Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Síða 19

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Síða 19
TlMARIT VPI 1960 13 Línurit nr. 5. Fjöldi sérfræBinga við rannsóknir og tilraunir í nokkrum lönd- um fyrir liverja 100.000 íbúa og fjármagn til rannsókna fyrir livern sórfræðing. í Bretlandi um 36, i Holland um 15, í Noregi um 10 og Svíþjóð um 11. Annar þáttur, og ekki síður nauðsynlegur í rann- sóknum og tilraunum, er starfsfólkið, sem við þær vinnur. Árið 1957 reyndust 74 sérfræðingar starfandi við rannsóknir og tilraunir hér á landi. Þetta sam- svarar um það bil 42 sérfræðingum fyrir hverja hundr- að þúsund íbúa. 1 Noregi eru 71 sérfræðingur starf- andi fyrir hverja hundrað þúsund íbúa, í Bretlandi um 108 og í Bandaríkjunum um 170. Enn alvarlegra er þó hitt, að fjöldi aðstoðarmanna hér á landi fyrir hvern sér- fræðing reyndist aðeins vera um það bil y2 aðstoðar- maður, í Noregi um það bil 1 aðstoðarmaður fyrir hvern 1 sérfræðing og í Svíþjóð og Bandaríkjunum og Bretlandi um það bil 3 aðstoðarmenn fyrir hvern 1 sérfræðing. Þetta er mjög alvarlegt, því að aðeins með nægiiegum aðstoðarmannafjölda nýtist hinn verð- mæti starfskraftur sérfræðingsins. Loks kemur í ljós, að það fjármagn, sem sérfræðingurinn hefur úr að vinna, þ. e. a. s. kostnaður við rannsóknir fyrir hvern sérfræð- ing, er hér á landi um 8.300 dollarar, og er þá notað Línurit nr. G. Fjöldi aðstoðarmanna fyrir hvern sérfræðing. gengi 25.30. 1 Noregi er þetta um 10.000 dollarar, í Svíþjóð og Bretlandi um 16.000 dollarar og í Banda- ríkjunum um 33.000 dollarar. Þrátt fyrir tiltölulega mjög lág laun sérfræðinga hér á landi, eins og annarra háskólamenntaðra manna, hefur sérfræðingurinn langt- um minna fjármagni úr að spila en í öðrum löndum. Niðurstöður. Að þessum upplýsingum fengnum verður alls ekki um það deilt, að rannsókna- og tilraunastarfsemi hér er á lágu stigi, borið saman við aðrar þjóðir. Nú væri fróðlegt að athuga, hvort lítil rannsókna- og tilraunastarfsemi okkar hefur haft alvarlegar afleið- ingar i þjóðarbúskapnum. Nýlega var haldinn fundur hagfræðinga, þar sem því var skilyrðislaust haldið fram, að fjárfestingar okkar Islendinga hefðu nýtzt mjög illa undanfarin ár, eða með öðrum orðum, að þjóðarframleiðslan hefði ekki aukizt eins og vænta mátti af hinni miklu fjárfestingu. Getur nú verið, að lítil rannsókna- og tilraunastarfsemi hafi átt sinn þátt í lé- legri nýtingu fjárfestinga á Islandi? Þessu verður, að mínum dómi, skilyrðislaust að svara játandi. Vísa má í niðurstöður norska hagfræðingsins, sem ræddar voru hér að framan, en auk þess má finna fjöldamörg dæmi úr okkar eigin þjóðarbúskap um mikilvægi rannsókna. Ekki verður um það deilt, að fiskifræðingurinn, sem fer út á sjó og finnur fiskimið, sem veita tugi ef ekki hundruð milljóna króna í þjóðartekjur, hefur unnið vel fyrir sínu brauði. Sömuleiðis jarðvegsfræðingurinn, sem getur aukið tekjur bænda um milljónir með rannsókn- um og leiðbeiningum i sambandi við notkun áburðar, og búfjárfræðingurinn, sem hefur aukið fjölda lamba um allt að 50 af hundraði og stórbætt gærur og ull o. s. frv. 1 efnahagslífinu er þó auðveldara að finna átakanleg dæmi um skort á rannsóknum eða tæknilegu skipulagi með alvarlegum afleiðingum, en sem styrkja ekki síð- ui' þátt rannsókna- og tilraunastarfseminnar í auknum þjóðartekjum. Hér á landi er nú erlendur byggingasérfræðingur, Mr. Davison, frá tækniaðstoð Sameinuðu þjóðanna. 1 sambandi við dvöl hans er verið að gera allítarlega at- hugun á byggingarkostnaði og byggingarháttum hér á landi. Þessi athugun mun kynnt bráðlega, en niður- stöður sýna, að við Islendingar verjum um það bil 12 af hundraði af þjóðartekjum okkar til íbúðarbygginga. Finnar koma næstir með um það bil 7 af hundraði, en flestar þjóðir með töluvert minna. Sömuleiðis kostar meðalíbúð hér um það bil fimm sinnum meðalárslaun, en á Noiðurlöndum er þetta farið að nálgast þreföld meðalárslaun og hefur farið lækkandi og er enn lægra í Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum. Hér hafa engar rannsóknir verið skipulagðar til lækkunar byggingar- kostnaðar. Erlendis hafa stór átök átt sér stað á þessu sviði með rannsóknum og tilraunum. Fjárfestingin í fiskiðjuverum hefur aldrei verið skipu- lögð samkvæmt nákvæmri athugun. Flest fiskiðjuverin geta unnið úr hráefninu á fáeinum vikum eða jafnvel dögum. Nýting þeirra er því afar léleg. Við höfum jafnvel byggt tugmilljóna fyrirtæki án þess að nokkrar öruggar íannsóknir eða tilraunir lægju til grundvallar. Nýting sjávarafurða okkar er átakanlegt dæmi um lé- lega meðferð hráefnis, eins og rakið hefur verð i blöð- unum undanfarið. Þetta virðist stafa af þekkingarleysi, þar sem meira kapp er lagt á að vera aflakóngui' en að fullkomna nýtingu hráefnisins.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.