Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Page 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 13 Fleiri koma en fara Á fyista ársfjórðungi þessa árs voru aðfluttir hing- að til lands 222 umfram brottflutta samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær- morgun. Svo virðist sem fólksflutningar hafi snúist við hvað þetta varðar að undan- fömu en í fýrra fluttu 133 fleiri frá landinu en til og 275 árið þar á undan. Sagan sýnir að þessir flutningar hanga vel saman við efnahagsfram- vinduna en atvinnuástandið á hverjum tíma ræður miklu um hversu margir flytjast til og frá landinu. Þannig flutt- ust talsvert fleiri til en frá landinu þegar síðasta upp- sveifla í efnahagslífinu stóð sem hæst á árunum 1998 til 2001. Efedrín íbann Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin hefur nú bannað alfarið sölu á fæðubótarefnum sem innihaida efedrín (ephedrine alkaloids), vegna upplýsinga um skaðsemi þess á manns- líkamann. Stofnunin ráðleggur einnig öllum þeim sem eru að neyta vara sem innihalda efedrín að hætta því hið fyrsta. Er þetta gert vegna upplýsinga sem safnast hafa upp undan- farin ár og áratug varð- andi skaðsemi efedríns á mannslfkamann. Efedrín er ólöglegt til al- mennrar neyslu á ís- landi. Aukning á erlendu vinnuafli í nýjum tölum Hagstof- unnar um fólksflutninga til og frá landinu á fýrstu þrem mán- uðum ársins kemur í ljós að megnið af að- fluttum umfram brottflutta em erlendir ríkis- borgarar. Af 222 einstakling- um sem komu umffam þá sem fóm á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs vom 169 eða 76% erlendir ríkisborgarar. Opnun vinnumarkaðarins með tilkomu aðildar lands- ins að EES-samningnum í upphafi síðasta áratugar á hér stóran hlut að máli. SÍF á siglingu Salan hjá Iceland Seafood, dótturfýrirtæki SÍF í Bandaríkjunum, jókst um 10-11% á fýrsta fjórð- ungi þessa árs, miðað við sama tíma í fýrra. Á síðasta ári var velta Iceland Seafood 140 milljón- ir dollara, eða um 10 millj- arðar króna og jókst um 3% milli ára. Á síðasta ári vom Bandaríkin annar stærsti markaður SÍF og tekjur í Bandaríkjunum námu um fimmtungi af veltu samstæð- unnar. Stefnumótunarskýrsla um viðbrögð við loftslagsbreytingum verður ekki lögð fram í haust. Verðandi umhverfisráðherra hefur áhyggjur af málinu. Utanríkisráðherra hefur ekki fengið bréf frá áhyggjufullum þingmönnum Norðurskautsríkja. Ekki er gert ráð fyrir því að stefnumótun um viðbrögð við lofts- lagsbreytingum á norðurslóðum verði samþykkt í haust vegna tregðu Bandaríkjamanna. ítarleg vísindaskýrsla verður kynnt í haust en stefnumótunarplaggið bíður þess að vísindalegu nið- urstöðurnar verði samþykktar hjá aðildarlöndunum. Málið hef- ur verið eitt af áhersluatriðum íslendinga í formennsku Norður- skautsráðsins. Samkomulag er á milli aðildarrlkja Norðurskautsráðsins um að stefnu- mörkun um viðbrögð við loftslags- breytingum á norðurslóðum sé órofa hluti af stærsta verkefni ráðsins. Ákveðnar hugmyndir um það efiú verða kynntar ráðherrum Norður- skautsþjóðanna á fundi í Reykjavík í nóvember, að sögn Gunnars Pálsson- ar sendiherra sem er formaður emb- ættisnefndar Norðurskautsráðsins. Hann segir að Norðurskautsráðið hafi unnið brautryðjendastarf í rannsókn- um á sviði loftslagsbreytinga, sem al- þjóðasamfélagið muni taka fullt tillit til á komandi árum. Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður umhverfisnefndar Alþingis og fuiltrúi íslands í þingmannanefndinni, sagði á Alþingi í síðustu viku að þing- mannanefiidin hafi af því áhyggjur að Bandaríkjastjóm hafi sett sig á móti því að stefnumótunarskjal yrði birt í haust sem hluti af heildarskýrslu. Af þeirri ástæðu hafi formaður þing- mannanefndarinnar skrifað bréf til formennsku ráðsins sem er í höndum Halldórs Ásgrímssonar. Gunnar kann- ast ekki við að hafa fengið þetta bréf. í skýrslu þingmannanefndarinnar á síðasta ári var sagt frá því að var- fæmustu spár bendi til örrar bráðnun- ar íss og jökla sem og breytinga á hita- stigi sjávar og það hafi afleiðingar fýrir ísland. „Nú þegar má greina margvís- leg áhrif loftslagsbreytinga á norður- slóðum og ljóst þykir að þróunin við Norðurskaut sé eins konar fyrirboði þess sem koma skal annars staðar í heimlnum." Gunnar Pálsson segir að ACIA- verkefnið svokallaða sem fjalli um mat Breskir kennarar hafa fengið sig sadda af holskeflu ásakana um kynferðisbrot Vilja vörn gegn upp- lognum ásökunum Kennarar í Bretlandi gera þá kröfu að börn sem ranglega saka þá um kynferðisbrot eða önnur of- beldisbrot verði dregin til ábyrgðar. Guardian greinir ffá því að samtök kvenskólastjóra í Bretlandi hafi samþykkt að skora á löggjafann að breyta lögum þannig að hægt verði að krefja börnin eða forráðamenn þeirra um skaðabætur ef þau leggja fram falskar ásakanir. Benda sam- tökin á að síðustu tíu ár hafi 1.782 ásakanir komið upp á hendur félög- um þeirra en aðeins 69 þessara mála leiddu til sakfellinga. Kennar- arnir segja að illkvittnar ásakanir geti lagt í rúst starfsferil þeirra og hjónaband. Einnig vilja kennararn- ir að áskanir á hendur þeim liggi í þagnargildi þar til búið sé að rann- saka málin. Charles Clarke, menntamálaráðherra Breta, hefur tekið vel í þessar hugmyndir en hef- ur þó efasemdir um að lagasetning sé rétta leiðin. Jack Jackson, tals- maður kennarana, hvatti til laga- setningar: „Það sem gerst hefur á 10 árum er að staða barnanna hefur styrkst til muna,“ sagði Jackson, „ríkjandi viðhorf þeirra sem vinna með börnum er að þau ljúgi aldrei. Litið er á kennarann sem sekan og það verður hans Jilutskipti að hreinsa sig af ásökunum." Hann bendir á að það geti tekið mánuði, jafnvel ár að ljúka rannsóknum vegna ásakana um kynferðisbrot kennara. „Þeir sem verða fýrir fölskum ásökunum fá aldrei mála- lok. Þetta gefur lagt líf þeirra í rúst en sá sem lagði fr am ásökunina get- ur gengið á braut eins og ekkert hafi í skorist," sagði Jackson. Kennara- samtökin hafa nú þegar hvatt fé- lagsmenn sína til þess að fara ekki í skólaferðir með böm af ótta við að fá á sig falskar ásakanir um ofbeld- isbrot. SigríðurAnna Gunnar Pálsson Þórðardóttir Lýsti sendiherra Segir áhyggjum afaf- visindaskýrslu verða stöðu Bandarikja- kynnta í Reykjavik í manna á Atþingi. haust. Hún sé grund- vallarskýrsla. á áhrifum loftslagsbreytinga á norður- slóðum sé eitt mikilvægasta verkefiú Norðurskautsráðsins um þessar mundir. Komið hefur fram í ræðum að um tímamótaverkefni sé að ræða. Niðurstöðurnar verða settar ffam í þremur skýrslum, sú fyrsta sé um- fangsmikil vísindaskýrsla, önnur skýrslan er samantekt um helstu atriði vísindaskýrslunnar fyrir almenna les- endur en þriðja skýrslan er Jrin um- rædda stefnumörkun um viðbrögð við loftslagsbreytingum. Gunnar segir að vísindalilutinn sé mjög vel á veg kominn og verði kynnt- ur á fundinum í nóvember. „Stefnu- mörkunin, þ.e. síðastnefnda skýrslan er komin skemmra, enda talið að nauðsynlegt að Júnar vísindalegu nið- urstöður séu staðfestar í öllum aðild- arrfkjunum áður en sameiginleg við- brögð við þeim verða ákveðin." kgb@dv.is SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsingum breytingu á aðalskipulagi í Reykjavík í samræmi við 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Mýrargata. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024 vegna Mýrargötu sem lítur að því að svæðið í heild verði skilgreint með blandaðri landnotkun hafnar- og athafnasvæðis og blandaðri byggð í aðalskipulagi enda Ijóst að ákvörðun um landnotkun svæðisins og mörk landnotkunarsvæða verður ekki tekinn fyrr en í deili- skipulagi. Svæðið sem afmarkast í grófum dráttum, eins og nánar má sjá á uppdrætti, til norðurs af sjó, Ægisgötu og götu- bút austan Hafnarbúðar til austurs, norðurmörkum lóða við Vesturgötu og Vesturgötu til suðurs og Grandagarði og Ánanaustum til vesturs, verður með blandaðri land- notkun hafnar- og athafnasvæðis merktu HA2 gamla höfnin annars vegar og blandaðri byggð hins vegar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 8.20 -16.15, frá 16. apríl til og með 28. maí 2004. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 28. maí 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 16. apríl 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur ______________________________'...........■■"Tu'r-íi-SfS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.