Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Blaðsíða 31
DV Síöast en ekki síst FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 31 Rökke,ég og Jóhann próki Ná tali af Rökke, voru skilaboðin sem fréttastjórinn gaf mér einn vetrardag 1997 þegar ég fór á eftir Ólafi Ragnari og Búbbu í fyrstu op- inberu heimsókn þeirra til útlanda - til Noregs. Ég þvældist á eftir hjónunum í nokkra daga, rann dá- lítið til rifja hvað Ólafur var frakka- laus í kuldanum í Osló, fannst nors- ka drottningin herpt á svipinn en kóngurinn sauðslegur; varð mér til skammar þegar ég þurfti að elta Ólaf upp á Holmenkollen klukkan fimm að morgni - hann gekk fim- lega á gönguskíðum en ég rann um timbraður á blankskóm. En ná tali af Rökke, það var mál- ið, sagði Páll Magnússon. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði gsm-síma í höndunum, reyndi að hringja nokkur símtöl en viðbrögðin voru ekki uppörvandi. fslendingum fannst þetta áhugaverður maður vegna þess að hann byrjaði smátt í útgerð - gott ef hann hafði ekki gert út í Smuguna - en átti nú stærsta fiskveiðiskip í heimi. Var farinn að kaupa sig inn í gömul og settleg fyrirtæki, sum af þeim höfuðvígi norskra góðborgara - sem horfðu á með skelfingu. Hvar er Rökke? Svo var haldin veisla í Ráðhús- inu í Osló, í aðalsalnum þar. Ég var hafður ásamt nokkrum lágt settum íslendingum á borði númer 26, það var ófínasta borðið í salnum. Ásamt okkur sat þarna Norðmaður með konu sinni. Hann lét lítið fyrir sér fara og við veittum honum enga at- hygli - ég var helst á því að hann væri starfsmaður Oslo Kommune. Ég var ekki á því að gefast upp við að ná viðtalinu við Rökke. Sá á gestalista að honum hefði verið boðið í veisluna. Fór upp að há- Kjallari Egill Helgason skrifar um nýrikan Norðmann. borðinu þar sem sat Eiður Guðna- son sendiherra og spurði hvort hann hefði séð Rökke. Eiður þóttist vera viss um ekki. Ég lét gott heita. Til öryggis spurði ég samt fram- reiðslumanninn sem þjónaði okkur til borðs hvort hann hefði nokkuð komið auga á Rökke. Hann varð undrandi á svipinn, benti á mann- inn sem hafði setið við hliðina á mér allan tímann, starfsmann borgarinnar, og sagði - þarna er Rökke. Flóamarkaðurinn heldur áfram Ég ætla svosem ekki að rekja það hvað okkur fór á milli. Við töluðum saman góða stund, mér fannst þetta geðslegur maður, en hann kærði sig ekki um viðtal. Það segir hins vegar mikið um stöðu hans að honum skyldi skipað til borðs með mér, langneðst í virðingarröðinni. Hann var á góðri leið með að verða ríkasti maður Noregs, billjóneri - var að brjóta sér leið inn í gömlu viðskiptablokkirnar. Það var ekki hægt að útiloka hann úr veislunni - en hann var nánast látinn matast með þjónustufólkinu. Því er ég að skrifa þetta að ég las í gær á vefnum Heimur.is að það væri illa komið fyrir hinum gamla borðfélaga mínum. „Flóamarkað- urinn hjá Rökke heldur áfram", stendur í fréttinni, og segir að hann sé að selja Lamborghini-bifreið sína, lúxussnekkjuna, skemmtibát- inn, einkaþotuna af gerðinni Boeing Business Jet og ýmislegt fleira. Kjell Inge Rökke var lesblindur sonur sjómanns og var ódæll í skóla. Hann kallaði frarn ofnæmis- viðbrögð hjá elítunni í Noregi. Raunar fór hann í taugarnar á fleir- um. Blaðamaður sem ég þekki sagðist ekki geta sofið því Rökke væri á spíttbáti út í Oslóarfirði - að minnsta kosti 5 kílómetra í burtu. Það hlakkar í mörgum að sjá veldi hans fara fyrir lítið. Öskubuskuævintýri Ég sé á vefnum að ævisöguritari Rökkes telur að þrátt fyrir allt hafi hann lélega sjálfsmynd. Kannski var sjálfsmynd Jóns Ólafssonar heldur ekki alltof góð. Hann var bæjarhrekkjusvínið í Keflavík, naut lítillar skólagöngu, átti afar bágt með að koma fyrir sig orði og fékk ekki heldur að sitja við góðu borðin í veislum - þó hann reyndi mikið að troðast. Öskubuskuævintýri Jóns virðist líka vera á enda - allavega er eins og jörðin hafi gleypt hann. Þetta er svosem ekki ný saga. Snöggríkir menn sem hreykja sér hátt og falla eru sígilt söguefni. Nú ríkir þórðargleði í fjölmiðlunum yfir örlögum þeirra skjásbræðra, Árna og Kristjáns. Annar nýríkur maður, Björgólfur Björgólfsson, er sá sem þjóðin telur að. skari mest fram úr öðrum íslendingum um þessar mundir. Jón Ólafsson sinnar samtíðar í túninu heirna rekur Halldór Laxness söguna af Jóhanni próka. Þetta var Jón Ólafsson sinnar sam- tíðar, fátækur sonur skósmiðs sem efnaðist hratt á því að gefa út reyf- Kjell Inge Rökke Páll Magnússon frétta■ stjóri fól Agli Helgasyni að tala við Rökke sem þá var frægasti auðkýfingur Noregs ara á borð við Kapítólu. Hann setti mikinn svip á þjóðlífið í stuttan tíma, hóf mikil fasteignaviðskipti og átti í deilum við kerfiskarla í stjórn Landsbankans. En það varð heldur brátt um Jóhann. Haustið 1914 deyr kona hans, hann tilkynn- ir að hann ætli að flytja af landi brott en fyrirfer sér svo snemma vetrar. Áður en hann dó hafði Jóhann próki stofnað sjóð sem átti að verða undirstaðan undir gamalmenna- hælið Ævikvöld sem skyldi vígjast 13. aprfl 1973, á hundrað ára af- mæli Sigurbjargar, konu Jóhanns. Á þeim tíma var talað um stórkostleg- ustu gjöf íslandssögunnar og að Jó- hann hefði reist sér óbrotgjarnan minnisvarða. En peningarnir hurfu og Ævikvöldið reis aldrei. Hvareru þaunú Strandamaöurini. sterki Hreinn Hali- dórsson Kast- ar nú kveðjum. „Það er langt síðan ég varpaði minni síðustu kúlu. Eftir þrálát meiðsl í baki og á fæti hætti ég 1982 og flutti til Egilsstaða," segir Hreinn „Strandamaðurinn sterki" Halldórs- son, fyrrverandi kúluvarpari. Hreinn var öflugasti kúluvarpari landsins um langt árabil og segir sjálfur að hans besta ár hafi verið 1977. Það ár varð hann Evrópu- meistari innanhúss á Spáni og sama ár vann hann öflugt mót í Svíþjóð og setti þar íslands- og vallarmet. „Við hjónin fluttum til Egilsstaða og þar höfum við verið síðan, en frúin er ættuð af svæðinu. Sjálfur er ég af Ströndum, eins og viðurnefhið gefur til kynna. Hér starfa ég sem forstöðumaður íþróttamannvirkja; sé um íþróttamiðstöðina og Vil- hjálmsvöll, þar sem landsmót ung- mennafélaganna fór fram 2001." Hreinn og Jóhanna, kona hans, eiga fjögur börn á aldrinum 11 til 26 ára og barnabörnin eru orðin tvö. „Við vorum einmitt að koma frá Noregi þar sem elsta barnið býr með annað barnabarna okkar. Börnin eru íþróttaafrek seinni ára minna og kannski má segja að yngsta barnið okkar, örverpið Bjarmi, sé síðasta kúlan sem ég varpaði, eins konar vallarmet í mín- um aldursflokki. Að öðru leyti má segja að ég varpi ekki kúlum lengur en kasta kveðjum," segir Hreinn. • Til stendur að halda mikla mannlífs- og atvinnusýningu á Egilsstöðum 10. til 13. júm' og hafa þegar á milli 50 og 60 einstak- lingar og fýrirtæki skráð sig til þátttöku. Mikil eftir- vænting rflcir á Austurlandi vegna sýningarinnar og ekki minnkaði hún þegar spurðist að sjálfur forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson og Donit Moussaieff verði heið- ursgestir sýningarinnar. Það má því segja að þeg- ar frægu údendingarnir komi í bæ- inn þá bregður forsetinn sér af bæ, nánar tiltekið austur... bo&fr” 9 *USdÓtt,r'hand- „°'frÓmu8ur Berst fyrir upp. gangi strandhandbolta á fslandl ti <3» „Þetta er öðruvísi handbolti sem ég mun berjast fyrir að komist til landsins," segir Helga Magnúsdóttir sem situr í miðbæjarnefnd Hafhar- Qarðar. Nefndin hefur þann starfa að koma með hugmyndir sem gætu eflt stemninguna í bænum. Ein hug- myndin sem Helga hefur gripið á lofti er að markaðs- setja Hafnarfjörð sem bæjarfélag strandhand- boltans. „f raun er þetta svipað og venjuleg- ur hand- bolti nema hann er leik inn í sandi," segir Helga. „Re urnar eru samt öðru- vísi - þú getur fengið þrjú stig fyrir mark sem þú skorar og það eru færri leikmenn hverju liði." Jafnframt því sem Helga situr fundi í miðbæjarnefndinni er hún í mótanefnd handknattleikssam- bands Evrópu. Þar kynntist hún einmitt strandhandboltanum hægt fýrst og segir að út í heimi sé þetta vinsælt sumarsport. „Þegar ég var í heimsókn í smábæ í Austurríki voru haldin strandhand- boltamót á hverju ári," segir Helga. „Engin strönd var hins vegar í bæn- um þar sem hann var langt inn í landi. Bæjarbúar dóu hins vegar ekki ráðalausir og keyrðu einfaldlega sand inn á torg bæjarins þar sem allir sameinuðust í leiknum." Hugmyndir Helgu fengu góðan hljómgrunn í mið- bæjarnefndinni og var mál- inu skotið áfram til Hand- knattleikssambands ís- lands. Eina vandamálið sem menn sáu þó í fljótu bragði var að engin strönd virðist til staðar í firðinum og oft geta veð- urguðirnir hrellt þá sem hafa gaman af útileikfimi. Þeirri gagn- rýni svarar Helga fim- lega. „Það er samt að spila í hvaða verði sem er,“ segir hún og bætir við: „Norðanáttin er því engin afsökun fyrir okkur íslendinga." Vandið vaiið og versiið ísérversfm Afsláttinn strax við staðgreiðsiu 5% ItaltrikE ..ai Þríhjól Vonduð, lélt, og endingargóð. CE öryggisstaöali. Verö irá kr.5.200 Apollo 26” 21 gfra demparahjól. Verö aöelns kr. 24.900, Btgr. 23.655. jajwcjyvoo quake 26' Ál siell og diskabremsur, 24. gíra Shimano Alivio. Tilboö kr. 39.900, -k stgr. 37.905 .... Ábui kr. \ 49.900 Jr /V \ Barnahjól ” ■r viyibi&i: Fyrir 3-6 ara. Létt. sterk og meöfærileg barnahjól meO hjaipardekkjum og fótbremsu. CE öryggisstaöall. 12,5" verö trá kr. 9.700, stgr. 9.215 14" verö tró kr. 10.900, stgr. 10.355 16" verötrákr. 10.900, stgr. 10.355 JSROVevO FREESTYLE Sterk hjól með pinnum og rotor. Verö fró kr. 21.000, 19.950 stgr, Rocket 20” og 24’ HAMAX Barnastólar Mikið úrval af barna og fullorðins- hjálmum. Einfoid stilling. CE merktlr Hjólin eru afhent tlibúin til notkunar, samsett og stillt á fuilkomnu reiöhjólaverkstœöi. Aöeins vönduö hjól meö óbyrgö. Fri uþphersla fylgir ínnan tveggja mánaöa. /VI4RKIÐ www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.