Akranes - 01.05.1950, Side 5

Akranes - 01.05.1950, Side 5
Túnsláttur, engja og mýra: Þegar túnasláttur byrjaði lóku allir full- orðnir karlmenn þátt í honum nema smal- inn, er sat hjá uppi á Reykjanesfjalli, mig minnir yfir 150 ám. Byrjað var klukkan 6 á morgnana og þá drukkið kaffi. Morgun- matur var klukkan g. Þá höfðu konur flóað mjólkina i Grettislaug. Klukkan 11 lögðu sláttumenn sig í klukkutíma, ýmist í slægjunni eða inni, ef ekki var gott veður. Klukkan 12 var hádegiskaffi. Klukkan 3 miðdegisverður í klukkutíma. Klukkan 6 miðaftanskaffi og kvöldmatur klukkan 9. Á engjunum, sem voru út frá túninu, var borðað í tjaldi og þar sofinn hádegisdvir- inn, en sofið heima um nætur. Þegar kom fram í september, var fylgt mvrkri heim á kvöldin. Þegar túnslætti lauk, var skipt hði. Þórey húsfreyja fór þá með sex af fólkinu til heyskapar í eyjunum. Var legið þar í tjaldi og slegið, þurrkað og sett í syk- urtoppsmyndaða galta. Þeir fóru vel með sig og drápu aldrei. Var látið net eða strigapjatla á kollinn. Um helgar var farið í land. Heyskapur þurfti að ganga sem greiðast á eyjunum til þess hann væri búinn og allur umgangur hættur áður en útselurinn fór að kæpa, sem var í 18. viku sumars, minnir mig; heygaltamir voru svo fluttir að haustinu í land. Á heimaengjunum var hinn helmingur hey- skaparfólksins með tjald til að borða i. Slegið var og rakað jafnóðum og reitt tvisvar í viku heim á 6—7 hestum. Batt þá einn með stúlku í rökunum. Vanalega Í20 hesta á dag. Bjami bóndi var heima og tók á móti heyinu og þurrkaði með unglingunum og eldra fólkinu. Aldrei var bundin sáta heima á Reykhólatúni, heldur öllu heyi ýtt með ýtu með hestum fyrir heim að hlöðudyrum. Sjaldan tók Bjami fólk heim af engjum til hjálpar við hirðingu með heyþurrkun. Eftir að Þórey kom úr eyjunum með sitt fólk, var heyjað í tvennu lagi á heimaengjunum og reitt heim annan hvem dag frá hverj- um flokki. Heyskap var venjulega ekki hætt fyrr en rétt fyrir göngur. Engjahey- skapurinn var venjulega allt um 2000 hestar af heimreiddu bandi. Fjallgöngur: Göngumar — eins og þær vom venju- lega nefndar — byrjuðu mánudaginn í 22. v. sumars. Á sunnudaginn fóru menn frá Reykhólum með nesti, nýja skó og tvo til reiðar, sem áttu að smala á Kollabúða- afrétt og norður á Þorskafjarðarheiði og Hvannahlíð, en hún liggur undir Reyk- hóla. Þeir, sem gengu Reykjanesfjall og Barmahlíð, fóm á þriðjudagsmorgunn og ráku fjársafn það, er þeir fundu, um kvöldið í girðingu á Bemfirði. Þeir sem leituðu Þorskafjörð og Kollafjarðarafrétt á mánudag og þriðjudag komu líka með safn sitt að Berufirði, og þeir, sem leituðu ÁKRANES upprekstrarlönd í innsveitinni, sem og fé, er sótt var í réttir í Steingrimsfirði, komu einnig á þriðjudagskvöldið með fjár- safn sitt í girðinguna i Berufirði; var það geymt þar um nóttina. Með fyrstu skimu var safnið svo allt rekið að Kinnarstaðarétt við Bemfjarðarvatn, sem er lögrétt sveit- arinnar. Réttarsvæðið er þurrt og fallegt; stórt. svæði við vatnið fvrir safnið. Ekki entist dagsbirta til að draga í sundur féð og komast heim, fyrir þá, er lengst voru að. Nú er Kinnarstaðarétt löngu í evði. stendur hálffallinn almenningurinn og dilkarnir þar sem mörg þúsund fjár var dregið sundur fyrir 50 árum. Mátti þá sjá marga roskna og reynda forustusauði með bjöllu í horni prýða hópinn, er velgt höfðu gangnamönnum dagana áður. en tóku svo forustu fyrir safninu til réttar. Eftir réttir var ricykhólafé sleppt aftur á Barmahlið og ekki smalað fyrr en viku fyrir vetur. Kviánum var sleppt um leitir á hlíðina, en þær voru settar upp á Reykja- nesfjalli um sumarið eins og fyrr segir. Selaf arið: Hálfum mánuði fyrir vetur — en þá var búið að taka upp úr öllum kartöflu- görðum — var safnað saman mönnum af næstu bæjum og farið í selafarið, sem k'allað var, en það var að ná útselskópun- um áður en þeir fóru úr bælunum til sjávar. Mönnuð voru tvö skip, annað sexæringur eða stærra, en hitt létt undir árum, róið var hljóðlega og helzt haft leður um keipana. Farið var í stærstum straum, hálffallið út og verið um fjöruna og fram á hálfnað aðfall. Þeir á léttbátn- um — með 3—4 mönnum með barefli úr eik — reru nokkuð á undan hinum — var Bjarni alltaf í þeim bát — lögðu nú að einhverjum hólma eða ey; gengu upp í flæðarmál með bareflin á lofti, skiptu sér þar og hlupu hver á móti öðrum, mn- hverfis eyna, og rotuðu með einu höggi kópa þá er þeir sáu, létu þá svo liggja og flýttu sér til bátsins og reru til næstu eyjar með sömu aðferð. Gekk svo þar til snúið var heim. Þeir á stærra skipinu flýttu sér á eftir hinum, tóku alla kópa, er rotaðir höfðu verið og báru ofan í bátinn. Var það erfitt verk og óþrifalegt, því að menn urðu helzt að axla kópana, en þeir voru upp og niður 50 kíló á þyngd. Þurfti lag til að axla kópana, og oft var sleipt og óslétt til sjávar. Barefli þurftu þessir menn að hafa, þvi að oft kom fyrir, að kópamir voru að rísa úr rotinu aftur, og þurfti þá að rota þá á ný. Væru einhverjir kópamir litlir, sem í bælunmn vom, voru þeir látnir eiga sig þar til síðar. Þegar allir kópar voru komnir í skipið úr þessum hólma, var róið til næsta hólma á eftir léttbátnum og allt fór á sömu leið þar til haldið var heim á leið. Menn urðu að vera í skorpu til að fylgjast sem bezt að. Selfarið stóð yfir í tvo daga; siðar var svo farið i eftirleit og þá hafður með skutul) til að skutla þá kópa, er skriðnir voru ofan, en vom ófimir á sundinu og að stinga sér i kaf. Stundum voru foreldrarnir uppi við bælin hjá kópunum, er að var komið. Kvendýrið — urtuna — lét Bjarni ætíð sleppa, sagði að hún væri sama og kýrin i fjósinu sínu, en karldýrið — brimilinn — drap hann stundum. Þurfti þá að hafa snör handtök og gott barefli, þvi að væri ekki hægt að slá selinn á augabragði og brjóta höfuðkúpuna, hleypti hann spikinu fram í hausinn og eftir það var ekki til neins að ætla sér að rota hann, og var hann þá tapaður. Hann reyndi einnig að grípa í keppinn með kjaftinum og ofvopna mann- inn, en flýtti sér til sjávar á eftir urtunni. Þegar komið var i land, var selurinn bor- inn upp í rétt og lagður þar hlið við hlið í röðum. Venjulega fengust um 120 kópar alls á hausti. Voru þeir svo reiddir heim flegnir; spikið brætt, en kjötið saltað í tunnur og haft til átu. Þótti það gott. Skinnin voru flegin af með grönum og hreyfum, söltuð og verkuð að vorinu. Seldust þau á 5—10 krónur hvert, og þótti gott verð, en kópaskinn að vorinu seldust ekki meira en á 3—4 krónur mest. Skrokk af haustkóp seldi Bjami á eina krónu. Þótti það gott verð og sóttust margir eftir því. Heilan kóp seldi Bjami á 10 krónur. Oft vom menn lúnir að kvöldi, er heim var komið úr selafarinu og vom fegnir að ganga til hvildar, en töluvert kapp var i mönnum meðan á veiðinni stóð og bar- dagahugur. einkum er átt var við fullorð- inn sel; var og erfitt að drasla þeim til skips. Flutningar: Strax eftir selfarið var farið að flytja fram lömb til göngu í eyjunum og slátur- fé til fitunar, einnig folöld og trippi er ganga áttu i eyjunum vetrarlangt eða svo lengi sem hægt væri. Eyjataðan var svo tekin i bátinn á leiðinni í land. Var oft erfitt í þessum ferðum, einkum vegna sjávarfallanna. Það var ekki hægt að lenda i lendingunni heima á Reykhólum með lægra i en hálfföllnum sjó, og þurfti meira flóð, ef hlaðið var eða skip stórt. Voru menn þá að mjakast hægt og hægt að landi, eftir því sem að féll, og oft var komin nótt, er heim var komið, en ef allt hefði gengið eðlilega og sjávarföll ekki tafið, hefði verið leikur að koma heim i björtu og fyrir háttatíma. Það var líka, að sjávargata á Reykhólum var bæði löng — um hálftíma gangur, eða meir í myrkri, — blaut og óslétt að auki. Eyjatöðunni var hlaðið í stóran galta við sjóinn og svo flutt heim að vetrinum á sleðum eða reidd á hestum. Var oft á þriðja hundrað hestar af vænu bandi. Seint á haustin var oft slegið í eyjimum, einkum 53

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.