Akranes - 01.05.1950, Side 7
Otrúlegt afrek
Næsti þáttur, ekki síður
merkilegur.
II.
Hér hefur nú nokkuð verið dvalið við
þá herör og þann stóra sigur í berkla-
vamamálunum, sem hófst með stofnun
heilsuhælisfélagsins og byggingu hins
fyrsta hælis á Vífilsstöðum. Það, sem nú
verður dvalið við um sinn, er þó ekki síð-
ur merkilegur þáttur og afdrifaríkur. Það
er hein afleiðing af þvi, sem þegar hafði
lærst af innlendri og erlendri reynslu i
þessum mikilvægu málum.
Árið 1919 er skipuð svonefnd berkla-
varnanefnd valinna lækna, þeirra Guð-
mundar Magnússonar, Sigurðar Magnús-
sonar og Magnúsar Péturssonar. Nefndin
skilaði rækilegu áliti 1921. Má m. a.
marka, hvemig það hefur verið úr garði
gert, að það sama ár em sett á Alþingi
þau berklavamalög,
sem að mestu er búið
við óbreytt til 1939.
Þessi löggjöf markaði
á ýmsan hátt tímamót
i sögu þessara mála
hér á landi. 1 þeim er
t. d. ákveðið, að rikið
greiði sjúkrahúss- og
hælisvist fyrir alla
sjúklinga, er ekki geta
gert það af eigin
rammleik.
Við þetta, og stöð-
ugt vaxandi vamir,
jukust útgjöld ríkisins
til þessara mála vitan-
lega stórlega. Svo að
þingi og stjóm þótti
nóg um. Til þess að
draga þannig úr út-
gjöldum ríkisins af
þessum sökirm var það
ráð tekið, að láta hémð
sjúklinganna standa straum af þessu að
nokkm leyti. Þetta var ákaflega óvinsælt
og í mörgum tilfellum ranglátt og nálg-
aðist að vera um of persónulegt.
Norðlendingar hafa sjaldnast viljað
láta skutinn eftir liggja. Eins og sjá má
hér áður, tóku þeir eins og aðrir lands-
menn þátt í störfum heilsuhælisfélagsins.
Nú fannst þeim mál til komið, að huga að
byggingu berklahælis fyrir Norðurland. I
því skyni stofnuðu þeir heilsuhælisfélag
1918 og byrjuðu þegar að safna fé. Hafði
þetta gengið svo vel, að byrjað var að
byggja slíkt hæli að Kristnesi í Eyjafirði
1926 og það tekið í notkun 1927, með
rúmi fyrir 60 sjúklinga. Síðar var það
stækkað svo, að það gæti tekið á móti 72
sjúklingum. Yfirlæknir hælisins hefur frá
fyrstu verið Jónas Rafnar. Aðstoðarlæknir
— um margra ára skeið — hefur verið
Ríkarður Kristmundsson. Hér er líka um
FRAMHALD.
merkilegt félagsstarf að ræða, sem margir
menn og konur hafa unnið við mikið og
fórnfúst starf.
Arið 1931 byggir rikið hressingarhæli
að Reykjum í Ölfusi fyrir 20 sjúklinga,
sem síðar er aukið, svo að þar em 38
sjúklingar. Var þetta sérstaklega hugsað
til þess að létta af hinum hælunum, og
rýma þar fyrir þeim, sem hætta stafaði
af, og meiri nauðsyn var á lækningu og
hjúkmn. Ekki þótti þetta gefa góða
raun, eða vera hentugur staður eins og
þá var komið í Hveragerði. Var hælinu á
Reykjum lokað 1938, enda hafði þá verið
nokkuð aukin skilyrði fyrir fleiri sjúkl-
inga á Vífilsstöðum.
Konurnar blása sjaldnast
í kaun.
1 öllum menningar- og mannúðarmál-
um og öllu þvi, sem horfir mest til heilla,
eiga kónumar sinn mikilvæga og oft
drýgsta skerf. Þannig var starf þeirra og
þátttaka ekki siðri en karlmanna í heilsu-
hælisfélögunum á sínum tíma. Þannig var
það og við byggingu Landsspítalans o. fl.
Þá hafa Reykvískar konur unnið jiessum
málum stórkostlegt gagn frá fyrstu tíð.
Árið 1919 kemur hjúkrunarfélagið
Likn á fót Rerklavamastöð í Reykjavik.
Hefur þessi stöð og félagskonumar með
því starfi unnið berklavömunum ómetan-
legt gagn. Konurnar sáu þessa Jxörf löngu
á undan ríkisvaldinu, og þær létu ekki
sitja við orðin tóm, frekar en vannt er.
Þetta var að vonum erfitt á þeim tímum,
svo erfitt, að það er ekki fyrr en 1936,
sem þær geta greitt lækni stöðvarinnar
þókmm fyrir störf sín.
Annað kvenfélag í Reykjavík lét þessi
mál ekki heldur afskiptalaus. Kvenfélagið
Hringurinn byggir hressingarhæli fyrir
berklasjúklinga í Kópavogi 1926, fyrir 24
sjúklinga og rekur það, þangað til félagið
gefur ríkinu það í
ársbyrjun 1940. 1 júlí-
mánuði 1940 f ly tur
ríkið þaðan þá berkla-
sjúklinga, er þar voru
að Vífilsstöðum og
Kristnesi, en flytur í
þess stað að Kópavogi
holdsveikasjúklinga
frá Laugamesi, er her-
stjórnin hafði tekið
þann spitala til sinna
nota.
1 sambandi við
hressingarhælið höfðu
konumar nokkum bú-
skap. Þær gáfu ríkinu
hælið og allt sem því
tilheyrði, að imdan-
teknu búinu. Það kom
til mála, að ríkið
keypti af þeim búið.
Settu þær upp sann-
gjarnt verð, sem þeg-
ar var talin nauðsyn að prútta niður. —
Varð þvi ekkert af kaupum, þrátt fyrir
hina rausnarlegu gjöf. Nokkm seinna
munu Hrings-konur svo hafa selt nokkuð
af þessu, sem þama var boðið, fyrir marg-
falt verð. Því líkur er skilningur og hygg-
indi ríkisins oft og tíðum.
Stórt spor í átt til öryggis.
Árið 1935, er exm stórt spor stigið í átt
til öryggis í þessrnn málum, með stofnun
embættis Berklayfirlæknis. Það vill þá
lika svo til, að í embættið hefur valizt sér-
stakur hæfileikamaður, með áhuga og
þekkingu á starfi, Sigurðm Sigurðsson.
Hefur honum þegar orðið mikið ágengt í
glímunni við þennan mikla óvin vorrar
aldar, berklaveikina.
Með stofnun þessa embættis hefst enn
meira, skipulagðara og markvissara starf
í sókn og vöm þessara mála með margvís-
AKRANES
55