Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 Fréttir DV Davíð Oddsson féllst sem handhafi forsetavalds á tillögu Björns Bjarnasonar að skipa frænda sinn Ólaf Börk Þorvaldsson sem dómara. Össur Skarphéðinsson segir að Björn hafi gert mistök við ráðningu Ólafs Barkar. Steingrímur J. Sigfússon vill að brot Björns á jafnréttislögum verði útkljáð fyrir Hæsta- rétti. Guðjón A. Kristjánsson segir að Björn ætti að virða lögin og íhuga afsögn. Björn svarar fyrir ráðn- inguna á Alþingi í dag. Sigurður Líndal segist engan hafa hitt í lögmannastétt sem telji Ólaf Börk hæf- asta umsækjandann um hæstaréttardómarastarfið. BJörn BJarnason Sagði Hæstarétt vera með vnngo- i/eítur um hæfi umsækjenda. „Föllumst á tillöguna," skrifaði Davíð Oddsson undir tillögu Björns Bjarnasonar um að skipa Ólaf Börk Þor- valdsson dómara við Hæstarétt 19. ágúst síðastliðinn. Undir hana skrifuðu einnig aðrir hand- hafar forsetavalds. Handhafarnir stað- festu síðan forseta- bréf Ólafs Barkar 19. ágúst 2003. Þar skrifaði Davíð efstur, svo Halldór Blöndal forseti Alþingis og Guðrún Erlendsdóttir þáverandi forseti Hæstaréttar. í bréfi Björns stóð: „Leyfi ég mér að leggja til, að yður, handhafar valds forseta íslands, mætti þóknast að sldpa Ólaf Börk Þorvaldsson til þess að vera dómari við Hæstarétt íslands frá 1. september 2003 að telja.“ Fyrr um daginn hafði Björn kynnt ákvörðun sína fyrir ríkis- stjórn á hefðbundnum ríkisstjórn- arfundi. Handhafarnir gegndu for- setastörfum í fjarveru Ölafs Ragn- ars Grímssonar forseta. Davíð og Ólafur Börkur eru systJcinabörn, móðir Davíðs og faðir Ólafs Barkar eru systkini. Björn gerði mistök Fyrir hádegi í dag verður utandagskrárumræða á Al- þingi sem Jóhanna Sigurð- ardóttir þingkona Sam- fylkingarinnar fór fram á. Þar má búast við að hart verði sótt að Birni fyrir að skipa Ólaf Börk. Með því gekk hann þvert á álit Hæsta- réttar og braut jafn- réttislög að mati kærunefndar jafn- réttismála. Össur Skarp- héðinsson for- maður Samfylk- ingarinnar segir að Björn Bjarnason hafi gert mistök við að ráða Ólaf Börk. „Ég tel litlum efa bland- ið að dómsmála- ráðherra hafi ekki málefnaleg rök til að ganga framhjá Hjördísi Hákonar- dóttur þegar hann tók Ólaf Börk fram yfir hana þegar litið er á mennt- un, reynslu, fræði- mennsku, einkunnir lagaprófi, ritstörf eða aðra mæli- kvarða. Það hefur því Össur Skarphéðinsson verið af ein- „Þoð hefurþví verið afein- hverjum öðr- hve?T öðrT hvörT «»1h--£SS“ en faglegum þegar Ólafur Börkur var skipaður," segir össur Skarphéðinsson for- maður Samfylkingarinnar. Hann Ólafur Börkur Þorvaldsson Hæstiréttur ætlaði ekki að hann yrði dómari. segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ávallt lagt á það áherslu að fara með dómsmálaráðuneytið. „Það var sýnt fram á það í blaðagrein árið 2001 að meirihluti dómara í Hæstarétti hefði gegnt störfum fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Það kastar ekki rýrð á hæfi þessara dómara að sögn Össurar en getur unnið gegn almennu trausti á hlutleysi dóm- stóla. Hann telur mikilvægt að nýju fyrirkomulagi verði komið á til að velja hæstaréttardómara og vill að Alþingi komi þar að málum. Best að málið fari fyrir Hæstarétt Steingrímur J. Sigfússon segir að líklega sé best að þetta mál gangi alla leið fyrir dómstólum. „Mér finnst Björn taka ákaflega óskynsamlega á úrskurði kæru- nefndar jafnréttismála. Ef hann hefði tekið henni eins og maður, þá hefði þetta orðið minna máJ en hann hefur valið að setja undir sig hausinn," segir Steingrímur J. Sig- fússon 'formaður Vinstri Grænna. „Mér þykja ummæli hans um jafn- réttislögin með ólík- indum og tíma- skekkjan í því máli séu fyrst og fremst viðhorf og viðbrögð Björns Bjarnason- ar," segir Steingrímur. Hann telur ekld að þetta mál sé sambærilegt við þau mál sem áður hefur verið dæmt í í sambandi við jafn- réttislögin. „Mér finnst mjög skrýtið af ráðherranum að ýta til liliðar faglegu mati á þvl hver sé hæf- astur til að gegna dóm- arastöðu í Hæstarétti, það mynd- um við ekki gera ef þetta hefði verið yfirlæknis- staða," segir Steingrímur J. Sigfús- hann son Finnst að Björn eigi að vera dreginn fyrir dóm. Enginn telur Ólaf Börk hæfastan Það var aldrei ætlun Hæstarétt- ar að Ólafur Börkur yrði ráðinn Hæstaréttardómari. Af þeim átta sem sóttu um segja sérfróðir menn að Ólafur Börkur hafi verið á með- al þeirra sem voru minnst hæfir. Sigurður Líndal prófessor emeritus segist ekki hafa hitt neinn í lög- fræðistétt sem telji að Ólafur Börk- ur Þorvaldsson hafi verið hæfastur til SMpunarbréf Ólafs Bark- ar N áfrændi hans, Davíð Oddsson, skrifar undir sem handhafí forsetavalds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.