Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 24

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 24
18 TlMARIT VFI 1960 HELGI HERMANN EIRÍKSSON SJÖTUGUR (Helgi Hermann Eiríks- son, verkfræðingur, varð sjötugur 3. maí 1960. Af því tilefni héldu hinir mörgu vinir og velunnar- ar hans honum hóf að Hó- tel Borg laugardaginn 7. mai. Þar voru haldnar margar ræður, m. a. eftir- farandi, sem Jakob Gísla- son, formaður VFl, flutti, en hann sat hófið sem sérstakur fulltrúi félags- ins, — H. G.J. Herra veiziustjóri, kæra afmælisbam, góðir veizlugestir. Afmælisbarnið, heiðursgestur kvöldsins, Helgi Her- mann Eiríksson, hefur verið félagi í Verkfræðingafélagi Islands í 40 ár. Hann kom hingað heim árið 1920 með námuverkfræðingaprófi frá verkfræðiháskólanum i Glas- gow. Hann er eini íslenzki verkfræðingurinn með prófi í þeirri grein, enda litil þörf námuverkfræðinga hér á Islandi. Sá námurekstur, sem á dagskrá var hér á landi, þegar Helgi Hermann Eiríksson var við verkfræðinám og Helgi síðan stjómaði, hafði því miður ekki skilyrði til þess að verða langvinnur í landinu. Breytt markaðs- skilyrði og vísindalegar og tæknilegar nýjungar, er fram komu erlendis, urðu þess valdandi, að fjárhagslegur grundvöllur silfurbergsnámsins þvarr og sú starfsemi lagðist niður hér á landi. Helgi Hermann sneri sér þá að öðrum verkefnum, og hafa þeir, sem á undan mér hafa talað hér í kvöld, svo og aðrir á öðrum vettvangi, skýrt frá því, með hve miklum og góðum árangri hann hefur beitt sínum góðu gáfum, miklu hæfileikum og dugnaði að lausn þeirra mikilsvarðandi málefna, sem hann hefur beitt sér fyrii', og við þjóðfélagslega þýðingarmikil störf. Skal ég ekki endurtaka það, sem aðrir hafa sagt, með því að rekja þetta nánar. Þótt Helgi Hermann Eiríksson hyrfi nokkuð snemma frá hinum eiginlegu verkfræðistörfum, hefur hann alla tíð látið félagsllf verkfræðingastéttarinnar til sin taka og kollegarnir þar ekki látið hann sleppa við að taka á sig trúnaðarstörf og sinna ýmsum ábyrgðarmiklum fé- lagsstörfum. Alveg frá því fyrsta tók Helgi Hermann þróttmikinn þátt I umræðum á fundum og afgreiðslu mála, og er dálítið gaman I því sambandi að rifja upp fyrsta fund- inn, er Helgi Hermann sat I Verkfræðingafélaginu. Helga hafði verið veitt innganga I VFl á stjórnar- fundi 17. október 1920. Þá sátu I stjóm þeir Thorvald Krabbe, form., Geir Zoega, varaform., Guðm. Hliðdal, ritari og Paul Smith, gjaldkeri. Helgi var siðan boðinn velkominn I VFl á næsta fé- lagsfundi þar á eftir eins og siður er, en það var 61. fundur félagsins, haldinn 17. nóvember 1920 að Hótel Island og hófst kl. 19.00. Þetta var allmerkilegur fund- ur eins og sjá má I fundargerð. Þar segir m. a. svo: ,,Formaður setti fundinn og bauð gestina velkomna, en það voru þeir Pétur Jónsson, atvinnumálaráðherra, Guð- mundur Björnsson, landlæknir, Bjarni Jónsson frá Vogi, Klemenz Jónsson, fyrrv. landritari og Skatteboe, verk- fræðingur frá Kristianíu. Jón Magnússon, forsætisráð- herra og Eggert Claessen höfðu einnig verið boðnir á fundinn, en gátu ekki mætt. Steingrímur Jónsson, verk- fræðingur, flutti erindi um fossamálið. Hafði uppkast að erindinu áður verið sent bæði félagsmönnum og gestun- um. Fór svo fram venjulegt borðhald, en formaður bauð velkominn nýjan félagsmann, Helga Hermann Eiríksson, námaverkfræðing. Þvi næst hófust fjörugar umræður um fossamálið og tóku þátt I þeim: Bjarni Jónsson, Jón Þorláksson, Helgi Hermann og Klemenz Jónsson auk frummælanda. Þegar komið var miðnætti, var umræðum ekki lokið, og var þeim þá — eftir tillögu frá Jóni Is- leifssyni — frestað til framhaldsfundar, er haldinn skyldi að viku liðinni. Á fundinum mættu 15 félagsmenn". Framhaldsfundurinn var haldinn á sama stað 24. nóv. 1920 og voru þar enn tignir gestir, m. a. Jón Magnús- son, forsætisráðherra, og Pétur Jónsson, atvinnumála- ráðherra. Urðu aftur fjörugar umræður og komu fram tvær tillögur til fundarályktunar, önnur þeirra frá Helga Hermanni Eiríkssyni. Helgi lét þannig ekki á sér standa að taka þátt I fé- lagslífi og störfum Verkfræðingafélagsins. 1 stjórn Verkfræðingafélagsins var Helgi Hermann kosinn skömmu eftir að hann kom I félagið. Hann var lengi ritari félagsins og hefur aðeins einn maður annar verið það jafn lengi og hann. Helgí var fulltrúi okkar I samstarfsnefnd verkfræð- ingafélaga Norðurlanda. Hann hefur átt sæti I ýmsum nefndum, en ég ætla ekki að teygja tímann með þvi að rekja nánar starf Helga I félagsmálum okkar verkfræðinganna. Aðeins vil ég að lokum geta þess, að hann hefur síðasta ára- tuginn átt sæti í framkvæmdaráði húsnæðissjóðs, sem hefur haft það verkefni með höndum að afla Verkfræð- ingafélaginu eigin húsnæðis. Ég hef haft þá ánægju að starfa með Helga I húsráðinu ásamt fleiri góðum mönnum, undir formennsku Finnboga prófessors Þor- valdssonar, I húsráði hefur Helgi ekki legið á liði sínu fremur en annars staðar, og við getum nú fagnað því, að góðum áfanga er náð I þvi áhugamáli félagsins, þar sem það á nú stóra hæð I vönduðu húsi og hefur þar gott og skemmtilegt húsrými fyrir skrifstofu, stjórnar- og nefndarfundi o. fl. Nú við sjötugsafmæli þitt, Helgi Hermann Eiriksson, veitist mér sá heiður og sú ánægja að bera fram þakkir Verkfræðingafélags Islands til þín fyrir þin ágætu störf

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.