Akranes - 01.05.1950, Síða 4

Akranes - 01.05.1950, Síða 4
brigðum, fljótur og laginn og smiður góður á silfur, tré og járn, smíðaði hann jafnt hús og báta; greindur vel, en hafði ekki notið bókmenntunar 1 æsku. Bjarni var og oft fenginn að hjálpa sængurkonum í örðugum aðstæðum; hjálpuðu þar stund- um draumar hans fyrir daglátum, að hann mætti þeim, er voru að vitja hans, svo og hugboð, er hann tók mark á. Hjálpsamur var hann fátækum og rausnarlegur, ef svo bar undir. Bjarni var ágætur sjómaður og stjórnari og skytta góð. Þórey Pálsdóttir húsfreyja var frekar lág kona, nokkuð gild, er eltist; hæg í fasi, glaðsinna en ekki kát, frekar dul og sein- tekin, en ákaflega trygg þeim, er unnu vináttu hennar; annars kynntust menn henni — einkum karlmenn — ekki fljótt. Þórey var skapmikil, en fór vel með, var fáskiptin, en tók vel eftir hverjum manni. Ég kynntist henni eiginlega ekki fyrr en eftir að ég var farinn frá henni sem vinnu- maður eftir 4 ár alls, en þá átti ég greiðan aðgang að hennar hollráðum og trúnaði. Mikillar virðingar naut hún ávallt allra er hana þekktu fyrir myndarskap og stjórn- semi ekki aðeins inni heldur úti líka, skal þess síðar getið. I fáum orðum sagt: þau Þórey og Bjarni voru fyrirmyndar hús- bændur. Hún var trúnaðar-maður allra vinukvenna sinna. Heimilisbragur: Þegar ég var á Beykhólum i8g70g '98 voru 40 manns í heimili að vetrinum, en eitthvað fleira að sumrinu, kaupamenn og kaupakonur, og ef til vill eitthvað af unglingum, því, að böm þeirra Þóreyjar og Bjarna voru þá flest fullorðin og komin burtu. Samlyndi var eins og bezt má verða, frjálslegt og glatt. Á vetrum hafði hver sitt vissa verk; þegar það var búið, gat sá hinn sami haft það eins og hann vildi. Ef einhver vildi fara bæjarleið að vetri þurfti hann aðeins að fá einhvem félaga sinn til að taka að sér störf sín á meðan. Þar sem að jafnaði voru 7—8 fullorðnir karlmenn heima, auk Bjarna bónda, og vaxnir strákar að auki var oft glatt á hjalla í piltahópi og skemmdi ekki, þótt Bjarni kæmi til, því að hann var hrókur alls fagnaðar í stráka- hóp. Af kvenfólki var álíka hópur, sumt giftar konur vinnumanna, yngstu dætur húsbænda og fósturdætur. Þegar allt lagði saman, var gleði á ferð- um. Man ég það, að á jólaföstu var oft í rökkrinu tekið til dansæfinga stráka og stelpna, svo að sem flestir gætu dansað á hátíðunum. Á nýárskvöld 1898 var barna- ball á Reykhólum fyrir milli 10—20 að- komubörn innan fermingar, og dansaði Bjarni þá jafnan með. — Margrét Bjamadóttir stóð fyrir því. Skemmtanir á vetrum á vökunum, var sögulestur og rímnakveðskapur, en þar sem jafn margt fólk varð að vera í fleiri herbergjum urðu sögulestur og kveðskapur á fleiri stöðum í senn. Þá vom leikir á hátíðum, dansað og spilað og teflt. Á aðfangadags- eða gamlárskvöld var stundum aftansöngur í Reykhólakirkju, og kom fólk jafnvel inn- an úr sveitinni, ef gott var veður og vel stóð á tungli. Þeir voru þá um nóttina og svo við messu daginn eftir, áður en heim var farið. Þá kom sér vel, að Reykhólabær var stór. Alltaf var gengið til kirkju innan úr sveitinni að vetrinum. Á sunnudögum síðsumars var oft farið í leiki úti á túni og svo synt í Kúatjöm; á vorin var sundnám- skeið á Reykhólum um tíma. Fyn- á árum var alltaf tekinn kennari að vetrinum til að kenna bömum þeirra hjóna og öðrum, er tekin voru að, en þessi ár, er ég var þar, var Margrét dóttir þeirra heima, og gaf hún tíma á kvöldin í íslenzkum stíl nokkr- um, er það vildu. Bærinn á Reykhólum: Áður en ég segi frá hinum daglegu störfum á öllum tímum árs, ætla ég að lýsa bænum, sem rúmaði allt þetta fólk, er ég hefi sagt frá. Bærinn er þrjú hús sam- hliða, byggð úr streng; snúa þau í útsuður, 15 álna löng og 6 álna breið, byggð 1873. Undir syðsta húsinu hálfu er kjallari; loft er í húsinu og upp á þvi er aðal baðstofan; kvistur er út úr hvorri hlið hennar, suðurkvistur og norð- urkvistur. Undir loftinu á baðstofunni em stofur, sín í hvorum enda, önnur í vestur- enda. Innsta-stofa, 6 álnir á hvern veg, en hin 5 og 6 álnir, „Kamelsið.“ Á milli stofanna er hús, 4 álnir á annan veginn, en 10 á hinn og stendur það undir kvist- unum báðum gegnum báða veggina. 1 þessu miðhúsi, Pallinum, er hafður vef- stóll á vetrrnn. Þar er og eldavél og upp- gangur í baðstofuloft, og gangur niður í kjallarann 1 miðhúsinu er ennfremur litið matarbúr. Ur þessu miðhúsi, Pallinum, er gangur til dyra með fjalagólfi og al- þiljaður með lofti yfir gegnum hin tvö húsin. Að austanverðu við ganginn er í miðhúsinu búr, en i nyrsta húsinu eldhús með hlóðum. Vestanverðu við ganginn, er Miðstofan, en hinum mcgin Fremsta stofa, báðar með lofti yfir. Loftið yfir Mið- stofunni hét Miðloft og gengið í það gegn- um Norðurkvistinn, en yfir Fremstu stof- unni hét Dyraloft. Þar var búið stundum, þegar margt var, einkum á sumrin. Þang- að upp var stigi úr karldyrum, rétt við eldhúsdyrnar. Fyrir vesturstöfnum öllum var samhangandi þil, og þar voru dyr með lítilli forstofu; úr henni var gengið í Innstu stofu og Miðstofu. Fyrir austan gafla bæjarhúsanna, en áfast við þau, eru tvær skemmur með lofti í og samhangandi þili, 5 álna breiðar og 10 álna langar. Út frá eldhúshorninu i austur er salerni og þar undir, 3 álna djúp þró fyrir skolp, og mátti veita for þessari eftir öllu túninu í smá skurðum. Aðal bæjardyr voru á miðjum liliðarvegg nyrzta hússins móti norðri. Var stundum hafður lausaskúr við dyr þessar á vetrum. Á Miðloftinu hélt einkum eldra fólkið til. Var það þar meira út af fyrir sig. Fyrir suðurhlið bæjarins var þil fyrir Suðurkvisti. Kirkjan stóð norðaustur af bænum og nálægt honum í miðjum kirkjugarði. Peningshús eru suð- vestur af bænum, fjós fyrir 14 nautgripi, fjárhús fyrir 240 fjár, hesthús fyrir 16 hesta og svo smiðja. Við þessi hús er hlaða, 40 álna löng, 9 álna breið og g álnir upp i mæni; þilgaflar á báðum end- um. Annars staðar voru svo hús fyrir 180 fjár með hlöðu við, og i þriðja staðnum hús fyrir 100 fjár með hlöðu við. Þá var upp undir fjallinu á Grund (eyðibýli þá) hús fyrir 70 fjár og nokkra hesta. Alls voru því hús yfir um 600 fjár, en svo gekk á öllum vetrum nokkuð af fé úti í eyjunum og nesjunum í landi. Alls voru um 50 hross á bænum. Dagleg störf: Reykhólatún þiðnar venjulega snemma. Það var eitt af fyrstu verkunum, vorhrein- gerningin og að koma forinni um túnið í smá skurðum. Venjulega var farið að slóðadraga fyrir sumarmál. Gekk það fljótt á sléttu með mörgum liesLum. Þegar forin er ausin, var venjulegast lítið gildi á eftir. Um sumarmál voru hrognkelsanet lögð og farið að flytja lömb og tryppi úr eyj- unum og fé sleppt á Barmahlíð til sauð- burðar. Lömbin í Stagley voru sótt og farin kaupstaðarferð i Flatey um leið. Þegar skepnuflutningum úr eyjunum var lokið og ferð í Flatey og Stagley, var liði skipt. Nokkrir voru við sauðburð og önnur verk í landi, en aðrir við vorkópaveiðina (selalagnir) og grásleppulagnir og svo við varpið út um allar eyjar, eða i kaup- ferð í Skarðstöð og sækja félagsvöru til Salthólmavikur. Þeir sem í landi voru héldu við skurðum, verkuðu selskinn frá haustinu, smöluðu, mörkuðu, rúðu féð og færðu frá. Ef til vill var farið í fiska- ferðir til Steingrímsfjarðar eða yfir Þorska- fjarðarheiði til Arngerðareyrar. Allt þufti þetta að vera búið fyrir túnslótt, ef unnt var. Og svo dúnhreinsunin; ekki var hún bezt. Unglingarnir og gamla fólkið setti niður í garðana og lúði þó undir stjórn Þóreyjar. Þá má ekki gleyma ullarþvott- inum. Hlunnindi voru það fyrir smalana, er fóru jafnvel að nóttinni, um burðinn, um nesin og flóana, að alls staðar voru hreiður ýmissa fugla, svo að ekki þurfti nema að næslu hverholu til að sjóða egg í snatri, og gat maður verið langt fram eftir degi á ferðinni vel haldinn ón þess að koma heim til matar. 52 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.