Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar: ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setnlng og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Geopge Bush 1 í hvaða ríki var hann rík- isstjóri?- 2 Hvað þýðir tvöfalda vaffið í nafni hans? 3 Hvað heitir kona hans? 4 Hvað heita börn hans? 5 Fyrir hvaða afbrot hefur hann verið handtekinn? Svör neðst á síðunni Verð fyrir forvitnisskort Leiðarahöfundur New York Times skrifar í gær um það verð sem Bandarfkja- menn hafl þurft að greiða fyrir að hafa kosið forseta sem væri sneyddur fróð- leiksfysn. Þeir hafí vitað það þegar þeir kusu hann en upplýsing- ar sem lagðar hafl verið fram fyrir rannsóknar- nefnd Bandaríkjaþings hafl staðfest það svo um munar. Leiðarahöfund- urinn skrifar að Bush forseti sé að reyna að birtast sem maður sem hafði allt á hreinu í sam- bandi við varnir landsins gegn hryðjuverkum á meðan andstæðan hafl verið staðreynd. Dregið er fram að ólíkt því sem haldið hafl verið fram hafl Bush ekki hitt for- stjóra CIA allan ágúst- mánuð 2001. „Enginn hefur getað fuflyrt hvað Bush gerði eftir að leyni- þjónusturnar sögðust sannfærðar um að hætta steðjaði af al-Kaída í Bandaríkjunum." Torfalög Að„gjalda torfalögin" er fá- tltt orðalag sem þýðir„að gera skyldu slna"og í Mergi málsins er gefið dæmi um notkun þess:„Eftir tuttugu ára starfvið bókaútgáfu hlýt ég að vera búinn að gjalda torfalögin og getþví hætt með góðri samvisku." Þetta orðatiltæki er frá upphafi 19.aldar og höfundur Mergsins,Jón G. Friðjónsson, segir torfalög vera sama orðið og„torfu- gjald" eða„torfulög" sem fyrir komi í sænskum lögum I merkingunni:„Gjald sem maður, sem úrskurðaður hafði verið dauður, ög sett- urmillum steins og torfu, átti heimtingu á efhann gat sannað að hann væri á llfi." Málið I.Texas — 2. Walker — 3. Laura - 4. Barbara og Jenna (þær eru tvíburar) - 5. Ölvun- arakstur C o !/) £ e? ro C cn cc O *o £ *o (U Vegakortið rifið George W. Bush Bandaríkjaforseti hef- ur rifið vegakort friðar í Miðaustur- löndum með því að fallast í öllum at- riðum á tillögur Ariel Sharon, forsætisráð- herra ísraels, um lausn Palestínumálsins. Aðeins fáar afskekktar byggðir ísraelskra landnema í Palestínu verða rifnar, en þorr- inn verður áfram. Eins og venjulega hundsar ríkisstjórn Bandaríkjanna alla aðila, sem komu að hinu margumrædda vegakorti, sem átti að fela í sér friðarsamning málsaðila og afturhvarf herja ísraels til landamæranna frá 1967. Hún hundsar Sameinuðu þjóðimar og Evrópu- sambandið, fyrir utan Palestínumenn. Tony Blair, forsætisráðherra Bredands, lýsti umsvifalaust stuðningi við þann úr- skurð Bush, að farið skuli einhliða að öllum tillögum Sharon. I þessu máli sem öðmm standa saman þrír trúarofstækismenn, sem telja sig hafa umboð sitt frá Guði fremur en kjósendum og em í krossferð gegn íslam. Samkvæmt úrskurði þremenninganna fá Paiestínumenn Gaza-svæðið til baka, enda hefur komið í ljós, að ísraelskir kjósendur og landnemar kæra sig ekki um það. Vestur- bakki Jórdans, sem er meginhluti Palestínu, verður áfram meira eða minna undir stjórn ísraels, sem er að reisa þar mikla múra. Þetta gerir illt verra í alþjóðamálum. Hafi sumir múslimar hingað til efast um, að Bush og Blair séu í krossferð gegn þeim, þá efast þeir ekki lengur. Baráttusveitir múslima munu eflast, einkum hinar róttækari, sem stunda sjálfsmorðsárásir og önnur hryðjuverk gegn kristnum mönnum á Vesturlöndum. Ofsatrúarmennirnir þrír hafa sett ráða- menn Evrópuríkja í stóran vanda. Margir eru vanir að taka mikið tillit til vilja Bandaríkj- anna sem heimsveldis, þótt þar sé á hæstu stöðum komið til skjalanna trúarofstæki, sem jaðrar við geðbilun. Meðal annars eru íslenzkir landsfeður í klípu. Mál þetta sýnir, hve varhugavert er að sækj- ast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Ef ísland eignast fulltrúa þar, lendir hann í því að þurfa að þjónusta Bandaríkin með því að greiða atkvæði gegn hagsmunum íslams. Sæti í ráðinu mun auglýsa undirgeftii íslands gagnvart Bandaríkjunum. Miklir tímar ófriðar og hryðjuverka eru fyrirsjáanlegir, ef Bush verður endurkjörinn forseti næsta vetur. Fall hans er eina von mannkyns um betri friðartíð á næstu árum. Það mun einangra hina ofsatrúarmennina, Blair og Sharon, og gera þá tiltölulega áhrifalida sértrúarmenn í alþjóðamálum. Meðan þessi ósköp ganga yfir er ekki ástæða fyrir ísland að taka sér stöðu, sem verður skil- in sem aðild að krossferðum þriggja truflaðra trúarofstækismanna, Bush, Blair og Sharon. Jónas Kristjánsson 7 fr staðfastir menn Hannes Hólmsteinn Gissurarson . Stendur fast á skoðunum sin- i um um fánýti rlkisvaldsins þó ’ að hann þiggi þaðan laun. Magnús Skarphéðinsson Trúir statt og stöðugt á drauga þó að hann hafi aldrei getað *■ sýntþá. Ástþór Magnússon Alltafl framboði þó að eftir- spurnin sé engin. Ólafur Ragnar Grímsson Breytir ekki hárgreiðsiunni hvern- ig sem vindar blása I tísku- heiminum. Guðni Ágústsson i Hefur trú á sauðfjárbúskap þó '*i að hann gangi alls ekki upp. Sigurður G. Guðjónsson Alltaf bjartsýnn þó að allt gangi á afturfótunum. Gunnar í Krossinum ^fiatast við homma £ þótt heimurinn fagni ■"þeim. mundur Davíð og Kristján Kristjánsson mættir og undir eðlilegum kringum- stæðum hefði fólki ef- laust fundist þeir ráðast harkalega að dómsmála- ráðherranum rökfasta en eftir skelegga framistöðu þeirra Þórhalls og Jó- hönnu stóðust þeir því miður ekki samanburð. ÞVÍ NIÐURSTAÐA hins rökfasta Björns er að breyta verði lögunum þannig að kærunefhdin títtnefnda sé ekkert að skipta sér af. Og ef það verða afleiðingar af skipun Ólafs Barkar, náfrænda Davíðs, þá skiptir það Björn engu þvr ákvarðanir eru alltaf að draga dilk á eftir sér. Ráð- herrar hafa oft verið dæmdir til að greiða skaðabætur, jafnvel fyrir Hæstarétti, og þvr skiptí í raun litíu hvort Hjördís Hákonardóttir fari í mál við ráðherra. Slíkt hefur gerst áður og mun örugglega gerast aftur. MESTA ATHYGLI okkar á DV vakti samt ekki sá rökfasti málflutningur sem Björn viðhafði heldur þættirnir tveir, Kastljós og ísland í dag. Þetta var nefnilega svo skemmtílegt allt saman. Þórhallur og Jóhanna hófu kvöldið á því að spyrja Björn spjör- unum úr og gáfu hvergi eftir. Þau vom samt kurt- Amma Fyrst og fremst eis og sýndu Birni þá virðingu að út- skýra fyrir honum spurningarnar trekk í trekk og leiddu hann í gegn- um þetta þvr stundum áttí Björn fulit í fangi með að fylgjast með og skildi ekki allt sem fram fór. En þau skötuhjú gáfust ekki upp og spurðu aftur og aftur. Stundum spurðu þau hinsvegar svo oft að Björn bara gat ekki stunið upp úr sér svari. Eins og þegar Þórhallur spurði Björn tvisvar ef ekki þrisvar að því hvort það hafi ekki verið svoldið vandræðalegt að Ólafur þessi Börkur Þorvaldsson, náfrændi Davíðs, hafi einmitt verið ná- frændi Davíðs. Björn hinn 9 valdsson- ” q Það er okk- ur á DV virkileg ánægja að segja frá þvr að leiðir Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Ólafs Barkar Þorvaldsson- ar liggja skemmtilega saman. Ekki aðeins eru þeir frændur heldur eins og kemur fram aftar í blaðinu þá skrifaði Davíð undir skipunarbréf náfrænda srns en þeir em systkinabörn. Þau Lúðvík Norðdal Davíðsson, héraðslæknir á Eyrarbakka og síðar á Selfossi, og Ásta Jónsdóttir húsfreyja eignuðust Þorvald Lúðvíksson, fyrrverandi gjaldheimtu- stjóra Reykjavíkurborgar, og Ingibjörgu Kristínu Lúðvíksdóttur, fyrrverandi banka- ritara. Þorvaldur er faðir Ólafs Barkar Þor- valdssonar en Ingibjörg Kristín Lúðvíksdóttir er mamma Davíðs Odssonar. rökfasti svaraði því ekki en talaði um eitthvað annað eins og verðandi þjóðarleiðtogum er stundum siður. í KASTLJÓSI voru þeir Sigmundur Davíð og Kristján Kristjánsson mættir og undir eðlilegum kringum- stæðum hefði fólki eflaust fundist þeir ráðast harkalega að dómsmála- ráðherranum rökfasta en eftir skel- egga framistöðu þeirra Þórhalls og Jóhönnu stóðust þeir því miður ekki samanburð. Björn sjálfur stóð sig hinsvegar eins og hetja þrátt fyrir að hiksta eilítið en hann viðurkenndi það í Kastljósi að hann stæði rök- fastur fyrir og undirstrikaði þann grun þjóðarinnar að hann, Björn Bjarnason hinn rökfastí, skipti ekki um skoðun, hvað sem tautar og raular. Hann stendur rökfastur fyrir - enda einn þeirra staðföstu manna sem halda þessu þjóðfélagi saman - og hamraði hann stöðugt á því að hann hefði tekið málefrialega af- stöðu til málsins án þess þó að tala mikið um hver sú mál- efnalega afstaða væri. Nema þá helst að Ólafur Börkur Þorvaldsson, náfrændi Davíðs, viti meir en aðrir um Evrópurétt þrátt fýr- ir að vera ekki jafn hæf- ur og flestir þeir sem sóttu um dómarastöð- Keppt ÞÓTT VIÐ FEGIN VILDUM: Ævintýrið um Bjöm Bjamason virðist engan endi ætla að taka. í fyrradag mætti hann bæði í Kastljós og ísland í dag og sagðist rökfastur standa á sínu. Hann skipaði Ólaf Börk Þorvalds- son, náfrænda Davíðs, í Hæstarétt vegna þess að hann mátti það. Ber sjálfur ábyrgð á því og getur rökstutt þá ákvörðun og hefur víst gert það margoft. Rökin? Ja, þau eru þau að hann stendur rökfastur á sínu og aðrir sem ekki bera ábyrgð á þeirri ráðningu eiga að sleppa því að vera að skipta sér af. Þá skiptir engu hvort flestír aðrir umsækjendur hafi verið miklu hæfari en Ólafur Börkur. Hann er með próf í Evrópuréttí og það er eina ástæðan fýrir því að Björn réði Ólaf Börk. Ekld af því að aðrir vom hæfari en hann. una.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.