Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Síða 20

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Síða 20
14 TÍMARIT VPI 1960 Jlœtt skipulay ranusóknastarfseminnar. Að lokum vil ég aðeins rekja áætlanir, sem nú eru á döfinni til úrbóta og aukningar rannsóknastarfsem- innar. Undanfarið hefur starfað milliþinganefnd, sem meðal annars hefur það verkefni að endurskoða skipu- lag rannsókna og tilrauna í þágu atvinnuveganna. Að undangenginni athugun komst nefndin að þeirri niður- stöðu, að slík endurskipulagning væri nauðsynleg. 1 þetta hefur verið lögð mikil vinna. Gerð hafa verið mörg frumdrög að lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna og leitað hefur verið álita innanlands og er- lendis, einkum hjá Efnahagssamvinnustofnun Evrópu, sem hefur látið þessi mál mjög mikið til sín taka. Höfð hefur verið hliðstjón af skipulagi rannsókna í þeim löndum Evrópu, sem einna bezt þykja hafa ráðið þeim málum. Þar má fremst nefna Noreg og Holland. Meiri hluti nefndarinnar hefur nú nýlega gengið frá frum- varpi til laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, sem mun verða sent ríkisstjórninni einhvern næstu daga. t frumvarpi þessu er gert ráð fyrir fullkomlega end- urskipulögðu Rannsóknaráði ríkisins. 1 Rannsóknaráði verða 17 menn samkvæmt frumvarpinu. Sumum kann að finnast þetta nokkuð fjölmennt, en sú hefur orðið reynslan erlendis, að vel hefur tekizt að skapa sam- starf sem flestra aðila til myndunar heildarstefnu á sviði rannsóknamála. Til samanburðar er fróðlegt að líta á rannsóknaráð nokkurra annarra landa. 1 samsvarandi rannsóknaráðum í Noregi eru 98 manns, í Hollandi eru á annað hundrað manns í rannsóknaráðum og undirráð- um, í dönsku vísindaakademíunni eru 200 manns, í Sví- þjóð eru 4 eða 5 rannsóknaráð og öll fjölmenn. Hér eru þó aðeins taldir meðlimir yfirrannsóknaráða, en ekki fjöldamargra ráðgjafanefnda og stjórna einstakra stofn- ana, sem alls staðar eru fjölmennar. Þessi almennu rannsóknaráð, sem eiga fyrst og fremst að vera leiðandi og skapandi í rannsóknamálum hverrai- þjóðar, veiða svo fjölmennar sem raun ber vitni, vegna þess að leitazt er við að fá í þau fulltrúa sem flestra greina atvinnulífsins, vísindanna og í-íkisvaldsins. Hér er reynt að fylgja þeirri reglu, að hafa nokkurn veginn jafnmarga fulltrúa ríkisvaldsins, atvinnuveganna og framkvæmdalífsins og vísindanna. Gert er ráð fyrir því, að forsætisráðherra sé formaður rannsóknaráðs, eða ann- ar ráðherra, útnefndur af honum. Þetta tíðkast nokkuð erlendis meðal þjóða, sem nýlega hafa endurskipulagt í’annsóknastarfsemi sína, eins og t. d. í Frakklandi, Indlandi og Israel. Þá er gert ráð fyrir fimm alþingis- mönnum, fimm mönnum frá atvinnuvegunum og fram- kvæmdalífinu og sex raunvísindamönnum. 1 Rannsóknaráð ríkisins þurfa að veljast víðsýnir menn, sem eru viðurkenndir fyrir störf sin og njóta almenns trausts. Meðlimir ráðsins eru ekki fulltrúar þeirra aðila, sem þá útnefna, heldur fulltrúar atvinnuvega og vis- inda almennt. Æskilegt hefði verið að finna einn eða tvo hlutlausa aðila hér á landi, sem gætu útnefnt fulltrúa í Rannsóknaráð ríkisins. Slíkt tókst þó ekki. Þvi eru meðlimir ráðsins frá atvinnuvegunum og framkvæmda- lífinu útnefndir þannig: 1 af stjórn Búnaðarfélags Is- lands, 1 af stjórn Fiskifélags Islands, 1 af stjórn Iðnaðar- málastofnunar Islands, 1 af Landsbanka Islands, Seðla- bankanum, og einn af Raforkuráði og Raforkumálastjóra. Þrír raunvísindamenn eru útnefndir af Háskólaráði fyrir undirstöðui-annsóknir og þrír fyrir hagnýtar rannsóknir, sameiginlega af rannsóknastofnunum í þágu atvinnu- veganna. Of langt mál yrði að gera hér grein fyrir verksviði ráðsins. Það er rniklu víðtækara en nú er með Rann- sóknaráð ríkisins. Því er ætlað að marka heildarstefnu í rannsóknastarfsemi landsins, og segja má, að flest önn- ur ákvæði i verksviði þess stuðli að þessu meginhlut- verki. Ráðinu er ætlað að afla aukins fjármagns til rannsóknastarfseminnar, því er ætlað að stuðla að skjótri nýtingu nýjunga, nýrrar tækni og þekkingar meðal at- vinnuveganna og margt fleira mætti telja. I frumvarpinu er gert ráð fyrir fjórum rannsókna- stofnunum í þágu atvinnuveganna. Þær eru: Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, Rannsóknastofnun iðnaðar- ins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Rannsóknastofn- un sjávanitvegsins. Þessar stofnanir njóta verulegs sjálf- stæðis og er lögð áherzla á að skapa samstarf atvinnu- vegarins og ríkisvaldsins. Þetta er gert með því m.a. að veita atvinnuveginum mikla hlutdeild i stjórn stofnan- anna, sem yfirleitt samanstendur af þremur mönnum, tveimur frá atvinnuveginum og einum frá ríkisvaldinu. Ég mun ekki ræða um þessar stofnanir í einstökum at- riðum, en vil aðeins nefna Rannsóknastofnun iðnaðarins. Formaður stjórnar Rannsóknastofnunar iðnaðarins er útnefndur af iðnaðarmálaráðherra og annar af Félagi íslenzkra iðnrekenda og sá þi'iðji af Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra og annað starfslið, og er gert ráð fyrir því, að það sé ekki á launalögum rikisins. Verkefni stofnunarinnar er hvers konar rannsóknir og tilraunir til framgangs fyrir iðn- aðinn í landinu og leiðbeiningar og þjónustustarfsemi í því sambandi. Okkur, sem að skipulagningu þessara mála höfum unn- ið, dreymir vissulega alls ekki um það, að hér megi takast að byggja upp stórkostlega, vísindalega rann- sóknastofnun í þágu iðnaðarins. Til þess er iðnaðurinn of lítill og sérstaklega einstakar greinar hans. Aftur á móti er ég ekki sammála þeim, sem álíta, að fámenni iðnaðarins dæmi allar rannsóknir og tilraunir okkar úr leik. Þá mætti eins dæma okkur Islendinga ófæra um það að vera sjálfstæð þjóð sökum fámennis. Við verðum hér að annast ýmsar undirstöðuframkvæmdir, sem aðrar þjóðir myndu telja ófært svo fámennum hópi, Svipað er að segja um rannsóknir í þágu iðnaðarins. Við verðum að framkvæma. þær rannsóknir, sem nauðsynlegar eru, vegna sérstakra staðhátt og þjóðlífs hér. Nýtingu nátt- úruauðæfa okkar verðum við að rannsaka sjálfir. Stai'f- semi stofnunarinnar mun þó eflaust ávallt að verulegu leyti verða á sviði leiðbeininga og þjónustu í sambandi við tæknilegar nýjungar fyrir atvinnuvegi. En jafn- framt verður í því sambandi að framkvæma nauðsyn- legar rannsóknir til þess að laga erlendar nýjungar að íslenzkum staðháttum. Ég er sannfærður um það, að okkur ber að nota ekki lægri hundraðshluta af söluverð- mæti til rannsókna en aðrar menningai’þjóðir gera. Jafn- vel svo mundi rannsóknastarfsemin kallast engin á mæli- kvarða stórþjóðanna. Bandaríkjamenn telja sig t. d. verja nú yfir 12 milljörðum dollara til rannsókna. 1 þessu sam- bandi er jafnframt nauðsynlegt að hafa í huga skil- greiningu hugtaksins ,,rannsóknir“. Hinar hávísindaleg- ustu rannsóknir, sem Sviai' tala um í sínum athugunum, verða eflaust litlar hér á sviði iðnaðar. Ég hef kosið að nota hina víðtækari skilgreiningu, sem margar aðrar þjóðir, eins og Bandaríkjamenn, Bretar, Hollendingar og fleiri hafa valið. Jafnvel þá viðurkenni ég, að mikill hluti af starfi Rannsóknastofnunar iðnaðarins yrði, eins og áður er sagt, á sviði leiðbeininga og þjónustu. Aftur

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.