Akranes - 01.05.1950, Side 12
g. Kristján Albertsson, rithöf. 1925—-’26
10. Indriði Waage, leikari 1926—1928 og
1940—1941.
11. Friðfinnur Guðjónsson, leikari 1929—
1930.
12. Haraldur Björnsson, leikari 1930—
1933-
13. Lárus Sigurbjörnsson, rithöf. 1933—-
1935-
14. Haraldur Á Sigurðsson, konsúll 1935
—1936.
15. Ragnar E. Kvaran, lei-kari, 1936—
1939-
16. Gestur Pálsson, leikari 1939—1940
og 1947—1949-
17. Valur Gíslason, leikari 1941—1944.
18. Brynjólfur Jóhannesson, leikari 1944
—1947-
19. Þorsteinn ö. Stephensen, leikari, 1949
—1950.
VII.
Indriði spámaður.
Hér áður hefur verið minnzt á Indriða
Einarsson, seni forvígismann um að koma
þjóðleikhússhugmynd þeirra Sigurðar
málara á framfæri, vinna henni fylgi og
gera hana að veruleika.
Árið 1907 ritar Indriði í Skírni mjög
rækilega og merka grein um þjóðleikhús.
Þar talar hann um einangrun og erfið-
leika leikritahöfunda hér á landi. Hve
erfitt sé að fá ísl. leikrit tekin á svið, en
leikritahöfundar læri einmitt svo mikið af
þvi að sjá leikrit á leiksviði. Og séu leik-
rit þeirra tekin á svið, þurfi þeir að keppa
við fjöldann allan af heimsfrægum mönn-
um. Eins og áður er sagt, tók Leikfélagið
fyrst á svið innlent leikrit 1902—'03,
Skipið sekkur, eftir Indriða, og næsta
leikrit 1907—’o8, sem er Nýársnóttin,
líka eftir Indriða. Þetta viðhorf Indriða er
því skiljanlegt. En eins og áður er sagt,
bregzt almenningur vel við, og hefur
aldrei síðan látið sinn hlut eftir liggja.
Indriði ræðir málið og rekur frá rót-
um í þessari grein. Vitnar hann í fornar
heimildir innlendar og erlendar. Honum
dylst ekki fámenni bæjanna í landinu,
sem hljóti að vera nokkur þröskuldur á
framabraut leiklistarinnar. Þá rekur hann
i stuttu máli þróunarsögu leikhúsanna i
Reykjavík, og sýnir frm á, hve þau hali
ifljótt orðið of lítil, löngu fyrr en gert var
ráð fyrir hverju sinni. Að leikhúsið sé þá
notað til svo margs annars en sjónleikja
Honum virðist ekki nema tvennt vera fyr-
ir hendi. Að hætta að sýna sjónleiki eða
byggja nýtt leikhús. Ef hér verði byggt
leikhús, eigi það að vera nógu sterkt og
stórt í 100 ár a. m. k., og vera úr steini.
Til þess að vita hve stórt þurfi að byggja,
telur hann nauðsynlegt að hugsa sér, hve
fljótt bærinn muni vaxa.
Indriða finnst Reykjavík lítil, aðeins
10 þúsund manns í ársbyrjun 1907. Hon-
um finnst fáránlegt að miða við þá tölu,
Remnert hingað í fyrsta sinn og leikur
sem gestur i Andbýlingunum og Galgc-
manden, sem þau Reumert og Aanna Borg
léku tvö. Veturinn 1934—’35 réð félagið
hingað til sín danskan leikstjóra, Gunnar
Hansen. Hann hafði á hendi leikstjórn 5
leikrita. 1937 kom hingað þýzka leikkon-
an, Elisabeth Göhlsdorf og finnski leikar-
inn Arthur Wieland lék sem gestur í sjón-
leiknum „Liliom“. 1942 komu góðir norsk-
ir gestir, skáldið Nordahl Grieg og kona
hans, leikkonan Gerd Grieg, sem tókst á
hendur leikstjórn á leikritinu „Hedda
Gabler‘ . Frúin kom hingað öðru sinni
1943, og hafði þá á hendi leikstjórn á Pétri
Gaut, er þá var í fyrsta sinn fluttur á ísl.
leiksviði. Frú Grieg hefur og síðar sett
hér fleiri leikrit á svið. Reumerthjónin
hala oft komið hingað í heimsókn, leikið
hér og lesið upp, en það hefur haft mikil-
væga þýðingu fyrir ísl. leikara og leik-
húsmenningu. Með batnandi skilyrðum í
leiklistarmálum yfirleitt, aukast mögu-
leikarnir fyrir frekari og fjölmennari
heimsóknum slíkra aufúsugesta.
Ýmsii aðrir staðir á landinu hafa af
miklum myndarskap — þrátt fyrir ótelj-
andi erfiöleika — haldið uppi leiklistar-
starfsemi. Munu þessir staðið vera hinir
í'yrstu sem koma við þá sögu: Akureyri,
ísafjörður, Stykkishólmur, Eyrarbakki,
Akranesi, Hafnarfjörður, Seyðisfjörður,
Ko.lavík, Þingeyri i Dýrafirði og Vest-
mannaeyjar.
Formenn Leiktel. Reykjavíkur.
1. Þorvarður Þorvarðarson, prentsmstj.
1897—is°4-
2. Árni Eiríksson, kapm. 1904—1910 og
1913—‘915-
3. Jens B. Waage, bankastj. 1910—1913-
4. Kristján Ó. Þorgrimsson, konsúll 6/6
1915—18/9 1915.
5. Jakob Möller, sendiherra, 1915—1917
og 1928—1929.
6. Einar H. Kvaran rithöf. 1917—1922.
7. Guðrún Indriðadóttir, leikkona 1922—
i924-
8. Stefanía Guðmundsdóttir, leikona 1924
—1925-
tírynjúlfui Jóhannesson, sem Ógautan í „Dans.nn í Hruna“ 1942.
60
AKRANES