Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Page 26
26 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004 Fókus DV nxi SmRRfí SYND kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 TAXI 3 kl. 8 og 10 SYND kl. 4, 5.20, 6.40, 8, 9.20 og 10.40 SÝND í LÚXUS kl. 5.50, 8.30 og 11.10 ELLA Í ÁLÖGU M kí 4 og 6 !XJ Dolby /D0/v-r.' 3EX SlMl 564 0000 • www smarablo.ls SÝND kl. 4, 5, 6, 8 og 10 M/EN5KU TALI VAN HELSÍNG kl 530, 8 ^ 10.3(1 DRÍKAFJÍU U.345 SÝND kl. 6. 8 og 10 SÝND I LÚXUS VIP. kL 5 og 8 B.Í. 14 | C0NFESSI0N 0F A DRAMA QUEEN kl. 4 M/ISL TALÍ | SCOOBY 000 2 kl. 4 M/ISLTALI msmmmm www.sambioin.is Góði hirðirinn er nytjamarkaður sem staðsettur er [ gamla World Class húsinu við Fellsmúla. Þar er hægt að finna notuð hús- gögn, raftæki, búsáhöld og margt fleira á mjög hagstæðu verði. Til að toppa allt saman rennur allur ágóðinn til Sjálfs- bjargar sem rekur verslunina. Tilvalið fyrir fólk sem vill spara peninga og styðja gott mál- efni um leið. Jæja Van Morrison á Jazzhátíð Reykjavíkur Hinn Irski Van Morrison mun leika í Laugar- dalshöll 2. október og eru tón- leikarnir hluti afJazzhátíö Reykjavíkursem verður haldin i lok september og byrjun október. Tónleikafyrirtækiö Concertehfog Jazzhátíð Reykja- vfkur hafa gert með sér samkomulag um nána samvinnu varð- andihátíðina og eru tónleikar Morrison fyrsta skrefið i þeirri samvinnu. Van Morrison hefur lengi verið einn afvinsælustu tónlistarmönnum samtimans. Hann vakti mikla athygli á sjöunda og áttunda áratugn- um með plötum eins og Astral Week, Moon- dance, Tupelo Honey og fleirum. Siðustu ár hefur Morrison daðrað meira og meira við jasstónlist og I dag líturhann á sig sem jass- tónlistarmann. Jazzhátið Reykjavlkur er nú haldin í fjórt- ánda sinn. Papinos Pizza í Hafnarfirði er skemmtilegt fyrirbæri. Skemmtileg tilvilj- un að Papinos skuli ríma við Dominos og ekki skemmir fyriraðsímanúmer-j in eru eins, fyrir utan eina tölu. Píts- urnar frá Papinos eru auk þess mjög bragðgóðar en þótt aug- Ijóslega sé verið að herma eftir Dominos upp að einhverju marki kemur það ekki að sök. Margir hafa likt Papinos við veitingastaðinn McDowells sem varð ódauðlegur í kvik- myndinni Coming To America með Eddie Murphy. Bækur eru vanmetnar í dag. Allt of margir glápa á sjónvarpið og hanga í tölvu- leikjum eða á netinu sem er svo sem ágætis afþreying út af fýrir sig. Það er hins vegar góð tilbreyting að grípa í góða bók og leyfa huganum aðeins að vinna. Fjöldi góðra bóka, inn- lendra sem erlendra, er á markaðnum og oft er gott að biðja starfsfólk bókabúðanna að hjálpa sér að velja einhverja góða bók því oftast er það mjög hjálplegt. Bókasöfn eru líka snilldarfyrirbæri þótt starfsfólkið þar sé ekki alltaf • jafnt hjálpsamt... Kosning um formann Sambands ungra framsóknarmanna fer fram á sambandsþingi á Nesjavöllum dagana 25.-27. júní. Jón Einarsson býður sig fram gegn sitjandi formanni sem hann telur óhæfan til starfsins. undir hans stjórn og miðstjórnar- a fundir hafa skilað litlu sem / engu,“ segir Jón Einarsson sem í býður sig fram gegn sitjandi | formanni Sambands ungra í framsóknarmanna. „Ég hef J fundið fyrir miklum stuðningi V og er ekki í nokkrum vafa um að ’l fleiri séu mér sammála." Spurð- I ur um flokkinn í heild sinni segir Jón að hann finni fyrir því að fólk innan flokksins sé mjög þreytt á flokksforystunni. „Til dæmis var Kristinn H. Gunn- arsson sá eini sem tók sjálf- stæðar Mm skoðan- Ú Halle Berry var I fréttunum um dag- inn þegar hún sagði frá vindverkj- um sfnum á opinskáan hátt. Nýr megrunarkúr ku hafa gert meðleik- urum hennar og samstarfsmönnum erfitt fyrir og sjálf sagði hún að lyktfn hefði verið ólýsanleg. Nú hef- ur fyrrverandi elglnmaður Halle Berry, Eric Benet, komið fram og sagt að hann ætli að reyna að fá forræði yfir börnum þeirra hjóna. Halle Berry sem skildi við Eric á dögunum segir að framhjáhald Erics og kynlífsfíkn hans hefði graf- ið undan hjónabandinu. „Ég tel að það sé mikið verk að vinna innan flokksins og ég tel að núverandi formaður SUF hafi ekki sinnt því sem skyldi. Það þarf til dæmis að vinna miklu betra starf þessu fjölmiðlamáli sem ég tel að hafi verið óþarft og ekki til þess fallið að taka á meginatriðum vandans. Að sama skapi er ég ánægður með ákvörð- un forsetans að synja lögunum staðfestingar. Hann sannaði það að þetta embætti er ekki bara upp á punt. Flokksforystan hefur villst af leið og þau gömlu góðu gildi sem flokkurinn stóð fyrir og á að standa fyrir eru ekki lengur í há- vegum höfð. Það þarf að vinna í _____ grasrótinni og meðai fólksins í landinu og tala í sama tón og al- "■r menningur. f framtíðinni sé ég flokkinn fyrir mér sem sterkan fé- lagshyggjuflokk með áherslu á at- vinnu- og efnahagsmál." Þrátt fyr- ir það er Jón viss um að Halldór muni standa sig prýðilega í stóli forsætisráðherra. „Menn innan flokksins og fólk almennt í þjóðfélaginu er orðið mjög þreytt á nú- verandi for- jón Einarsson I sætisráð- „Flokksforystan hefur | herra." "villstafleið" Íi i”a Minnelli sem hefur verið ásökuð af eiginmanni sfnum fyrir að ■rja hann og svfvirða hefur nú komið fram og sagt frá sinni hlið á íalinu. Liza segir að eiginmaður hennar David Gest sem er skemmti- iraftur hafi verið of upptekinn af frægðinni sem síðan hafi leitt til vandræða i hjónabandinu. „Hann dýrkar frægðina. Ég veit hvernig maður tekst a við frægðina - maður setur upp derhúfu og fer út. Ég held að þetta hafi verið of flokið fyrir hann," segir Minelli. Liza Mineili sem cr dóttir leikkonunnar Judy Garland og Vincents Minelli viöurkennir þó að hún hafi átt ýmis vandamál sjálf eins og drykkjusýki sem hun segir að hafi fljótlega heltekið hennar líf. Þrevthir á Davíú Betra kaffi Ég fór á barinn í gær með írskum félaga mínum sem hefur verið búsettur hér á landi í nokkur ár. Strax og við vorum sestir niður með ölkrúsimar byrjaði ég að spyrja hann hvað honum fýndist nú um það að forseti vor hefði brotið blað í íslenskri stjómmálasögu með því að synja lögum staðfestingar. Hann tók stóran sopa af bjómum eins og írum er lagið, bar síð- an glasið upp að kertinu á borðinu og sagði pollrólegur: „Höskuldur minn, væri það ekki synd að eyðileggja góðan bjór eins og þennan með jafn ómerkilegri umræðu?" „Omerki- legri!," hváði ég, „forsetinn endurvakti löngu dauðan lagabókstaf til lífsins! Þetta er svipað og ef Mary McAleese myndi, ef hún myndi, þú veist, ef hún myndi...," en ég komst ekki lengra. írinn horfði á mig glottandi og tók annan sopa. Um leið og ég reyndi að safna aftur liði, rann það upp fyrir mér að þetta mál myndi kannski ekki vekja mikla athygli annars staðar £ heimin- um. Ekki að það sé einhver mælikvarði á mikil- vægi frétta en mér fannst samt sem áður eins og ég hefði verið narraður til að fínnast þetta mál svo mikilvægt að allir hlytu að hafa skoðun á Pissað upp í vindinn segja þessi írski félagi minn. Ég minntist þá viðtals við Hrafn Gunnlaugs- son þar sem hann var spurður um fjölmiðlamálið og svaraði hann því að oft fylltist fólk eins konar geðshræringu og að yfirleitt væru þau mál sem því yllu ekkert annað en stormur í vatnsglasi. Það gæti þó ekki verið, hugsaði ég með mér um leið og ég teygaði ölið. Ég hef einu sinni áður fundið fyrir geðs- hræringu sem ég skildi ekkert í og var viss um að væri ekki meira en hafgola í vatnsglasi og það var í stúdentapólitíkinni. Fyrirlestramir voru truflaðir af hástemmdu ungu fólki sem talaði af miklum innblæstri og sór að vinna að bættum hag stúdenta eins og það hefði verið þeirra eina köllun i lífinu. Þegar einn ungpóli- tíkusinn barði hnefanum í borðið og krafðist þess að betra kaffi yrði selt í kaffiteríunni, vatt pólskur stúdent sér upp að mér og spurði undrandi, „Sagði hann kaffi? Faðir minn barð- ist fyrir málffelsi þegar hann var í háskóla". Nú þegar ég sé geðshræringuna í þjóðfélag- inu verður mér hugsað til þess að stúd- entapólitfkusinn, sem þennan dag lofaði sam- nemendum sínum betra kaffi, ætti að öllum llkindum eftir að verða þingmaður í framtíð- inni, ráðherra jafnvel eða forseti. í það minnsta þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af kaffinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.