sá heiður og sú sérstaka ánægja að afhenda þér heiðursfélaga- skjalið, sem hljóðar þannig: (sjá mynd) Að loknum lestri þess, sem á skjalinu stendur, af- henti Jakob Gíslason það heiðursfélaganum, sem í ræðu á eftir þakkaði þann sóma og vinsemd, sem VFl hefði sýnt sér. Heiðursfélagaskjalið er skrautritað í tveimur litum. Nafn félagsins, heiðursfélagans og orðið heiðursfélaga er í bláum lit en annað í svörtum. Skjalið er bundið inn í bláa skinnmöppu, sem ber sömu áletrun og fyrirsögn þessarar greinar. Það er að stærð svipað og opna í Tímariti VFl og er ritað á aðra síðu hennar. Ásgeir Júlíusson, teiknari, skrautritaði ávarpið. X1 crkfcocbiugafélag 3slauÖ5 ficfiu’ kjörvð yðut’ ÍÍCITCL rafxuagussijin’i, Gu?i5\ttsfóla0a síuu í uiáuclicuaiugai’íkyui {yi’it’ laagt og íu’illarikí bt’aufryájauóoííarf uio rafuœáiagu tauósau/orgcragu og siuðuiuq uiófiótóa vrrkU’gra og insiuóatcgra rmrafarauuiÍa og iramlag yÖar tiL íslcuzks tekui— og uísuiöamáLs. 'Reykjairib, ís.júní 1gOo. Um fyrstu ráðstefnu íslenzkra verkfræðinga Á árunum 1956—58 var Sveinn S. Einarsson formað- ur Verkfræðingafélags Islands. Hann skrifaði af tilefni 45 ára afmælis félagsins 1957 grein i Tímarit VFl, 4. hefti 1957, hugvekju um félagsstarfsemina, þar sem hann setti fyrst fram hugmynd sína um ráðstefnu íslenzkra verk- fræðinga. Síðar vakti hann máls á því á stjórnarfundi, hvort ekki væri rétt að efna til ráðstefnu meðal íslenzkra verkfræðinga um þýðingarmikil mál, sem þjóðin ætti við að glíma, og gera þeim þannig skil, að viðhorf verk- fræðinga til þeirra kæmu skýrt fram. Þessi hugmynd formanns fékk strax góðan hljómgrunn með öðrum stjórnarmönnum og þeim félagsmönnum, sem rætt var við um þessi mál. Þótti rétt að efna þá helzt til ráð- stefnu, þegar sérstök tilefni væru til, og láta viðfangs- efnin, hin tæknilegu vandamál þjóðarinnar á hverjum tíma, ráða, hvenær ráðstefna væri haldin. Varð það að ráði, að formaður reifaði málið á aðalfundi 20. febrúar 1958 og bar fram eftirfarandi tillögu: „Aðalfundur VFÍ haldinn 20. febrúar 1958 telur æski- legt, að félagið efni til ráðstefnu islenzkra verkfræð- inga á t. d. tveggja ára fresti. Þar verði tekin til umræðu tiltekin þýðingarmikil tæknileg vandamál í landinu og þau afgreidd þannig, að viðhorf verkfræðinga til þeirra komi skýrt fram. Felur fundurinn stjórn félagsins að skipa nefnd til nánari athugunar málsins og til þess að undirbúa fyrstu verkfræðingaráðstefnuna, ef tiltækilegt þykir“. Fundarmönnum leizt strax vel á þessa hugmynd og samþykktu tillöguna. Nokkru síðar skipaði stjórn félags- ins skv. framanskráðri aðalfundarsamþykkt eftirtalda menn i umrædda nefnd, og skipti hún sjálf með sér verkum: Steingrímur Jónsson, form., Jakob Gislason, varaform., Jón E. Vestdal, Sigurður Thoroddsen, Sveinn S. Einarsson.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.