Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 31

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 31
TIMARIT VFI 1960 25 8. niynd. Tækin, sem notuð voru til að taka sýnishornin. og merktar eru S-l, S-2 og S-3, voru gerðar til þess að finna hve örar seltusveiflurnar væru og ennfremur til þess að finna áhrif flóðs og fjöru, ef nokkur væru. Á þessum stað reyndust fallstraumaáhrifin litil, en þegar meðalseltan var lág var þó greinileg seltuaukning skömmu eftir háflóð og seltuminnkun nokkru effir fjöru. Seltubreytingar, sem virtust óháðar fallstraumum, voru hins vegar örar og stundum miklar yfir sólarhriginn. Þessara breytinga gætti einkanlega, þegar meðalseltan var lág. Dagana 22.—23. september var meðalseltan óvenju há og sólarhringssveiflan var þá 1.0%«. Dagana 5.—6. maí var meðalseltan um 34%„ og sólarhringssveiflan 1,4%. Dagana 24.—25. nóvember var meðalseltan rúm- lega 32$® og þá var sólarhringssveiflan 2,4$®. örasta breyfingin, sem kom fram, var 1,3$® á klst. Seltubreytingar sjávarins með auknu dýpi voru einu sinni mældar við Hælsvík, sem er nokkru vestan við aðalmælingastaðinn. Á 9. mynd eru þessar breytingar sýndar í 500 og 1000 m fjarlægð frá landi. 1 þetta sinn var yfirborðsseltan 33,3—33,5$® og þessi lága selta náði svo langt sem mælt var út frá strönd- inni. En þegar mælt var á mismunandi dýpi í 500 m fjarlægð frá landi, tók seltan hins vegar að hækka þeg- ar neðar dró og milli 15 og 25 m var hún komin yfir 34$®. 1 1000 m fjarlægð frá landi var seltan komin yfir 34%® í 10 m dýpi og yfir 35$® í 35 m dýpi. Er sú niðurstaða í samræmi við það, sem alþekkt er í úthaf- inu, að seltan helzt tiltölulega lág í efsta sjávarlaginu, en hækkar snögglega, þegar komið er niður á 20—30 m dýpi. DÝPI

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.