Akranes - 01.01.1950, Page 16

Akranes - 01.01.1950, Page 16
Lundareykjadal, en þar bjuggu áður for- eldrar Gunnlaugs. Eftir fjögra ára búskap þar fluttu þau að Tungufelli i sömu sveit, og voru þar önnur fjögur ár. Þaðan flutt- ust þau svo að Márstöðum í Akranes- hreppi hinum foma og voru þar i tólf ár, en fluttust svo að Sjóbúð 1886, eins og fyrr segir. Kristín kona Gunnlaugs í Sjóbúð var fædd í Skógarkoti í Þingvallasveit. Dóttir Jóns hreppstjóra þar Kristjánssonar, hins mesta dugnaðar- og atorkumanns. Jón í Skógarkoti andaðist í Reykjavík 31. maí 1895. Hef ég séð eftirmæli um hann, rit- uð af sr. Jens Pálssyni á tJtskálum og síð- ar í Görðum á Alftanesi. í>ar segir séra Jens m. a., að Jón hafi af mörgum verið álitinn tveggja manna maki til starfs og aflrauna. Að hann hafi verið hinn mesti búhöldur, stækkað túnið þar um helming, með því að flytja þangað mold (í kláfum) og þekja með henni hraunhellurnar. Á bæ sinum reisti hann álitlegt timburhús áður en timburkirkja var reist á Þingvöll- um, og áður en nokkur annar reisti timb- urbæ þar í sveit. Enn segir sr. Jens um Jón í Skógarkoti: „Hann var vel greindur og fróður í betra lagi, fjörugur og skemmt- Bræðraparti, enn á lífi 1950 — var elzta barn þeirra hjóna, fæddur að Þverfelli 16/7 1868, varð því að taka að sér forsjón heimilisins þegar hann var 20 ára gamall. Kristín móðir þeirra var afburða dugleg kona og myndarleg. Hún fluttist til Reykja vikur 1902, og hélt þar hús með yngstu börnunum um mörg ár eftir það. Fór hún í kaupavinnu á hverju sumri fram á efri ár, eða venn hér í fiskvinnu. Öll voru börnin dugleg og myndarleg og fóru fljótt að vinna fyrir sér eins og þá var títt. I’essi voru börn þeirra Sjóbviðarhjóna: 1. Jón eldri, fyrrnefndur, bóndi og for- maður á Bræðraparti, og getið hefur verið í sambandi.við það býli, (sjá 11. tbl. 1945)- 2. Jón yngri, kvæntist ekki. Fluttist til ísafjarðar, og stundaði þar smíðar og útgerð. Dó þar 1920. 3. Ólafur, a fburðaduglegur sjómaður og formaður á skipi hér. Hann andaðist hinn 10. ágúst 1901, ókvæntur. 4. Guðrún, ógift, á heima í Reykjavík. 5. Ingvar, vélstjóri kvæntur Sigriði Ólafs- dóttur frá ísafirði. Þeirra börn: 1. Krist- in, giftist Steindóri Þorsteinssyni. Hann dáinn. 2. Ólöf, giftist Valdimar Þor- Kristín í Sjóbú'5 og börn hennar. Aftari röS frá vinstri: Jón á BrœSraparti, Jón yngri, Jngveldur, Ásgeir og Árni. Fremri röS: GuSrún, Krist- laug, Kristín móSir þeirra og Kristín. — inn í viðræðum. Hann var maður örlynd- ur, skapstóv og harður af sér í skorpunni, en jafnframt viðkvæmur, sáttfús og veg- lyndur. I ágreiningsmálum lét hann ekki hlut sinn meðan halda mátti, en hættu- laust var að selja honum sjálfdæmi. Hann var einkar gestrisinn, og fátækum og bág- stöddum mönnum reyndist hann eigi sjaldan höfðinglyndur bjargvættur.“ Meðal barna Jóns, — auk Kristinar — voru: Kristján á Hliðsnesi á Álftanesi og Pétur blikksmiður í Reykjavík. Böm þeirra Gunnlaugs og Kristínar i Sjóbúð komust 10 til aldurs. Var þá margt um að hugsa á hinum barnmarga bæ. — Byrjað með lítil efni og búið á litlum jörðum. t>egar hingað kom þurfti ekki síður að viðhafa alla aðgæzlu. Því frem- ur, sem húsbóndinn féll nú fljótlega frá, þvi að hann andaðist í Sjóbúð 13. maí 1888, og var þá jmgsta dóttir þeirra hjóna fárra vikna gömul. Jón eldri, — síðar bóndi á steinssyni trésmiðameistara. Þau eiga tvær dætur. 3. Gunnlaugur, sjómaður, dó af slysfömm í New York. 4. Ingvar, garðyrkjumaður, austur í Biskupstung- um. 5. Arni, stýrimaður. Ingvar Gunnlaugsson sigldi öll striðs- árin, og kann vart við sig annars staðar en á sjónum. 6. Kristín, fór til Ameríku, og dó þar óg. 7. Kristlaug, giftist Pétri Þörvarðarsyni, (bróður Þorvarðar prentara). Þeirra synir, Helgi og Ólafur. Kristlaug missti Pétur mann sinn og giftist í annað sinn manni þeim, er Ketill Þorsteinsson hét og var trésmiður. Þeirra böm: Pétur, Kristin, Samúel Mitchel, og Gunnlaug- ur vélstjóri, er fórst með togaranum Reykjaborg. 8. Ámi, skipstjóri, ókvæntur. 9. Ásgeir, cand. phil., glæsilegur maður, fór til Ameríku og dó þar. 10. Ingveldur, gift Hafhða Hjartarsyni trésmíðameistara í Reykjavík. Þeirra synir: Hjörtur og Kristinn. Árið 1902 kaupa bræður tveir Sjóbúð- areignina, Bjarni og Jón Péturssynir, frá Ytri-Skeljabrekku. Árinu áður fluttu þeir í Skagann, og þá að Sýruparti, en fluttu Ingvar Gunnlaugsson, vélstjóri. svo að Sjóbúð 1902. Foreldrar þeirra bræðra voru þau Pétur Jónsson bóndi á Skeljabrekku og kona hans Sólveig Jóns- dóttir, en þar bjuggu þau allan sinn bú- skap. (Guðrún, systir Péturs bjó á Báru- stöðum, gift manni þeim er Ólafur hét. Þeirra börn: 1. Ingibjörg, móðir Björns Ólafssonar ráðherra. 2. Guðjón, kvæntist Valgerði Hansdóttur í Baldurshaga. 3. Sig- ríður, er þeirra var yngst, og giftist Gísla Eyjólfssyni búfræðingi. Kona Bjarna í Sjóbúð var Jóhanna Maria Þórðardóttir frá Innri-Skeljabrekku. (Tveir bræður Jóhönnu eru enn á lífi. Einar Þórðarson, innheimtumaður, Njarð- argötu 7 í Reykjavík og Jóhann Þórðarson, bóndi á Bakka í Melasveit). Foreldrar þeirra systkina voru þau Þórður Bergþórs- son Gunnlaugssonar frá Vogatungu, og Guðrún Guðmundsdóttir, fædd á Hvítárv. Þessi börn Bjarna Péturssonar og Jó- hönnu eru nú á lífi: 1. Þórður, kaupmaður hér, búandi við Kirkjubraut 12, og verð- ur þar nánar getið. 2. Petrea Sólveig, ógift, býr í Keflavík, og á eina dóttur, er Guðmunda heitir. . Konu sina missti Bjami 19. nóv. 1916, en sjálfur andaðist hann 13. ágúst 1919, aðeins 4'.7 ára að aldri. Eins og áður er sagt, keyptu þeir bræð- ur Sjóbúð, og bjuggu þar báðir um nokk- ur ár. Stunduðu báðir sjóinn, aðallega með Jóhanni heitnum hreppstjóra. Kona Jóns var Eyvör Margrét Guðmundsdóttir, ætt- uð úr Njarðvíkum. Þau fluttu héðan að Efri-Hrepp 1912, og bjuggu þar til 1914, er þau fluttu suður í Njarðvíkur. Þaðan lil Hafnarfjarðar og síðast til Reykjavík ur. Þau Jón og Eyvör áttu eina dóttur 16 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.