Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 Fréttir DV Gaui litli tapaði bílnum sínum í þjófnaðaröldu. Sjö Nissan Sunny-bílar hafa horfið á einni viku. Lögreglan stendur á gati. Gaui segist alltaf hafa gætt þess að læsa bílnum og bifreiðasmiður hvetur Nissan Sunny-eigendur að fá sér þjófavörn. Lög- reglan segist kannast við málið en gat ekki upplýst um gang rannsóknarinnar. Biður Samfés afsökunar „Eina sem ég get sagt er að ég iðrast," segir Jón Rúnar Hilmarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Samfés. Jón varð uppvís að því að stela um fimm milljónum frá samtökunum. Á aðal- fundi félagsins sem haldinn er í Skaftafelli kom fram að Jón hefur skilað peningun- um aftur og sagt upp starfi sínu hjá samtökunum. „Ég gerði náttúrlega mistök í starfi," segir Jón Rúnar. „Þetta var eitthvað sem ég framkvæmdi í al- gjöru heimildarleysi en ég vil taka það ffam að þessir peningar runnu ekki beint til mín.“ Jón segist nú vera búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum og lítur svo á hann sé skilinn að skiptum við Samfés. Handtökurí Hveragerði Brotist var inn í grunnskólann í Hvera- gerði síðustu nótt. Lög- reglan á Selfossi handtók þrjá aðila um hádegið í gær grunaða um að tengjast málinu. Við handtökuna fundust hjá hinum grunuðu skjá- varpar og tölvur úr skól- anum. Jafnframt var lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna. Lögreglan seg- ir tjónið í skólanum vera töluvert en talsvert hefur verið um rán á svæðinu upp á síðkastið. Davíð og Bush átali Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Georg W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ræddu saman í síma í gær. í frétta- tilkynningu frá Davíð kemur fram að það hafi verið Georg sem hringdi í Davíð, þar sem sá síðarnefndi var staddur í New York. f samtalinu var meðal annars rætt um varnarmál ís- lands og samstarfið við BNA í þeim efn- um. Einnig var ijallað um írak og baráttuna gegn hryðjuverkum. í fréttatil- kynningunni kemur ekki fram hvað símtalið stóð yfir lengi og engum sögum fer af því hvort símtalið hafi skilað einhverjum málefn- um áleiðis. Raðþjófur sem saínar Nissan Sunnv-hílum „Ég rétt skrapp inn í Laugardalslaugina og þegar ég kom aftur hafði bilnum verið stolið,“ segir Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui btli. Sjö Nissan Sunny-bifreiðum hefur verið stobð á tæplega einni viku og er talað um Nissan Sunny-far- aldur í því samhengi. Það sem vekur athygli við verknaðinn er að þjófurinn notar gamlan lykb sem virðist ganga í hvaða Nissan- skrá sem er. „Hann gengur einfaldlega milli bíla og keyrir svo í burtu,“ segir Gaui. „Ég legg alltaf mikla áherslu á að bíllinn minn sé læstur og er pott- þéttur á að sú hafi verið raunin í þessu tilviki." Gaui segir það einnig spila inn í að fullt af fólld hafi verið fyrir utan sundlaugina á þessum tíma svo óhugsandi sé að þjófurinn hafi brot- ið sér leið inn í bílinn. í samtali við Lögregluna í Reykja- vík fékkst staðfest að umræddur þjófriaður hefði átt sér stað. Einnig kannaðist lögreglan við þá aðferð sem hér er lýst að framan. Engar nánari upplýsingar fengust þó um gang rannsóknarinnar annað en að bílum væri stolið í dag eins og alla aðra daga. DV leitaði því til bifreiðasmiðs og spurði hvort það væri mögulegt að ganga á milli Nissan-bifreiða og opna þær með gömlum lykli. Þór Sveinsson, hjá Réttum Bílum í Kópavogi, sagði þetta fullkomlega raunhæfan möguleika. „Skráin eyði- leggst með tímanum og verður ekki eins næm fyrir lyklinum sem er notaður." Þór segir það hins vegar erfið- ara að starta bílnum með vitlaus- um lykli en fyrir kunnáttumenn sé ekki mikið mál að tengja fram hjá. „Maður sem kann þetta er tvö handtök að gera þetta og ef það er rétt að þjófur- inn hafi rænt einum sjö bílum á tæplega viku þá ætti hann að vera orðinn nokkuð reyndur í þessu,“ segir Þór, sem er reyndar sjálfur Nissan Sunny-eigandi. ,Ætli maður þurfl því ekld að setja upp þjófavörn miðað við ástandið í dag,“ bætir Þór við. Gaui litli segir það ótrúlegt að svona geti viðgengist án þess að gripið sé í taumana. Hann lýsir því þegar hann kom til lög- reglunnar tO að leggja inn skýrslu um stuld bílsins. Þá hafi annar maður staðið fyrir utan sömu erinda- gjörðum. Það hafi því verið röð af Bfll Gaua Litla Nissan Sunny 1993 árgerð Bílnúmerið - ND857 Hvítur með gráa hjólkoppa Fáeinar ryðblettsskellur Nlerktur í afturglugganum og skottlokinu Gaui litli.is reiðum Nissan Sunny-eigend- um fyrir utan skrifstofur er Nissan Sunny-faraldur," segir Gaui litli, reiður og bætir við: „Far- aldur sem verður að stöðva." simon@dv.is Svarthöfði ~ g tómatsósan Svarthöfði skellihló í gærkvöldi þar sem hann stóð við eldavélina og hrærði í kássunni og hlustaði á frétt- irnar í Ríkisútvarpinu. Þar var verið að segja frá hinu stórmerkilega símtali sem Davíð Oddsson fékk ffá George W. Bush og meðan Svarthöfði dældi tómatsósu út í kássuna hófst viðtal við Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra um þennan merkilega við- burð. Það dugði náttúrlega ekki minna, enda eru símtöl frá bandarískum ráðamönnum stórviðburðir í íslensku stjórnmálalífi, samanber símtahð góða frá Condoleezu Rice, sællar minningar. Viðtalið við Halldór snerist hins vegar aðallega um þá merkilegu stað- reynd að hann hafði snemma dags í gær svarað fyrirspurn Össurar Skarp- héðinssonar um hvort Davíð myndi hitta Bush í Bandaríkjareisunni sinni og sagði Halldór það af og frá; menn hittu ekki Bandaríkjaforseta í fram- hjáhlaupi, eins og Svarthöfða minnir að Dóri hafi komist að orði. Einmitt um þær sömu mundir lá Davíð einmitt í símanum við Bush og þeir skeggræddu nýjustu aðgerðimar gegn Bin Laden. Nú er símtal ekki það sama og persónulegur fundur en það Hvernig hefur þú það? Ég hefþað prýðilegt en efsatt skal segja hefég ekki leitt hugann að þessu fjársvikamáli hjá Símanum sem nú er verið að ákæra í efþú ert að spyrja mig um það,"segir Friðrik Pálsson, fyrrum stjórnarformaður Símans hf. Hann segist þvert á móti hafa alltannað að hugsa þvínú fari að aukast ferðamannastraumurinn og þar með verði meira að gera hjá honum.„Ég rek hótel á Hellu og það hafa verið ferðamenn íallan vetur en það fer að fjölga verulega hjá mér i maí og nóg verður að gera sumarmánuðina þrjá, " segir Friðrik. er þó tóm hártogun að halda því fram að Halldóri hafi ekki borið skylda til að skýra frá símtalinu - ef hann á ann- að borð vissi um það. Svo í fréttunum var Halldór spurð- ur hvort hann hafi ekkert vitað af mál- inu. Sem hefði óneitanlega verið mjög hallærislegt fyrir hann sem utanríkis- ráðherra. Enda kvaðst Halldór hafa vitað af því að símtalið væri yfirvof- andi. En af hverju sagði hann þá ekki fr á því á Alþingi? Þá sagði Halldór, hér um bil orðrétt: „Menn geta rétt ímyndað sér hvort slíkt símtal er ekki þess eðlis að það sé hlutverk forsætis- ráðherra sjálfs að skýra frá því.“ Og það var hér sem Svarthöfði skellti upp úr. „Slfkt símtaT? Vááá, hugsaði Svarthöfði. Símtal frá Banda- ríkjaforseta er svo æðislegur viðburð- ur að maður fer jafnvel hálfpartinn á bak við Alþingi, frekar en að svipta Davíð þeim mikla heiðri að skýra sjálfur frá því. Nema Halldór hafi þá þrátt fyrir allt ekkert vitað um þetta. Davíð sjálf- ur var spurður um þetta á Stöð 2 og Svarthöfði tók eftir því að hann vék sér fimlega undan því að svara; hann svaraði þessu reyndar alls ekki og fréttamaðurinn lét það náttúrlega við- gangast. Eins og fréttamenn láta Dav- íð alltaf komast upp með allt. Og Svarthöfði hló svo að tómatsós- an gusaði alla leið niður á gólf. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.