Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Blaðsíða 19
DV Sport
Henry bestur
annað árið
íröð?
f gær var greint frá því
hvaða leikmenn koma til
greina sem leikmaður
ársins og efnilegasti leik-
maður ársins í ensku
deildinni. Það eru leikmenn
sem kjósa. Thierry Henry
hlaut þessa nafnbót í fyrra
og er mjög ltklegur til að
hreppa hnossið aftur í ár.
Hann er tilnefndur ásamt
félaga sínum Patrick Vieira,
Alan Shearer, Frank
Lampard, Jay Jay Okocha
og Steven Gerrard. Þeir sex
sem þykja efnilegastir eru
John Terry, Glen Johnson,
Scott Parker, Wayne
Rooney og Shaun-Wright
Phillips. Athygli vekur að
Man. Utd á engan tilnefnd-
an að þessu sinni.
Fjórða sæt-
ið ekki nóg
Aðalmaðurinn hjá
Liverpool, Rick Parry,
hefur gefið það út að
staða Gerards Houlliers
hjá liverpool sé ekki
öruggjafn vel þótt
Liverpool nái fjórða
sætinu í deildinni. Parry
segir að frammistaðan
hafi ollið vonbrigðum
og að þeir þurfi að fara
yfir sín mál í sumar.
Higgins í
hassinu
Alex Higgins, fyrrum
heimsmeistari í snóker, var
sparkað út úr leikhúsi - þar
sem verið var að sýna leikrit
um hann - fyrir að reykja
hass í leikhúsinu. Higgins
var að njóta sýningarinnar
með öðrum er gestir tóku
eftir því að hann var ekki að
reykja venjulega sígarettu.
Var honum fyrir vikið hent
út. Þar kláraði hann jónuna
í rólegheitum. Labbaði svo
aftur inn og kláraði
sýninguna eins og ekkert
hefði £ skorist.
Forlan á
fðrum?
Diego Forlan er
hugsanlega búinn að
leika sinn síðasta leik
fyrir Man. Utd. Hann
neitaði að setjast á
bekkinn er hann var
tekinn af velli gegn
Leicester. Þess í stað
strunsaði hann til
búningsherbergja og
var horfinn á braut er
leik lauk. Sir Alex sættir
sig illa við slíka fram-
komu og því fær Forlan
væntanlega að kynnast.
__________________________________________________________________________« „
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefst á laugardaginn en það varð ekki
ljóst fyrr en á síðasta degi hvaða lið mætast í fyrstu umferð
ÞESSI LIÐ MÆTAST í 1. UMFERÐ ÚRSLITAKEPPNI NBA
Minnesota og IA Lakers tryggðu sér tvö efstu sætin í vesturdeild-
inni á síðasta degi NBA-deildarinnar í körfubolta og kom sigur
Lakers í Kyrrahafsriðlinum á óvart. Fyrir tæpri viku virtust leik-
menn Sacramento langt komnir með að tryggja sér fyrsta sætið
eftir auðveldan sigur á Lakers en Kobe Bryant og kæruleysi leik-
manna Kings áttu hinsvegar eftir að breyta miklu.
Kobe Bryant skoraði tvær
ílautukörfur fyrir utan þriggja stiga
línuna í síðasta leik Lakers og hann
tryggði með því bæði framlengingu
og sigur á Portland. Sacramento
tapaði tveimur síðustu leikjum sín-
um fyrir Denver og Golden State og
fyrir bragðið breyttist myndin mikið
og Lakers fór upp fyrir Kings.
Kevin Garnett hefur verið út-
nefhdur besti leikmaður vetrarins af
flestum spekingum í NBA-deildinni
og það eru hann og félagar hans í
Minnesota Timberwolves sem eru
efstir í vesturdeildinni og hafa
heimavallarrrétt inn í úrslitin.
Garnett hefur átt ótrúlegt tíma-
bil, hann er langefstur í framlags-
jöfttunni (33,3), tók flest fráköst allra
leikmanna, varð þriðji stigahæsti
leikmaður deildarinnar (24,2 stig í
leik), gaf 5 stoðsendingar og varði
2,17 skot að meðaltali. Minnesota
hefur aldrei náð að komast í gegnum
fyrstu umferð úrslitakeppninnar og
þeir mæta Denver í 8 liða úrslitum
vesturdeildarinnar.
Hetjudáðir Kobe
Hetjudáðir Kobe Bryant sem
skoraði 82 stig í síðustu tveimur
leikjum Lakers komu liðinu upp um
tvö sæti og upp í 2. sæti vesturdeild-
arinnar þar sem þeir unnu Kyrra-
hafsriðilinn. Það hefur mikið gengið
á hjá Los Angeles og þess vegna er
þessi góði endakafli mikilvægt vega-
nesti fyrir liðið inn í úrslitin.
San Antonio Spurs, sem vann 11
síðustu leiki tímabilsins, er í 3. sæti
en liðið hefur heimavallarrréttinn
mæti þeir Lakers. Lakersmenn fá
Houston í fyrstu umferð en Spurs
mætir Memphis Grizzlies sem náði
sinum besta árangri frá upphafi.
Fjórða viðureignin vestan megin er
síðan milli Sacramento og Dallas en
Dallas-liðið sló Sacramento út í fyrra
•Tölumar eru slgurleikir llöanna I innbyrðlslelkjum (vetur.
Eftir síðustu leiki NBA er orðið Ijóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni.
Vesturdeildin: Austurdeildin:
Minnesota-Denver 3-1* Indiana-Boston
LA Lakers-Houston 2-2 New Jersey-New York
San Antonio-Memphis 1-3 Detroit-Milwaukee
Sacramento-Dallas 1-3 Miami-New Orleans
í mögnuðu sjö leikja einvígi í undan-
úrslitum vesturdeÚdarinnar.
Það lið sem náði bestum árangri
allra liða og hefur heimavallarrétt-
inn út alla úrslitakeppnina er lið
Indiana Pacers sem setti nýtt félags-
met og vann 61 af 82 leikjum sínum
í vetur. Indiana Pacers mætir Boston
Celtics, öðru tveggja liða sem komst
í úrslitakeppnina án þess að vera
með 50% sigurhlutfall.
Derby-slagur í New York
Hitt liðið sem ekki náði 50% sig-
urhlutfalli en komst samt inn í úr-
slitakeppnina er lið New York
Knicks sem mætir New Jersey Nets í
derby-slag £ New York. Nets-liðið
hefur gengið í gegnum milcil meiðsli
lykilmanna en New York er á mikilli
uppleið eftir að Isiah Thomas tók við
stjórninni í félaginu.
Hans gamla lið, Detroit Pistons,
er með annan besta árangur austan
megin en er í þriðja sæti þar sem
Nets unnu Atlantshafsriðilinn.
Detroit er frábært varnarlið og þeir
mæta Milwaukee Bucks í fyrstu um-
ferð en síðasta einvígið er síðan á
milli Miami Heat og New Orleans
Hornets en Hornets-liðið komst upp
fyrir Bucks á síðasta degi deildar-
keppninnar. Eftir miklar sviptingar
og spennu á síðasta degi er ljóst að
úrslitakeppnin í ár verður athyglis-
verð. ooj@dv.is
Tveir stórir og sterkir Kevin Garnett og
Shaquille 0 'Neai eru lykilmenn i tveimur
afsterkustu liðum vesturdeildar NBA.
Sviptingar
stundu
á síðustu
Fylkismenn voru fljótir aö finna mann í staðinn fyrir Hauk Inga Guðnason
Þorbjörn Atli farinn úr Fram í Fylki
Fylkismenn halda áfram að
safna liði fyrir átökin í sumar en í
gær náðu þeir samningum við
framherjann Þorbjöm Atla
Sveinsson sem hefur leikið með
Frömumm undan farin ár.
„Við erum búnir að ná
samkomulagi og ég kem heim í
næstu viku til þess að skrifa undir
samninginn," sagði Þorbjörn Atíi í
samtali við DV Sport í gær en hann
býr í Danmörku þar sem hann er við
nám.
Þorbjörn Atli mun gera þriggja
ára samning við Árbæinga og það
hljóta að teljast góðar fréttir fyrir
Fylkismenn en þeir verða án Hauks
Inga Guðnasonar næsta hálfa árið
en hann er með slitin krossbönd.
Þorbjöm (Fylki Þorbjörn Atli Sveinsson hefuryfirgefið
herbúðir Framara en hann sést hér fagna með fyrrverandi
félögum sinum i fyrra þegar Fram bjargaði sér frá falli.
Fyrsti leikur Þorbjörns með Fylki -
verður næstkomandi fimmtudag er
Fylkir leikur gegn Þór í deildar-
bikarnum.
Kveð Fram með söknuði
„Það er auðvitað erfitt að yfirgefa
Framara en þar hef ég átt mjög góða
tíma. Ég kveð þá með söknuði. Að
sama skapi er gaman að vera
kominn í FylJd enda er það eitt
stærsta félag landsins og öll umgjörð
hjá félaginu er fyrsta flokks. Eg tel
þetta líka vera góðan tíma fyrir mig
að breyta til. Hópurinn er gríðarlega
sterkur og það eru spennandi tímar
fram undan sem gaman verður að
taka þátt í,“ sagði Þorbjörn Atíi
Sveinsson, leikmaður Fylkis.
henry@dv.is ?
I