Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 Fókus DV IlIIlfll vontHr bíólögfræDingar 1 • AL PACINO I DEVIL'S ADVOCATE (1997) Satan er að sjálfsögðu lögfræðingur. Sonur hans, Keanu, er einnig lögfræðingur og pabbi vill að hann taki við fjölskyldubransan- um. BEN AFFLECK í CHANGING LANES (2002) Ben Affleck á aldrei þessu vant góð- an dag sem leikari enda leikur hann lögfræðing sem á að fara í taugarnar á 4 áhorfanda. Hann og ^ , Samuel L. Jackson gera allt sem þeir geta til að eyðileggja lífið fyrir hvor öðrum en lögfræð- ingur sér á endanum að sér. Enda er þetta bíómynd. 3«DENZELWASHINGT0N í PHILADELPHIA (1994) Mynd sem fjallar um for- dóma. Það er reyndar aldrei þessu vant ekki Denzel sem er fórnar- lambið, heldur þarf hann að verja hommann Tom Hanks. Það er verst að Denzel er hómófób. Hann sér þó að sér. Enda um bíómynd að ræða. 4» JIM CARREY í LIAR LIAR (1997) Carrey er króniskur lygari, sem er víst nokkurs konar at- vinnusjúkdómur. Hann á erfitt með að sinna starfi sínu þeg- ) ar bölvun gerir það að verkum að hann verður alltaf að segja sannleikann. Hann sér þó að sér að lokum. 5o COLIN FIRTH í THE HOUR 0F THE PIG (1993) Mynd með þessu nafni getur ekki fjallað um neitt annað en lögfræð- inga. Colin Firth leikur lögfræðing í París á 15. öld sem fær leið á grægði stórborgarbúa og fer út á land. Þar endar hann á að þurfa að verja svín. Passion of ' TheArk Trúaræði hefur gripið um sig eft- ir sýningu á mynd Mels Gibson, The Passion of the Christ. Trúaræð- ið byrjaði í kvikmyndaheiminum og þar virðist það ætla að halda áfram ef marka má fréttir frá Columbia- fyrirtækinu. Þeir hafa nýverið keypt w handrit að kvikmynd sem mun ein- faldlega heita The Passion of the Ark og fjalla um Nóa og hans ævin- týri. Höfundar myndarinnar eru þeir Bobby Florsheim og Josh Stol- berg en myndin byggir þó ekki al- farið á Biblíunni þar sem sagan af Nóa hefur verið staðfærð og færð í nútímalegan búning. John Cusack birtist fýrst í unglingamyndum á borð við 16 Candles og One Hot Summer um miðjan 9. ára- tuginn. Cusack er sonur leikara og lék í sinni fyrstu kvik- mynd aðeins 17 ára gamall en hafði þá þegar mikla sviðs- reynslu að baki. Better off Dead frá 1986 var betri en flestar unglingamyndir tímabilsins en annars gaf fátt til kynna að hann myndi ekki hverfa af sjónarsviðinu og yfir í B, C og klámmyndir eins og samtímamenn hans og kollegar, Thomas Howell, Patrick Dempsey og Coreyarnir Haim og Feldman. Undir lok áratugarins virtist hann vera kominn í skugga systur sinnar Joan og lék aukahlutverk í Broadcast News, sem systirinn lék eitt aðalhlutverkið í. Say Anything frá 1989 er síðasta raunverulega unglingamynd hans en í upphafi næsta áratugar birtist hann í aukahlutverki í ýmsum myndum, svo sem Bob Roberts, Map of the Human Heart og mynd Woody Allen, Shadows and Fog. Á sama tíma reyndi hann við alvar- legri aðalhlutverk í mynd Stephen Frears, The Grifters. Lítið fór þó fyrir honum fyrri hluta áratugarins. Hann lék í mynd Woody Allen, Bullets Over Broadway, og virtist vera ætlað að taka við hlutverki taugaveikluðu aðalpersónunnar af Allen. Erfiðlega gekk þó að feta í fótspor meistarans og Allen hefur síðan sjálfur farið með aðalhlutverk- in í sínum myndum. Árið 1986 lék hann á móti A1 Pacino í City Hall en það var ekki fyrr en ári seinna sem Cusack, nú orðinn þrítugur, slær al- mennilega í gegn sem fullorðinsstjarna í hinni stórskemmtilegu Grosse Point Blank. Síðan þá hefur hann tekið að sér hlutverk óhefðbundinna hetja og annars forðast sviðsljósið. Hann lék í hasarmyndinni Con Air en annars er yfirleitt hægt að treysta honum til að vanda hlutverka- valið. Hann var upp á sitt besta sem næstum óþekkjanlegur brúðugerðarmaður í Being John Malkovich og fylgdi henni eft- ir með hinni frábæru High Fidelity. Næstu myndir hans eru The Ice Harvest, í leikstjórn Groundhog Day-leik- stjórnans Harold Ramis og kvikmyndaútgáfa af Dúkkuhúsi Ibsens. Runaway Jury frumsýnd í Regnboganum og Smárabíó með tveimur af stóru nöfnum kvikmyndasögunnar í aðalhlutverkum, þeim Gene Hackman og Dustin Hoffman Bysamn í rétlaral „Réttarhöld eru of mikilvæg til að vera ákveðin af kviðdóm- um," segir í auglýsingunni. Hér er þó ekki um að ræða nýja yfir- lýsingu frá ríkisstjórn George (Kosningar eru of mikilvægar til að vera ákveðnar af fólkinuj Bush, heldur nýja bíómynd byggða á skáldsögu Johns Gris- ham. Þessi fyrrverandi lögfræð- ingur og þingmaður hefur selt um 60 milljón bækur og hefur rétt til þess að ákveða hverjir fá að leika í myndum byggðum á sög- um hans. Hann hefur líklega ekki verið lengi að veita samþykki sitt fyrir leikaravalinu í þessari mynd. Tvö af stóru nöfhum kvikmynda- sögunnar, Gene Hackman og Dustin Hoffman, fara með veigamikil hlutverk og í aðallilutverki er ein- hver besti leikari sinnar kynslóðar, Jolm Cusack. Myndin fjallar, eins og allt sem Grisham kemur ná- lægt, um lögfræðinga. Dustin Hoffman leikur lög- og Hackman Loksins mætast þeir og sértil liðsinnis fá þeirJohn Cusack fræðing sem fer upp á móti hinum mjög svo áhrifamiklu byssuþrýstihópum í Bandaríkjun- um en Hackman er verjandi þeirra. Cusack leikur mann í kviðdómi sem þarf að velja á milli þeirra. John Cusack hefúr yfir- leitt verið gæðastimpill á kvikmyndir og spurning hvort það eigi enn og aftur við nú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.