Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 Fréttir DV Spá um aukinn þorskkvóta Greining íslandsbanka spáir að þorskkvóti á ís- landsmiðum verði aukinn um 7% á næsta fiskveiðiári. Kvóti yfirstandandi tíma- bils nemur 209 þús. tonn- um en gangi spá Greining- ar ÍSB eftir mun kvótinn aukast í 223 þús. tonn. Það felur í sér um 1,8 ma.kr. aukningu aflaverðmætis. Nýyfirstaðinn vorleiðangur Hafrannsóknarstofnunar styrkir þá skoðun Greining- ar ÍSB að svigrúm sé fyrir hendi til að auka þorsk- kvótann en mælingar Hafró sýndu að stofnvísitala þorsks hækkaði um 25% frá mælingunni árið 2003. Bannað að afhenda flak Samgöngunefnd Al- þingis er samstíga í því að breyta frumvarpi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um rannsóknarnefnd flug- slysa. Breytingin er á þann hátt að rannsókn- amefndinni verði ekki heimilt að láta flugfar, eða hluta þess, af hendi nema málið sé fullrann- sakaö hjá henni og hugs- anlega lögreglu. Nefndin vill leggja áherslu á að gögnum verði ekki eytt eða þau látin af hendi nema að vel athuguðu máli. Ástæða þessarar breytingar eru deilurnar sem spunnust vegna þess að eftir flugslysið í Skerjafirði haustið 2000, lét rannsóknarnefndin hreyfil flugvélarinnar TF-GTI af hendi áður en lögregla eða aðrir höfðu tækifæri til að rannsaka hann. Byggingavísi- talan hækkar Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingarkostnað- ar fýrir maí og er hún 293,3 stig og hækkar um 0,38% frá fýrra mánuði. Af ein- stökum liðum var vísitala raflagna eini liðurinn sem hækkaði verulega á miili mánaða eða um 1,9%. Síð- astliðna 12 mánuði hefur byggarvísitalan hækkað um 2,7% en ef aðeins er miðað við þrjá mánuði hefur vísi- talan hins vegar hækkað um 6,7%. Stefán Guðmundsson ætlar að flytja inn skriðdreka til Njarðvíkur í sumar. Hann hefur dreka í sigtinu og er í samstarfi við fjársterka aðila og hyggst selja ferðir með skriðdrekanum yfir torfærur. „Ég viðurkenni að þetta hljómar svolítið klikkað, en þessi skrið- dreki kemur til landsins," segir Stefán Guðmundsson, eigandi Go-Kart við Njarðvík, sem vinnur að því að flytja inn skriðdreka til landsins. Ætlunin með innflutningnum er að leyfa fólki að fara í skriðdrekaferðir við Njarðvík. „En síðan er þetta ekki svo skrítið. Þetta er ekki svo galin hugmynd, þetta er bara skriðdreki. Á Englandi em svona garðar, „activity-garðar“, þar sem fólk getur fengið far með skriðdreka. Þú færð bara sæti í dreka og svo brunar hann yfir alls konar tor- færur. Það er þriggja mánaða biðlisti í skriðdrekaferðir og þetta er geysivin- sælt,“ segir Stefán. Stefán segir að skriðdrekinn muni ekki verða vopnum búinn. „Ég ætla ekki að fara að skjóta bankastjórana eða neitt í þá vem. Það verður steypt fyrir byssuna, þannig að drekinn verður meira eins og beltavél. Við þurfum að byrja á því að vita hvort ég hafi rétúndi á drekann. En það er ekki ennþá það tæki á íslandi sem hefur vafist fyrir mér að keyra á jörðu niðri," segir hann. Stefán telur ólíklegt að nokkuð sérstakt leyfi þurfi til að flytja skrið- drekann inn, enda sé hann ekki stríðstól þegar hann er óvirkur. „Þetta gæti þess vegna verið flutt hingað inn sem dráttartæki. Þetta kemst í gegn með einum eða öðmm hætti. Fyrst þarf að fá staðfestingu á að við getum fengið drekann úti. Síðan byrja ég á því að tala við tollinn og það gæti tek- ið einn til tvo mánuði en gæti líka gengið strax í gegn. Þá kemur hann með næsta skipi,“ segir hann. Kaupverðið á skriðdrekanum er trúnaðarmál en Stefán segir að pen- ingar séu ekkert vandamál. Að baki honum séu fjársterkir íslendingar í útlöndum. „Ef enginn vandamál verða í veg- inum gæti skriðdrekinn verið kominn heim eftir 30 daga, ef þetta flýgur í gegnum öll ráðuneyti. Og það tekur vikutíma að búa til góða braut. Ég stefni á að hann verði kominn í sum- ar, enda sagði ég við tengiliði mína úti að ég vildi fá hann í gær. Svo er meira í gangi sem ég vil alls ekki segja núna, fyrst vil ég koma þessum skrið- dreka heim. Peningar em ekkert vandamái hérna," segir Stefán, sem hyggst fara úr go-kartbílum í skrið- dreka. Líkur em á því að í sumar gefist ís- lendingum kostur á að ferðast á fullri ferð með skriðdreka. Hugmyndin er að skriðdrekinn vinni sig yfir dekk, tunnur og jafnvel bílhræ, Lflct og hinir geysivinsælu bigfoot-bflar í Banda- ríkjunum. jontrausti@dv.is „Þetta gæti þess vegna veríð flutt hingað inn sem dráttartæki." Úr go-kart í skriðdreka Go-kart-maðurmn ite an Guðmundsson í Njarðvík vonast til að flytja mn skrið- selja Islendingum torfæruferðir. dreka á 30 dögum og Kona á sextugsaldri gat bara ekki meir Viagra veldur hjónaskilnaði Þórhallur Ölver Gunnlaugsson dæmdur Dómari segir glæpinn svívirðilegan Fyrsti Viagraskilnaðurinn er geng- inn í gegn á Bretíandi. Kona á sextugs- aldri fékk skilnað á gmndvelli þess að maður hennar notaði rislyfið Viagra sýknt og heilagt - og hún bara gat ekki meir. Hún sagði manninn hafa verið hamslausan þegar kynlífið var annars vegar og hún hafi þurft að stunda kyn- líf með hættí sem hún hafi ekki tíðkað svo árum skiptir. Talsmaður lyfjafyrirtækisins Pfizer, sem framleiðir Viagra, segir ósann- gjamt að kenna lyfinu um skilnaðinn enda hafi lyfið oftar en ekki fært fólk saman. Viagraskilnaðir em þekktir í Banda- Hvað liggur á? ríkjunum. Þarfékk61 árs kona til dæmis skilnað V eftir að sjötugur eigin-1 maður hennar hóf að halda framhjá henni. Að sögn konunnar hófst framhjáhaldið tveimur' dögum eftir að karlinn byrj- aði að taka inn Viagra. Kyn- lífsfræðingar hafa varað við því að Viagra leysi ekki allan vanda og í mörgum tilfellum eigi konur erfitt með að aðlaga sig auknum kraftí karla. Viagra nýtur mik- illa vinsælda og er talið að 20 milljón karlar í 110 löndum hafi prófað lyfið. „Það liggur á að leggja á," segir Gaui litli líkamsræktarfrömuður með meiru.„Ég er búirtn að vera í símanum frá klukkan átta f morgun. Þetta var erfitt þegar maður var bara með símboða. Maður er hvergi óhultur með þennan síma. Nú er ég farinn að hugsa um að ég þurfí að fara að legga á. Önnur merking þess er líka að fara í ferða- lag. Það er kominn tími á þetta hvort tveggja." Þórhallur Ölver Gunnlaugsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í hérðasdómi Reykjavíkur fyrir að falsa skuldabréf á Litla-Hrauni og gera þannig kröfu í dánarbú Agnars Agnarssonar, mannsins sem hann myrtí. Dómari í málinu, Guðjón St. Marteinsson, segir í niðurstöðu sinni að glæpur þessi sé svívirðilegur og gefi til kynna óvenjulega styrkan og ein- beittan brotavilja Þórhalls og einnig það að hann framdi brot sín í refsi- vist á Litla-Hrauni. Er þetta virt hon- um til refsiþyngingar. Eins og kunnugt er af umfjöllun DV um þetta dómsmál var um að ræða þrjú skuldabréf að upphæð samtals 2,5 milljónir kr. Sannað þyk- ir að Þórhallur hafi falsað bréfin á Litla-Hrauni þar sem hann afplánar nú 16 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Agnari Agnarssyni. í dóminum segir að af þessu megi ráða að refsi- Þórhallur Gunnlaugsson Gaftil kynna óvenjulega styrkan og einbeittan brotavilja. vist hafi takmörkuð áhrif á hegðun Þórhalls. Þórhallm á að baki langan saka- feril. Hann hefur frá árinu 1979 hlot- ið átta refsidóma, þar af em þrír dómar Hæstaréttar. Hann hefur fimm sinnum hlotíð dóma fyrir skjalafals og í þremur tilvikanna var hann jafnframt sakfelldur fyrir auðgunarbrot.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.