Akranes - 01.01.1950, Blaðsíða 10
Rotary og
Efni þessa erindis er, eins og nafnið
bendir til, að skýra frá Rotary-félags-
skapnum, hugsjón hans og markmiði,
stefnu hans og starfsemi og ræða um hann
í sambandi við þjóðmálastarfsemi fyrst
og fremst. Frá sjónarmiði Rotary er það í
alla staði réttmætt. Rotary er enginn leyni-
félagsskapur. Tímarit þessa alþjóðafélags-
skapar er boðið opinberlega til sölu og á
marga kaupendur utan félaganna.
Efni þessa erindis má skipta í þrennt.
í fyrsta lagi tilgang og markmið Rotary,
í öðru lagi stofnun og starfsemi Rotary,
og í þriðja lagi, hvert erindi Rotary á við
þá, sem einkum vinna að þjóðmálum og
taka virkan þátt í stjórnmálum.
Tilgangur og markmið Rotary felst í
raun og veru í tveim orðum, en þau eru
kynning og þjónusta. Rotary lítur svo á,
að mikið af þeirri tortryggni, úlfúð og óvin-
áttu og enda hatri, sem á sér stað milli
manna, stétta, flokka og þjóða, eigi rót
sína að rekja til vanþekkingar og skiln-
ingsleysis á öðrum mönnum, skaplyndi
þeirra og skoðunum, högum og háttum,
og það er sannfæring Rotary, að úr þessu
meigi mjög bæta með auknum kynnum,
persónulegum kynnum og kynnum milli
stétta og flokka, borga og bæja og þjóða
á milli. Það er til gamalt heilræði, sem
svo segir, að séu tveir menn ósáttir, þá
skuli láta þá hittast, tala saman og éta
saman. f þessu er fólginn sannleikur, en
það er til dæmisaga, sem segir þennan
sannleik á fagran hátt. Maður nokkur var
á gangi í þoku. Hann var villtur og hugur
hans var þungur. Allt í einu sér hann
móta fyrir einhverju á hreyfingu. Þokan
gjörir hlutina stóra og honum sýndist þessi
hlutur æði stór og ferlegur og honum
varð illa við. En er þetta færðist nær, sá
hann, að það var maður og honum varð
rórra. Maðurinn kom nær, heilsaði hon-
um og tók í hönd hans. Þá gladdist hann,
þvi hann sá, að þetta var þá bróðir hans.
Vér göngum margir í þoku vanþekking-
ar, hugsunarleysis, dómgreindarskorts og
misskilnings, og meðbræður vorir, sam-
borgar og samlandar koma oss þess vegna
oft undarlega og annarlega fyrir sjónir,
svo að ekki sé talað um menn af öðrum
þjóðum. Það fer meira að segja stundum
svo, að þeir koma oss fyrir sjónir eins og
hálfgerðar ófreskjur, rangsnúnir og illvilj-
aðir. En nánari kynni auka þekkinguna
og skerpa skilninginn. Vér sjáum þá, að
þeir eru bræður vorir, sem eru á sömu
leið að sama marki, þótt ekki séu þeir
skoðanabræður vorir, að minnsta kosti
ekki að öllu leyti. En það eru ekki heldur
allir bræður steyptir í sama mót.
Rotary-félagsskapurinn vill stuðla og
þjóðmálin
starfa að slíkum kynnum meðal félaga
sinna og annarra, stuðla að auknum skiln-
ingi, samúð og samlyndi milli manna og
stétta, skoðana og stefna, kynþátta og
þjóða, til eflingar farsældar og friðar i
heiminum.
Eftir dr. ÁRNA ÁRNASON
Hitt aðalatriðið er þjónustan. Kjörorð
Rotary er á enska tungu: „Service above
self“. Hefur það verið þýtt á íslenzku
„Þjónusta ofar sjálfshyggju“, og „öðrum
fyrst og síðan sjálfum“. En hvað sem þýð-
ingum líður, þá er hugsjónin sú, að allt
starf vort á að vera fyrst og fremst þjón-
usta. Vér eigum ekki að hugsa fyrst og
fremst um eigin hagsmuni í starfi voru,
heldur um hag og heill annarra, með-
bræðranna. Það sé ástundun vor og mark-
mið, að starf vort og framkvæmdir verði
til hagsbóta og heilla þeim, sem þeirra
eiga að njóta, samborgurum vorum og
þjóðfélaginu í heild. Því næst og þar á
eftir kemur svo hitt, að sjá eigin hagsmun-
um borgið. En þetta tvennt er þó ekki að-
skilið. Það er hugsun Rotary, að sé farið
eftir þessari reglu, þá muni einmitt eiginn
hagur, heill og hamingja sigla í kjölfarið,
því að heill og hagur bæjarfélagsins og
þjóðfélagsins er heill og hagur einstakl-
inganna, en almennur skortur, vansæld
og böl þjóðfélagsins snertir hvern einstakl-
ing þess, ef ekki í dag þá á morgun.
Þjónustuhugsjónin er göfug og felur í
sér fyrirheit um hamingju. Hún'byggist
á lífsskoðun og Rotary vill þá jafnframt
vinna að því, að göfga lífsskoðanir með-
lima sinna. Þjónustuhugsjónin byggist á
viðurkenningu á gildi mannsins, viður-
kenningu á mannhelgi, manngöfgi, mann-
gildi og mannréttindum. Rotary vill við-
urkenna og verja allt þetta, og því er mið-
ur, að víða er svo ástatt, að þeirrar varnar
er full þörf.
Þjónustuhugsjónin er í fullu samræmi
við mannlífshugsjón kristinsdómsins og
vér, sem kristnir erum, eigum ekki erfitt
með að fella hana að lífsskoðun vorri. Hún
er í samræmi við boð og líf meistara vors,
sem kom ekki til þess að láta þjóna sér,
heldur til að þjóna öðrum.
Rotary-félagsskapurinn var stofnaður
23. febr. 1905. Stofnandinn var ungur
maður, Paul Harris, í Chicago. Hann og
nokkrir ungir vinir hans bundust sam-
tökum um að hittast hver hjá öðrum eftir
röð og ræða áhugamál sín. Félagsskapur-
inn fékk af þessu nafnið Rotary, sem er
dregið af hringferð. Hann óx skjótt og
fékk ákveðið form og fastar reglur, sem
hafa haldizt með tiltölulega litlum breyt-
ingum nú um 44 ára skeið. Rotary-félagar
eru eingöngu karlmenn. Hinir ungu stofn-
endur voru hver úr sinni starfsgrein og
þannig hefur það verið síðan, að í hverj-
um klúbb er oftast aðeins einn úr hverri
stétt eða starfsgrein og er ætlazt til, að
þeir einir séu valdir, sem eru sómi sinnar
stéttar á Rotary-mælikvarða. Verkefnið er,
eins og frá var skýrt, að auka kynni og
efla þjónustuanda. Kynningin er bæði per-
sónuleg og kynning starfsgreinar. Hver
félagi kynnir sína starfsgrein, meðal ann-
ars með því að flytja starfsgreinarerindi
við og við. Á þennn hátt þróast skilningur
hvers félaga og rétt mat á öðrum stéttum
og starfsgreinum, og þennan rétta skiln-
ing og rétta mat á hver félagi að bera og
breiða út meðal starfsbræðra sinna. Jafn-
framt á að vinna að því, að bæta siðgæðið
innan hverrar starfsgreinar, þ. a. efla
þjónustuhugsjónina, efla þann ásetning, að
starfið verði fyrst og fremst öðrum til gagns
og til góðs, þeirri byggð og bæ, sem klúbb-
urinn starfar í, og þjóðfélaginu í heild.
Hver klúbbur liefur, að segja má, ferns
konar starfssvið. 1 fyrsta lagi er starfið
fyrir klúbbinn sjálfan, honum til eflingar.
1 öðru lagi er starfsþjónusta, þ. e. starfið
að þeirri kynningu og göfgun starfsgrein-
anna, sem nú var getið. I þriðja lagi er
þjóðmálaþjónusta, þ. e. starfið að því, að
láta Rotary-áhrif og Rotary-anda ná til
alls starfsins fyrir þjóðfélagið, að í öllu
því starfi verði þjónustan og siðgæðis-
þroskinn, reglan og mælisnúran. 1 því
sambandi á að vinna að því, að þroska al-
menningsálitið. Almenningsálitið er dóm-
ur þjóðarinnar um menn og málefni, fram-
kvæmdir og framkomu. Sá dómur er mik-
ils megnugur og hann þarf að vera ekki
eingöngu sterkur og ákveðinn, heldur
einnig heilbrigður og réttlátur. Heilbrigt
og óhvikult almenningsálit ber vott um
þjóðarþroska. 1 annan stað má nefna það
meðal annars, að Rotary vill vinna fyrir
æskulýðinn. Ungmennastarfsemi er einn
liður í þjóðmálaþjónustunni. Vinna skal
að heill og hag barna og unglinga í sam-
bandi og samráði við heimilin, kirkjuna,
skólana og stjórnarvöldin. Auk þessa taka
klúbbamir sér ákveðin verkefni til þjóð-
þrifa, hver á sínu svæði og eftir getu.
f fjórða lagi er alþjóðamálaþjónustan.
Hún er í því falin, að hver klúbbur um
sig og allir saman vinni eftir megni að
kynningu, skilningi og velvild þjóða á
milli og stuðli þannig að allsherjar sátt
og friði. Rotary nær til manna af öllum
þjóðum og kynflokkum, trúarbrögðimi og
stjórnmálaskoðunum, siðum og háttum. —
Rotary veit það, sem reynslan hefur og
sýnt, að meðal þeirra allra eru góðir og
göfugur menn, sem gjöra Rotary-hugsjón-
ina að sinni hugsjón. Rotary er ekki trú-
mála- né stjórnmálafélagsskapur og um-
10
AKRANES