Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Page 25
DV Fókus FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 25 iU sc fiiofopsetap 1 • MARTIN SHEEN t WESTWING(ÞÆTTIR) Martin Sheen er minn forseti! £** HARRISON FORDI AIR FORCE ONE (1997) Harrison Ford lætur sig ekki muna um að berja hryðju- verkamenn persónu- lega.Tekurþófjöl- skylduna fram yfir starfið og setur heim- inn í hættu til að bjarga henni, sem er ekki beint fagmann- legt. deJACKNICHOLSONÍ MARS ATTACKS! (1996) „Why can't we alljust get along?" Það væri óskandi aðforsetar Bandaríkjanna væru meira eins og Jack Nicholson í Mars Attacks. 1 4* BILL PULLMAN í INDEPENDENCE DAY (1996) Bill Pullman flýgur sjálfur orustu- þotu til að berjast við geimverur. Og ólíkt Bush er hann ekki með flugmann til að ýta á takkana fyrir sig. Stillir sig einnig um að lýsa yfir að átökum sé lokið í miðju stríði. RONALD REAGAN I HVÍTA HÚSINU (1981-89) Ronald Reagan þarfað kljást við kommúnista með heimsyfirráð í huga og alzheimer í stærsta 1.1..«._i.: g._:i_ _*_íf*i: __ muucini iciii3 9iii3< aui hann hafi einhvern tímann gert sér grein fyrir að hann var ekki í bíó- mynd? Dawn of the Dead Pétur Pan The Barbarian Invasion Starsky and Hutch The Passion of the Christ Taking Lives School of Rock Cold Mountain Chasing Liberty er frumsýnd í Sambíóunum í dag. Gamla kempan Mark Harmon er í aðalhlutverkinu á móti hinni tvítugu Mandy Moore. Chasing Llberty Söngkonan Mandy Moore tekur sig vel út í fyrsta alvöru- hlutverki sínu og leikur meðal annars á móti gamlingjanum Mark Harmon. mtiiM I raunveruleikanum er forseti Bandaríkjanna fyrrverandi kókaínn- eytandi og ofsatrúarmaður sem komst í embætti með svikum og prettum og hikar ekki við að senda þúsundir manna út í opinn dauðann til þess að auðga sjálfan sig. Dætur hans, tvíburamir Barbara og Jenna, eru reglulega í fjölmiðlum og komast oft í kast við lögin fyrir eiturlyfja- og áfengisneyslu. I rómantísku gaman- myndinni Chasing Liberty er forset- inn hins vegar hinn íjallmyndarlegi og góðlegi Mark Harmon, sem lætur sig ekkert varða meira en öryggi dótturinnar en hún er hin gullfallega Mandy Moore, sem þráir að finna ástina. Hún finnur hana loks í sætum breskum strák á mótorhjóli (leiknum af Texasmanninum Grant Hillman) en svo kemur í ljós að hann vinnur fyrir leyniþjónustuna. Greyið Mandy getur ekkert farið án þess að fólk sem er umhugað um velferð hennar fylgi henni í hvert fótmál. Hin rétt tvítuga Mandy Moore á þjóðrækrúna ekki langt að sækja. Hún ólst upp í Orlando í Flórida og varð strax sem barn þekkt fyrir að syngja þjóðsönginn á íþróttaleikj- um. 15 ára gömul fékk hún plötu- samning og var send á túr með Backstreet Boys. Hún birtist fyrst á hvíta tjaldinu sem rödd björns í Doctor Doolittle 2, og fór þar á eftir með aukahlutverk í The Princess Di- aries. Undanfarið hefur hún farið með aðalhlutverkið í unglinga- myndum á borð við A Walk to Rem- ember og Try Seventeen. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans Andy Car- diff en hann hefur hingað til leikstýrt sj ónvarpsþáttum. valur@dv.is Menn á hestum Hidalgo er með næstum sama söguþráð og The Last Samurai. Kúreki berst við Wounded Knee, fær ógeð á ofbeldinu sem indjána- slátranirnar eru, dettur í það og fer að vinna í sirkusi. Þangað koma menn frá Austurlöndum nær eða fjær og heimta að fá að taka hann með sér. í tilfelli Tom Cruise er verkefnið að drepa samúrækja en Viggo Mortensen þarf að ríða hesti þvert yfir eyðimörkina. Ástæða þess er sú að sirkusinn hefur aug- lýst hest Viggós, Hidalgo, sem besta hest í heimi, en arabar vilja ekki sætta sig við þá fullyrðingu nema að hafa att kappi við þeirra gæðinga. Þurfa því hinn ellihrumi hestur og kúrekinn drykkfelldi að drattast í gegnum eyðimerkur- sanda í kappi við helstu gæðinga heims. Nú geri ég ekki ráð fyrir að ég komi neinum á óvart (eða eyði- leggi ánægju nokkurs) með því að segja að að sjálfsögðu vinnur bikkj- an við mikinn fögnuð áhorfenda, sem vita fátt skemmtilegra en að sjá Bandaríkjamenn koma og nið- urlægja menningu sína með því að sýna að gæðingar þeirra eru einskisnýtir, rétt eins og rússnesk- um hnefaleikaáhugamönnum finnst fátt skemmtilegra en að horfa á dvergvaxna Bandaríkja- menn berja kappa sína í rot. Mögu- lega er þetta ástæða núverandi vandamála Bandaríkjamanna í írak, þar sem það kemur þeim alltaf jafnmikið á óvart að fólkið sem þeir henda sprengjum á taka þeim ekki opnum örmum. Myndin er nokkurn veginn eins og við er að búast. Það er mikið af senum með mönnum á hestum í eyðimörkinni, fátt sem kemur á óvart en svo sem fátt sem veldur Hidalgo Sýnd i Háskólabiói og Sambió- unum Álfabakka. Aðalhlutverk: Viggo Morten- sen og Omar Sharif. Leikstjóri: Joe Johnston. ★ ★ Valur fór í bíó vonbrigðum. Arabarnir eru allir afar stereótýpískir, ætía eina stundina að skera eistun af hetjunni og þá næstu slefa þeir yfir skammbyssu hans, en þó kannski óþarfi að tala um rasisma í þvi sambandi eins og sumir vilja meina, enda bedúínar í eyðimörkinn fyrir hundrað árum síðan kannski ekki siðmenntaðasta fólk í heimi. Myndin nær engum Indiana Jones-hæðum þó hún fjalli um menn með hatta meðal araba en hún heldur sér þó við efnið. Fyr- ir þá sem vilja horfa á myndir um menn á hestum í eyðimörkum er fátt betra á boðstólum þessa dagana en Hidalgo. Valur Gunnarsson 1 *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.