Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Side 3
T3V Fyrst og fremst
MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004 3
„Maður man nú ekki svo glöggt eftir þessu,"
segir Sverrir Hermannsson, fyrrum alþingis-
maður. Á myndinni hér til hliðar stendur hann
við hliðina á Ellerti B. Schram og hlustar á
Stefán Jónsson, þingmann Alþýðubandalags-
ins og faðir Kára Stefánssonar, halda ræðu.
Umræðuefnið var zetan en hún var Sverri Her-
mannssyni afar hugleikin.
„Jú, ég stend þama og hlusta á Stefán halda ræðu,'
segir Sverrir. „Við Jiliðina á mér er Eliert Schram en við
þrfr vorum allir miklir áhugamenn um zetuna. Þetta voru ekki
svo langar umræður. Vorum nokkrir sem töluðum fyrir þessu -
aðallega ég, Stefán og Ellert."
Sverrir segist hafa lagt tillögu fyrir Alþingi um að taka zetuna
aftur inn í hið ritaða mál. Sú tillaga hafi verið samþykkt af
meirihluta þingmanna og send ríkisstjóminni.
„Vilhjálmur Hjálmarsson var menntamálaráðherra á þess-
um árum og fékk tillöguna í hendumar," segir
Sverrir. „Hann foráttaði hana hins vegar og
mér fannst afskaplega ósvífið að hann skyldi
ekki fara að vilja Alþingis. Málið datt dautt
niður og ekkert meira var að gert.“
Á myndinni sést greinilega að þingmenn í
salnum hlusta á Stefán Jónsson af athygli. Sverr-
ir segir þá tvo hafa verið góða kunningja og gerir
því skóna að Stefán hafi verið að segja skemmtisögu í
púltinu.
,Ég og Stefán vomm miklir kunningjar. Fómm oft í laxveið-
ar - allt þar til hann missti heilsuna," segir Sverrir sem er þessa
dagana staddur vestur í Isafjarðardjúpi að gera bátinn sinn
kláran í veiðar. „Það hefur verið nóg að gera. Búinn að skrapa
og mála bátinn minn og stefni á að sjósetja hann næstu daga.
Þá fer ég og veiði á handfæri og verð lögum samkvæmt neydd-
ur til að éta allt sem ég fiska."
Spurning dagsins
____________________Frammistaða ís-
lenska landsliðsins gegn Englendingum?
Iforum hrikalega daprir
„Vorum alveg hrikalega daprir, þetta heföi
alveg eins getað farið í tveggja stafa tölu.
Það er kannski ekki við öðru að búast þegar
við erum aö spila gegn svona liði en við
þurfum sterkan leikmannakjarna, menn
sem eru í úrvaldsdeild í Evrópu. Við erum ekki
lengur með svona kvalitet spilara eins
og Ásgeir og Arnór og sumir í íslenska
liðinu voru bara ekkiileikæfingu."
Hermann Gunnarson, fyrrverandi
knattspyrnuhetja
„Þeirhefðu get-
að gert betur.
Þeirhefðu get-
að gert miklu
betur. Þetta var
óþarflega vina-
legur leikur og
tapið alltofstórt."
Guðjón Þórðason, knatt-
spyrnuþjálfari
„Mér fannst hún slök. Ég er ekki
ánægður með varnarleikinn hjá
liðinu. Annars tek ég ekki mark
á svona æf-
ingaleikjum.
Þjálfararnir
voru að reyna
ákveðna hluti
sem gengu
ekki upp og
það verður bara að læra afþví.
Það er ekki hægt að kenna nein-
um um en leikurinn var slakur
hjá okkur."
Bjarni Felixsson, íþrótta-
fréttamaður
„Veistu það, ég
horfði ekki
einu sinni á
leikinn. Leiðin-
legasta sem ég
gerierað
horfa á ein-
hverja karlpunga hlaupa á eftir
tuðru. Töpuðum við 6-1? Þetta
eru nú meiru aumingjarnir."
Ragnheiður Guðnadóttir,
fegurðadrottning.
„Ég sánú bara
hluta afleikn-
um. Voru þeir
ekki bara hel-
víti góðir? Þeir
skoruðu eitt
mark sem mér
fannst helvíti
gott. Svolítið stórt taþ að vísu en
gegn Englendingum er það
bara ágætt."
Laddi, leikari og grínisti
íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 6-1 fyrir Englendingum í
vináttulandsleik síðastliðinn laugardag.
Moussaieff
og dýrin
H
■ Jeffrey Moussaieff Gaf
I Freud upp á bátinn en sneri
^ sér að sálarlífi svina - og ann-
arra dýra. Af hverju gráta þau?
Einn frægasti höf-
undurbóka um dýr og
sálarllfþeirra heitir
Jeffrey Moussaieff
Masson, þótt ekki vit-
um við hvort hann erskyldur forsetafrú vorri.
HannerBandarlkjamaður.fæddurárið 1941 og
á sér nokkuð litríka sögu. Fyrst lærði hann hið
fornindverska tungumál sanskrit en fór svo út i
sálfræði eða öllu heldur sálgreiningu að hætti
Sigmunds Freud. Náði hann töluverðum frama
meðal Freudista, kynntist t.d. Önnu Freud, dótt-
ur Sigmunds, og var falið að ritstýra hluta af
bréfasafni meistarans. Þar kom hins vegar að
Moussaiefftók að efast umýmsar afkenning-
um Freuds. A6 ásteytingarsteini milli hans og
sanntrúaðra Freudista urðu kenningar Freuds
um dulda kynhvöt ungra barna sem hann
sagði birtast i dulbúnum kynlifsfantasium. Til-
greindi hannmörg dæmi um slikt í ýmsum
verkum. Moussaieff hélt því hins vegar fram að
I raun væri um að ræða minningar barnanna
um kynferðislega misnotkun fullorðinna en þá
(fyrir 1980) lá slíkt enn að mestu i þagnargildi.
Freudistar reidd-
ust Moussaieff
mjög fyrir að
bera brigðurá
kenningar meist-
arans, hann var
rekinn frá rit-
stjórnarstörfum
sínum og stóð I
háværum blaðadeilum
misserum saman.
Um sama leyti var hann tekinn að efast stór-
lega um gildt sálgreiningar yfírleitt -
\ þess ferlis þegar „sjúklingar" sækja
reglulega fundi til sálgreinanda síns og
rekja þar erfiðleika slna I bernsku, dul-
búna kynllfsóra o.s.frv. Moussaieffsneri
þvl gersamlega við blaðinu, missti
áhugann á sálarlífi manneskjunnar og
fór að skrifa bækur um sálarllfdýra I
staðinn. Hefur hann skrifað ótal bækur
um þau efni, sem heita alltfrá Hundar
Ijúga aldrei um ástina, Þegar fílar gráta: tilfinn-
ingalífdýranna, Svlnið sem söng til tunglsins:
tilfmningallf húsdýra, Nlu tilfínningallf katta til
Fegurð skepnanna: sögur afdýrum sem völdu
að gera góðverk. Bækurnar eru mjög vinsælar
en nokkuð er umdeilt hversu djúp sú sálarfræði
er sem þar birtist. Þá vakti lika mikla athygli
bóksem Moussaieff skrifaði um mann sem
hafði mikil áhrifá fjölskyldu hans I æsku með
indverskættuöu dulspekikjaftæði. Hún hét Gúru
föðurmíns.
ÁSTRÍÐAN KNYR
VERÖLDINA
ÁFRAM. ÁSTIN \
GF.RIR I IANA BARA
SOl.DID ÖRUGGARI.
Vertu svalur...
...notaðu vatn!
Þeir eru
bræður
Ginsengsalinn
alþingismaðurínn
Siguröur Þórðarson og Sigurjón Þórðarson eru bræð-
ur. Sigurður selur þjóðinni hið meinholla efni Rautt
Kóreu ginseng en Sigurjón bróðir hans selur þjóðinni
stefnu Frjálslynda flokksins á Alþingi. Þeir eru fæddir
og uppaldir IAusturbænum, nánar tiltekið á Leifs-
götunni og stefndu víst ekki á þau störfsem þeir
stunda nú. Blaðið hefur„áreiðanlegar“ heimildir fyrir
því að báðir ætluðu þeir sér að verða slökkviliðsmenn
þegarþeir voru strákar. Þeir eiga það sameiginlegt I dag
að vera báðirframarlega í starfi Ásatrúarsafnaðarins.
vö waterchiU
Task bíður uppá ótrúlegt úrval af vatnskælibúnaði!
»b:
...blautasta tölvusjoppan
TASK Tölvuverslun - Armúla 42 - s: 588 1000 - www.task.is