Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004
Fréttir DV
Viktoria hann-
arskó
Viktoria Becham hefur
nú ákveðið að hanna skó.
Fatamerkið Gina
kom að máli við
kryddstúlkuna fyr-
verandi og bað
hana að hanna nýja f MI
línu sem myndi rjjtm.'.. -r
bera nafn hennar.
Vinur sönfikonunn-
ar segir að Viktoria
hafi stokkið á tækifærið og
sé þegar byrjuð að velta fyrir
sér hugmyndum að nýrri
skólínu. „Hún elskar skó,"
sagði vinurinn. Viktoria
Beckham varð vitni að því
þegar íslendingar töpuðu 6-
1 fyrir Englendingum og var
hún víst mjög stolt af eigin-
manni sínum David Beck-
ham og enska landsliðinu.
Klámsíður
vinsælastar
Nú hefur fyrirtækið
Hitwise Inc. sem sérhæfir
sig í rannsóknum á
netnotkun komist
að því að klámsíð-
ur á Netinu fá
langtum fleiri
heimsóknir en vin-
sælustu leitarvél-
arnar. 18.8%
bandarískra netverja heim-
sækja síður sem eru skil-
greindar sem fullorðinssíð-
ur en 5.5% heimsókna eru á
venjulegar leitarsíður eins
og Google og Yahoo.
Bræðslumenn
vígreifir
Síðastliðinn fimmtudag
skrifaði samninganefnd
AFLS, starfsgreinafélags,
undir nýjan kjarasamning
starfsmanna í fiskimjöls-
verksmiðjum á Austurlandi.
Áður höfðu forsvarsmenn
Alþýðusambands Austur-
lands skrifað undir samning
fyrir þennan hóp án heim-
ildar samninganefndarinnar
en sá samningur var kol-
felldur í atkvæðagreiðslu, 60
starfsmenn greiddu atkvæði
gegn þeim samningi en að-
eins 8 starfsmenn sam-
þykktu hann. f kjölfarið dró
AFL samningsumboð sitt til
baka ffá ASA og hélt eitt að
samningaborðinu. Kosið
verður um samningin á
næstu dögum.
Víglundur Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri BM-Vallár
Víglundur Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri BM-Vallár, er
drffandi og ákveðinn forsvars-
maður sinnar atvinnustarf-
semi. Viglundur er atorkusam-
ur í þátttöku sinni I samtökum
atvinnurekenda.
Árni Jón Straumberg, fjölskyldufaöir í Vogunum. drap rottu úti á miðri götu og
segist hafa séð til fleiri á síðustu dögum. Framkvæmdir borgaryfirvalda við hol-
ræsagerð í nágrenninu hafa líklega valdið því að rotturnar eru á sveimi í hverfinu.
Árni Jón Straumberg, fjölskyldufaðir í Vogunum, lenti í þeirri
óskemmtilegu reynslu að þurfa að drepa rottu úti á miðri götu í
Nökkvavogi þar sem hann býr. „Það er alvarlegt mál að fá þessi
óféti inn í stórt barnahverfi eins og Vogarnir eru orðnir núna,“
segir Árni Jón. „Fyrir utan að drepa þessa rottu hef ég séð til ann-
arrar hér í götunni. Ég hef verið búsettur hér í Vogunum undan-
farin tvö ár og þetta er í fyrsta skipti sem ég verð var við rottur."
Árni Jón Straumberg, fjölskyldu-
faðir í Vogunum, lenti í þeirri
óskemmtilegu reynslu að þurfa að
drepa rottu út á miðri götu í
Nökkvavogi þar sem hann býr. „Það
er alvarlegt mál að fá þessi óféti inn í
stórt barnahverfi eins og Vogarnir
eru orðnir núna,“ segir Árni Jón.
„Fyrir utan að drepa þessa rottu hef
ég séð til annarrar hér í götunni. Ég
hef verið búsettur hér í Vogunum
undanfarin tvö ár og þetta er í fyrsta
skipti sem ég verð var við rottur."
Árni segir að sennilega hafi fram-
kvæmdir borgaryfirvalda í nærliggj-
andi götum í Vogunum orðið þess
valdandi að rottur eru nú á sveimi í
hverfinu. í kringum Skeiðavoginn
sem er næsta gata við Nökkvavog
eru m.a. umfangsmiklar holræsa-
framkvæmdir í gangi og þvf mikið
grafið upp af jarðvegi.
Kallar á viðbrögð
„Ég held að þessar framkvæmdir
í nágrenninu liljóti að vera ástæða
þess að við sjáum rottur hér útivið,"
segirÁrni Jón. „Ef þetta sem ég sá og
drap er ekki eitt einangrað tilfelli
hljótum við sem búum í hverfinu að
kalla eftir viðbrögðum frá borgaryf-
irvöldum. Vogarnir eru orðnir mikið
barnahverfi að nýju. Bara í götunni
sem ég bý eru nokkrir tugir barna
búsett og flest í yngri kantinum.
Þetta eru allt frá kornabörnum og
upp í níu til tiu ára krakka. Það er al-
veg ótækt ef mikið er um rottur í
slíku hverfi því það er vitað að þær
geta verið árásargjarnar. Og ef þær
ná að bíta smábörn getur það valdið
mikilli smithættu."
Áhyggjur
Árni Jón segir ennfremur að það
sé fyllsta ástæða til að vara aðra íbúa
í Vogunum, og þá einkum svæðinu í
kringum Skeiðavoginn, að hafa aug-
un hjá sér ef böm þeirra em útvið að
leika sér. „Ég held að það sé ástæða
fyrir foreldra að hafa áhyggjur af ef
rottur em á
sveimi í ná-
grenninu.",
segir hann.
„Maðurinn
sem býr hér á
móti mér í
götunni segir
einnig að
hann hafi séð
rottur í göt-
unni og hann
bendir á að
fyrir
nokkrum
ámm þegar svipaðar ffamkvæmdir
vom í Gnoðavogi hafi allt fyllst af
rottum hér tímabundið. Þannig að
vandamálið virðist vera að koma
upp aftur."
Helga Finnsdóttir, dýralæknir,
segir rottufaraldurinn vandamál
sem snýr að heilbrigðiseftirlitinu.
Kristófer Arnar Kristófer
Arnar, tveggja ára sonur
Árna Jóns, ásamt rottu-
hræinu. DV-mynd Stefán.
v.-.
„Svona rottur geta borið með sér
smitsjúkdóma og bitið mann ef
maður tekur þær upp,“ segir Helga.
„Sérstaklega er varasamt fyrir börn
að koma nálægt þeim." Helga ráð-
leggur fólki að láta rotturnar eiga sig
og hringja í heilbrigðiseftirlitið sér til
hjálpar.
Bandarískir hermenn misþyrmdu og
niðurlægöu danskan fanga i Afganistan
Skopuðust að kyn-
færum fangans
Guantanamo
Enn er föngum
haldiö án dóms og
lagaáKúbu.
Danskur maður að nafni Slimane
Hadj Abderrahmane segir í viðtali
við Politiken að hann hafi verið
pyntaður af bandarískum hermönn-
um þegar hann var í haldi í Afganist-
an. Maðurinn segir í viðtahnu að sér
hafi verið misþyrmt með svipuðum
hætti og íröskum föngum í Abu
Ghraib fangelsinu. Áður en
maðurinn var sendur í fangelsið
við Guantanamo-flóa skopuð-
ust bandarísku hermennirnir að
kynfærum hans á meðan hann
sat nakinn og bundinn en einnig
segir hann frá því að hann hafi verið
rakaður og svo barinn í höfuðið með
rakvélinni. Málið hefur vakið usla í
danska þinginu og
stjórnarandstaðan furðar sig á því
að fanginn hafi ekki komið fyrr ffam
með ásakanirnar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum:
Kerry aflýsir
kosningafundum
John Kerry forsetaframbjóðandi
hefur ákveðið að aflýsa kosninga-
fundum næstu dagana vegna frá-
falls Ronalds Reagan fyrrum for-
seta Bandaríkjanna. „Við vorum yf-
irleitt ósammála um ýmsa hluti en
komum alltaf fram við hvorn ann-
an af virðingu. Ég tel að forsetinn
hafi verið hugsjónamaður og bjart-
sýnn á möguleika bandarísku þjóð-
arinnar sem er nauðsynlegt hverj-
um forseta. Við munum sakna
hans, sama hvaða pólitísku skoð-
anir hann hafði, hann var leiðtogi
og við munum sakna hans," sagði
Kerry við blaðamenn eftir að hafa
sótt messu.
John Kerry Heiðrarminningu Ronalds
Reagan.