Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR I6. APRÍL 2004
Fréttir DV
Mbeki vann
stórsigur
Afríska þjóðarráðið vann
stórsigur í kosningunum í
Suður-Afríku og var í gær-
kvöld talið að flokkurinn,
sem hefur verið við völd
síðan 1994, fengi 70%
greiddra atkvæða. Afríska
þjóðarráðið fékk 64% at-
kvæða árið 1994 en þá var
Nelson Mandela forystu-
maður flokksins. Nú leiðir
Thabo Mbeki, forseti lands-
ins, flokkinn. Nýi þjóða-
flokkurinn, helsti and-
stæðingur þjóðarráðsins,
hlaut um 18% atkvæða.
Símtöl lækka
Mínútuverð á símtöl-
um úr talsíma til annarra
landa hefur lækkað um
allt að 84,7% á undan-
fömum tíu árum. Síma-
kostnaður íslenskra fyrir-
tækja og einstaklinga er
með því lægsta sem þekk-
ist innan OECD-ríkjanna.
Landsbanki
sameinast
Landsbankinn hefur
sameinað nær alla starf-
semi höfuðstöðva bankans
í miðbæ Reykjavíkur. Ný-
lega voru fyrirtækjasvið,
verðbréfasvið, alþjóðasvið,
eignastýringarsvið og lög-
fræðisvið bankans, sem
áður voru á Laugavegi 77,
flutt í miðbæinn.
Jafinréttislögin ?
Kjartan Magnússon
Borgarfulltrúi
„Það er sjálfsagt að endur-
skoða jafnréttislögin eins og
mörg önnur lög. Ég tel að jafn-
réttislögin eigi að tryggja jafn-
an rétt kynjanna en það sé
hins vegar ekki hlutverk ríkis-
valdsins að beita stjórnvalds-
aðgerðum til að ná fram jafnri
stöðu þeirra."
Hann segir / Hún segir
„Jafnréttislögin eru nauðsyn-
leg og þau eru i samræmi við
þá alþjóðasáttmála sem viö
erum bundin af. Staða kynj-
anna snýst um fleira en laun
og fæðingarorlof eins og sum-
ir virðast halda. Lögin mættu
vera mun sterkari og afdrátt-
arlausari."
Kristfn Astgeirsdóttir
Sagnfræðingur
Helgi Magnússon endurskoðandi virðist hafa gert kaup ársins er hann keypti 8,8%
hlut í íslandsbanka í febrúar sem greiða á í júní. Gengi bréfanna hefur hækkað um
36% frá áramótum. Verð hlutar hans nú um 100 milljónum kr. meira en nemur
kaupverðinu. Hefur einnig fengið 210 milljóna kr. arðgreiðslu. Hefur enn ekki
greitt krónu 1 púkkið.
Hefur grœtt
ónir ó dag ó
Helgi Magnússon endurskoðandi virðist hafa gert kaup ársins er
hann keypti 8,8% hlut í íslandsbanka þann 24. febrúar sl. Gengi á
hlutabréfúm í bankanum hefur hækkað um 36% frá áramótum og
er hlutur Helga nú 100 milljónum króna verðmætari en nemur
framvirkum lokagjalddaga á kaupum hans þann 1. júní nk. Þar að
auki hefur hann fengið greiddan 210 milljóna króna arð af hlut
sínum. Lauslega áætiað hefur Helgi grætt um 6 milljónir króna á
dag á þessum kaupum sínum án þess að hafa lagt krónu í púkkið
hingað til því hluturinn á að greiðast upp í einu lagi þann 1. júní.
var hnepptur í gæsluvarðhald.
Dómsmál fylgdi í kjölfarið og hlaut
Helgi, ásamt öðrum forráðamönn-
um fyrirtækisins, dóm í því máli.
Helgi Magnússon
varð forstjóri
Hörpu hf. á
eftir
föð-
„Ég hef ekkert um þetta mál að
segja að svo stöddu," segir Helgi
Magnússon í samtali við DV. Eins og
fram kom í fréttum á sínum tíma
sagðist Helgi ætla að útvega sér fjár-
sterka bakhjarla að þessum kaupum
sínum. Aðspurður hverjir þeir séu
segir Helgi að það komi fram í lok
maí. „Þær línur munu skýrast í lok
maí þegar kemur að greiðslu á
samningnum." Að öðru leyti vOdi
Helgi ekkert tjá sig um málið.
Bréfin hækkað um 36%
Á vefsíðu greiningardeildar KB
banka er fjallað um hækkun á gengi
hlutabréfa íslandsbanka sem hafa
hækkað nokkuð undanfarna daga
og endaði gengi bankans í 8,5 við
lokun markaða í gærdag. Gengið í
upphafi ársins stóð í 6,4 og hafa
bréfin því hækkað um 32% á tíma-
bilinu eða 36,1% sé tekið tillit til arð-
greiðslna.
„Skammt er að minnast hluta-
bréfakaupa Helga Magnússonar á
rúmlega 8,8% hlut í íslandsbanka á
genginu 8,456 þann 24. febrúar síð-
astliðinn. Helgi situr nú í stjórn
„Línur munu skýrast í
lok maí þegar kemur
að greiðslu á samn-
ingnum."
bankans en fram kom í tilkynningu
hans vegna kaupanna á sínum
tíma að hann stæði einn að
kaupunum en hyggðist í fram-
haldinu fá öfluga fjárfesta til liðs
við sig." segir á vefsíðunni.
„Gengi bankans var 7,5 á þeim
tíma sem Helgi keypti bréfin og
þótti því nokkuð óljóst hvernig hann
hyggðist fjármagna svo stóran hlut í
bankanum. Kaupverð hlutarins,
sem keyptur var framvirkt með loka-
gjalddaga 1. júni nk. nemur rúmlega
7,8 mö.kr. en fyrir átti Helgi rúmlega
47 m.kr. hlut í bankanum.
Fram komu í fjölmiðlum efa-
semdir um getu hans til að kaupa
svo stóran hlut. Samanlögð arð-
greiðsla vegna eignarhlutarins nam
hins vegar rúmlega 210 m.kr. og nú
nemur markaðsvirði bréfanna rúm-
lega 7,9 m.kr. miðað við lokagengi í
dag. Núverandi staða er því mun
betri en leit út fyrir í upphafi þegar
tilkynnt var um kaupin. Eftir niður-
færslu hlutafjár íslandsbanka í mars
nemur samanlagður eignarhlutur
Helga um 9,33% í bankanum."
Helgi og Hafskip
Helgi Magnússon komst fyrst í
sviðsljós fjölmiðla í Hafskipsmálinu
svokallaða á miðjum níunda
áratugnum en hann var
endurskoðandi þess
fyrirtækis er það
sigldi í gjald
þrot. Helgi
ur sínum Magnúsi Helgasyni sem
hafði átt meirihluta í fyrirtækinu firá
árinu 1961. í nóvember 2002 keyptu
eigendur Hörpu öll hlutabréf norð-
anmanna í Hörpu Sjöfn hf. og er fyr-
irtækið nú alfarið í eigu tveggja fjöl-
skyldna. Helgi Magnússon og
nánustu ættingjar hans
eiga 77%. Helgi hefur
setið í stjórn íslands-
banka um árabil
fyrir Lffeyris-
sjóðinn Fram-
sýn. Framsýn
seldi stóran
hluta af sín-
um bréfum
í íslands-
banka fyrir
skömmu
og leit þá
út fyrir að
Helgi
myndi
missa
stjórnar-
sætið. Á
sama tíma
keypti Lands-
bankinn stór-
an hlut en síðar
eignaðist Helgi
þann hlut.
Helgi Magnússon Virð-
ist hafa gert kaup ársins
þegar hann festi kaup á
8,8% hlut i íslandsbanka.
Blaðamannaverðlaunin veitt í næstu viku
íslenskur Pulitzer
Regína Höskuldsdóttir skólastjóri atvinnulaus
Nemendur mótmæltu
Búið er að birta tilnefningar til
fyrstu blaðamannaverðlauna ís-
lands sem afhent verða 21. aprfl. Til-
nefnt er til verðlauna í þremur flokk-
um og eru þrjár tilnefningar í hverj-
um flokki. Eftirfarandi eru tilnefndir
til verðlauna fyrir rannsóknarblaða-
mennsku árið 2003: Brynhildur
Ólafsdóttir Stöð 2, fyrir umfjöllun
um varnarmál og boðaða brottför
hersins, Guðrún Helga Sigurðar-
dóttir, Frjálsri verslun, fyrir kort-
lagningu á viðskiptaveldi Gaums og
Þórhallur Gunnarsson og Jóhanna
Vilhjálmsdóttir Stöð 2, fyrir umfjöll-
un sína í íslandi í bítið um kynlífs-
markaðinn hér á landi. Þá eru þrír
tilnefndir til verðlauna fyrir bestu
umfjöllun ársins 2003. Þeir eru: Agn-
es Bragadóttir og Ómar Friðriksson
Morgunblaðinu, fyrir ítarlega um-
fjöllun um skattamál Jóns Ólafsson-
ar, Reynir Traustason Fréttablaðinu,
fyrir umfjöllun um rannsókn Sam-
keppnisstofnunar á samráði olíufé-
laganna, og Unnur Hrefna Jóhanns-
dóttir Mannlífi, fyrir upplýsandi út-
tekt þar sem ljósi er varpað á þann
grimma veruleika sem HlV-smitaðir
einstaklingar á íslandi búa við. Þá
eru loks þrír blaðamenn tilnefndir til
blaðamannaverðlauna síðasta árs.
Þeir eru: Agnes Bragadóttir Morgun-
blaðinu, fyrir greinaflokk sinn Bar-
áttan um íslandsbanka og hennar
hlut í umfjöllun blaðsins um skatta-
mál Jóns Ólafssonar, Björn Jóhann
Björnsson Morgunblaðinu, fyrir
hlutlæg og umfangsmikil skrif um
stóriðju og virkjanamál á tilfinn-
ingaþrungnum umbrotatímum og
Reynir Traustason Fréttablaðinu,
fyrir beitt fiéttaskrif og forystu í
fréttaumfjöllun um samráð olíufé-
laganna og rannsókn Samkeppnis-
stofnunar.
„Áfram Regína, við viljum
Regínu," hrópuðu nemendur Mýr-
arhúsaskóla fyrir utan skrifstofu
skólastjórans í gær. Nýverið var
ákveðið að sameina skólann og Val-
húsaskóla én við samrunann mun
Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri
Mýrarhúsaskóla, missa vinnuna.
Harðar deilur hafa staðið um málið
en í gær létu nemendur skólans í sér
heyra.
„Þetta var alveg yndisleg uppá-
koma," segir Regína. „Um 250
krakkar stóðu fyrir utan gluggann
og báðu mig um að halda áfram í
starfi; mér fannst þetta hjartnæmt."
Regína bætir við að á morgun
muni hún svo halda fund inni í
söngsal skólans með nemendunum
þar sem farið verður yfir málið.
„Krakkarnir vita kannski ekki al-
veg hvað er að gerast," segir Regína
og bætir við að atburðurinn í gær
muni seint líða sér úr minni.
„Að heyra krakkana syngja,
hrópa hvatningaróp og henda upp
húfum er að ég held besti endir sem
hægt er að hugsa sér í starfi."