Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 9 að fá stöðu hæstaréttardómara. „Ólafur Börkur var mjög neðarlega í röðinni af umsækjendunum," segir Sigurður. Hinn nýskipaði dómari hefur ekki fyrstu einkunn á lagaprófi en það hefði gert hann vanhæfan áður en lögum um Hæstarétt var breytt. Hann hlaut þó ágætiseinkunn í framhalds- námi í Evrópurétti í Lundi í hitteð- fyrra. Hagar sér eins og Hriflu- Jónas Hæstiréttur viðhafði venju sem hefur verið sú að meta hvort um- sækjendur uppfylltu lágmarksskil- yrði, reifa síðan verk þeirra og störf og gefa skilaboð um það hverjir væru heppilegastir til starfans. Niðurstaðan varð sú að Eiríkur Tómasson prófessor við HÍ og Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmað- ur voru taldir heppilegastir. Þetta segja heimildir DV innan úr Hæstarétti hafa átt að veita vís- bendingu um með hverjum mælt hefði vérið. „Ég myndi ráð- leggja dóm- urunum að tala skýrar," segir Sigurð- ur Líndal. Hann segir að í ljósi þess við hverja sé að eiga nægi ekki að dómararnir komi fram með kurt- eislegar ábendingar. „Mér finnst Björn Bjarnason haga sér svipað og Hriflu-Jónas í þessu máli," segir Sigurður Líndal en Jónas hreinsaði til í Hæstarétti þegar hann var dómsmáiaráðherra, vék þeim sem honum voru ekki þóknanlegir úr starfi og skipaði menn sem honum þótti meira til koma. „Þá heyrðist nú í mörgum, meðal annars frænd- um Bjöms," segir Sigurður en tekur fram að þeir dómarar sem skipaðir vom hafi verið mjög hæfir. Engar vangaveltur Björn Bjarnason kallaði það vangaveltur hjá Hæstarétti að telja Ragnar H. Hall og Eirík Tómasson heppilegustu umsækjendurna. „Hvergi í umsögn dómara hæsta- réttar eru umsækjendur dregnir í dilka sem hæfir eða hæfastir. Dómararnir telja alla hæfa, síðan bæta þeir við vangaveltum um að heppilegast sé fyrir réttinn að fá menn með kunnáttu í réttarfari og nefna þá tvo sérstaklega til sög- unnar," sagði Björn á vefsíðu sinni í ágúst. DV hefur nú heyrt það álit manna innan Hæstaréttar að þarna hafi alls ekld verið á ferðinni vangaveltur heldur skýr vísbend- ing til þeirra sem hafa skipunar- valdið. Björn sagði enn fremur að núverandi skipan hafi þann kost „... að hún gerir mönnum kleift að beina gagnrýni sinni að einum manni, sem ber ábyrgð á veitingu embættisins". Þeirri gagnrýni mætir ráðherrann þessa dag- ana. Kærunefnd jafnréttis- mála hefur kveðið úr um að hann hafi brotið jafnréttislög með því að taka Ólaf Börk fram yfir Hjördísi Hákonar- dóttur. Kærunefndin bar hæfi þeirra tveggja saman og fann út að hún væri hæfari umsækjandi en sá sem var skipaður. I' Hefði orðið undir í sam- anburði Hingað til hefur komið fyrir að deilt sé um hverjir séu skipaðir Hæstaréttar- dómarar en reyndur lög- maður tjáði blaðamanni að í þeim tilvikum hefði ekki verið efast um hæfi þeirra sem skipaðir hefðu verið, ávallt hefðu mjög góðir kandídatar verið skip- aðir. Þessi lögmaður sagði að það hefði ekki komið fýrir áður að ráðherra hefði skip- að mann sem flestir væru sammála um að væri ekki á meðal hæfustu umsækjend- anna. Lögmaðurinn fullyrti að Ólafur Börkur hefði orðið undir í samanburði við nán- ast alla hina umsækjendurna. Umboðsmaður Alþingis hefur nú til umfjöllunar kærur Ei- ríks Tómassonar, Ragnars H. Hall og Jakobs MölJer. Þeir féllust á að málið yrði tekið fyr- ir í einu lagi og er málið nú í vinnslu hjá Umboðsmanni. Ætti að íhuga afsögn Guðjón Arnar Kristjánsson for- maður Frjálslyndaflokksins telur að Björn hefði átt að íhuga afsögn vegna þessa | f§if§I|p! „Mér að megi sína Guðjón A. Kristjánsson Finnst aö Björn eigi að ihuga afsögn. máls finnst hann skoða stöðu, ann- ars staðar hefðu komið upp kröf ur um að hann ætti að taka pokann, frekar en að fara í hitt hornið og mótmæla lögunum sem hann hefur brotið," segir Guðjón. Hann segir að stjórnarandstaðan öll hljóti að leggja hart að ráðherranum á þingi í dag. „Dómsmála- ráðherra landsins getur ekki sagt að ef honum líki ekki einhver lög, þá ætli hann ekki að fara eftir þeim." kgb@dv.is Sjálfstæðismenn um stöðu Björns Davíð Oddsson Var ekki til svara enda að sinna embættiserindum í New York. Geir H. Haarde Svaraði hvorki skilaboðum né tölvupósti. Guðlaugur Þór Þórðarson „Ég verð að viðurkenna að ég hefekki komist í að skoða þetta mál." Pétur H. Blöndal „Það undarlega í þessu máli er það að Hæstiréttur teluralla umsækjendur hæfa en tvo afþeim heppilegasta. Það er I raun brot á jafnræðisreglu því þeir tveir karlmenn geta ekki kært á grundvelli laganna sökum kynferðis síns - en konurnar geta það. Ég heflöngum lýstyfir van- trú á jafnréttislögunum og tel að með svona hausatalningum séu menn frekar að ráðast á hitamælinn en sjúk- dóminn sjálfan. Efráðherra skipar konu sína og mömmu og frænkur í nefndir og ráð getur vel verið að hann geti lagað fjölda hausanna en það breytir engu með jafnréttið f landinu." Sigurður Kári Kristjánsson ■' „Ég er alls ekki viss um að *'jjkjt um brot á jafnréttislögum gv Æ sé að ræða.Ætla að eftir- ™ 4E láta öðrum að kveða á um það. Tek hins vegar undir það sjónar- mið að miðað við þá úrskurði hæsta- réttar sem liggja fyrir þá sé ástæða til að endurskoða jafnréttislögin. I raun snýst þetta um það hvortjákvæð mis- munun sé réttlætanleg. Ég held að mis- munun geti í eðli sínu verið jákvæð enda erástæða fyrirjafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem bannar mis- munun byggða á kynferði.Jafnrétt- islögin heimila hins vegar kynbundna mismunun og það getur ekki verið gott." Sólveig Pétursdóttir Svaraði hvorki skilaboðum né tölvupósti. Guðmundur Hallvarðsson „Ég, hérna, er á fundi og á erfitt með að kommenta eins og er." Árni M. Mathiesen Svaraði hvorki skilaboðum né tölvupósti. Sigríður A. Þórðardóttir „Ég er að fara upp í flugvél og get ekki talað við þig." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Svaraði hvorki skilaboðum né tölvupósti. Gunnar I. Birgisson „Þetta verðurað fara sínar leiðir f kerfinu. Get ekki tjáö mig um hvort brotið hafi verið á jafnréttislögum en hugsa að Björn myndi ekki gera það aðyfírlögðu ráði. Björn er heiðarlegur og grandvar maður og vill gera hlutina rétt." Birgir Ármannsson Svaraði hvorki skilaboðum né tölvupósti. Bjarni Benediktsson Svaraði hvorki skilaboðum né tölvupósti. Árni Ragnar Árnason „Ég hefekkert um þetta að segja." Drífa Hjartardóttir Svaraði hvorki skilaboðum né tölvupósti. Guðjón Hjörleifsson „Ég held að það eigi að skoða þetta betur. Finnst Björn hafa margt til sín máls. Það eru engin lög svo heilög að þau þoli ekki endurskoðun og ég held að Björn hafí valið þann sem hann taldi hæfastan í þetta mál." Halldór Blöndal Svaraði hvorki skilaboðum né tölvupósti. Sturla Böðvarsson Svaraði hvorki skilaboðum né tölvupósti. Einar Kr. Guðfinnsson „Ég tel fráleitt að ímynda sér að Björn hafi brotiö jafnréttislög. Veitingavaldið er í höndum ráðherrans varðandi ráðningu hæsta- réttardómarans og að baki því voru málefnaleg rök. Ákvæði jafnréttislaganna bindur hann ekki og I tilviki Ólafs Barkar færði hann góð rök fyrir þvi afhverju hann hefði verið ráðinn. Efmenn vilja túlka jafnréttislögin sem heilög er í raun búið að taka veitinga- valdið úr höndum ráðherrans sem er andstætt stjórnsýslunni." Einar Oddur Kristjánsson Svaraði hvorki skilaboðum né tölvupósti. Arnbjörg Sveinsdóttir Ekki náðist i hana. Verjandi vill gögn um veikindi Vaidasar fyrir íslandsför Sharon í Hvíta húsinu Vill sjúkragögn frá Litháen Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jónasar Inga Ragnarssonar, þess sak- bornings sem stöðugt heldur fram sakleysi sínu, segir frétt DV um veikindi Vaidasar fyrir íslandsförina verá athyglisverða. „Ég dreg ekki í efa að þetta séu réttar upplýsingar og þær kalla á að ákæruvaldið útvegi gögn um þetta ffá Litháen. Þetta eru slíkar upplýsingar að þær geta haft mikil áhrif á sönn- unarfærsluna í málinu. Þetta maga- sár hins látna kann að skýra ýmislegt. Til að mynda kann það að vera höf- uðorsök þess sem haldið er ffam, að hinn látni hafi spýtt blóði í bílnum," segir Sveinn. DV greindi ffá því í gær og hafði eftir móður Vaidasar Jucevicius og lögregluyfirvöldum, að Vaidas hefði í fangelsi árið 2003 veikst al- varlega af magasári og lungnabólgu og verið eftir það til með- ferðar hjá lækni og á spítala. Hann hefði enn ver- ið alvarlega veikur af þessum kvillum þegar hann hélt í feigðarför sína til íslands með mikið magn af fíkniefhi í maga sín- um. Sveinn segist ekki minnast þess að upplýsingar um þessi fyrri veik- indi Vaidasar hafi komið fram í þeirri krufningsskýrslu sem fyrir liggur. „Ef þetta er meðvirkandi þáttur í dánar- orsökinni þá þarf rannsóknin að leiða það í ljós og því nauðsynlegt að kalla eftir sjúkragögnum ffá Litháen. Það teldi ég eðlilegan ffamgang málsins í ljósi þessara tíðinda. Það blasir við að ef meinaffæðingur ædar að svara spurningum um málið fyrir rétti þá þarf hann að hafa þessi gögn við hendina," segir Sveinn. Grétar Sigurðarson hefur skipt um verjanda. Hann ákvað að fá sér lögffæðing með meiri reynslu af sakamálum og því hefur Brynjar Níelsson tekið við af Ólafi Ragnars- syni. Brynjar segist í samtali við DV vera svo nýkominn að málinu að hann kjósi að tjá sig ekki um hvort þessar nýjustu fféttir breyti nokkru fyrir sinn nýja skjólstæðing. Arafat reiður Bush Palestíhumanna, brástreið- ur við þeirri ákvörðun Bush Bandaríkjaforseta að sfyðja áædun Ariels Sharon um endurskipulagningu landa- mæra í Gaza og á Vestur- bakkanum. Áætíunin gerir ráð fyrir að ísraelsmenn hverfi frá Gaza en haldi í staðinn nokkrum byggðum á Vesturbakkanum. Bush áttí fund með Sharon í fyrradag og sagði að honum loknum að útilokað væri að palest- ínskir flóttamenn, sem misstu heimili sfn við stofnun ríkisins árið 1948, gætu snúið aftur til heimkynna sinna í ísrael. Þetta þykir vera viðsnúningur í stefnu Bandaríkjastjómar og telja fréttaskýrendur vestra að með þessu vilji Bush forseti afla sér fylgis meðal gyðinga í Bandaríkjunum. Arafat var harðorður í gær og sagði Palestínu- menn aldrei myndu hvika í baráttunni fyrir sjálf- stæðu ríki og því að palestínskir flóttamenn fengju að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í ísrael. Ahmed Quirei, for- sætisráðherra Palestínu- manna, tók í sama streng og sagði yf- irlýsingu Bush forseta myndi ýta und- ir óstöðugleika og átök fyrir bohii Miðjarðarhafs. Khaled Mashel, leið- togi Hamas, var enn harðorðari og sagði ekkert annað í stöðunni en halda áffam vopnaðri baráttu gegn ísraelsmönnum. Sharon Hefur stuðning Bush vísan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.