Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004 Síðast en ekki sist DV Rétta myndin Stígvélaður sjómaður. DV-mynd Hari Neyðarástand á Grundarfirði „Það grípur náttúrulega um sig skelfing þegar eng- in kort virka,“ segir Geir- mundur Vilhjálmsson, bæj- arbúi á Grundar- firði. Á laugar- daginn fór raf- Ha? magn af kortakerfi bæjarins með beim afleið- ngum að íngin þjón- rsta virkaði. Ekki var bægt að taka bensín eða kaupa mat þar sem posarnir voru stopp og búðarkassarnir rafrænir. Geir- mundur segir að samfélagið hafi verið lamað; sjálfur var hann með gesti sem komust ekki úr bænum IEngin kort á Grundafirði Vegna bilunar lá öll þjón- usta niðriíheilan dag. vegna bensínskorts. „Það var hug- mynd á sínum tíma að gera pen- ingakerfið í bænum algjörlega raf- rænt,“ segir Geirmundur. „Nú sér maður kannski afleiðingarnar ef maður stólar of mikið á tæknina." Sjálfur segist Geirmundur vera á móti rafrænum kortum. Vill ffekar nota beinharða peninga. „Sem betur fer kom maður ffá Símanum um kvöldið og lagfærði bilunina. Þá hafði öll þjónusta legið niðri í heilan dag,“ segir Geirmundur. „Þetta er líka alvarlegra en fólk heldur. ímyndaðu þér bara ef þetta gerðist rétt fyrir jól í Reykjavík. Þá myndu nú margir fara í jólaköttinn.“ • Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur verið duglegur að gefa á garð- ann þeim sem haldið hafa uppi vörnum fyr- ir hann í aðför fjöl- miðla. Þannig hafa þeir Hallur Hallsson, fyrrverandi fréttamað- ur og talsmaður Keikós, og Júlíus Hafctein fengið sitthvað að gera í kringum heima- stjórnarafmælið. Þau hátíðarhöld hafa reyndar farið fyrir ofan garð og neðan hjá þjóðinni en kapparnir tveir fá væntanlega sitt borgað. En einn er sá sem ekkert hefur fengið en það er sá þjóðþekkti álitsgjafi Andrés Magnússon semvakinnog Síðast en ekki síst sofinn hefur barist fyrir foringjcmn. En nú mun að vísu vera leitað leiða til að finna handa Andrési dúsu hjá forsætisráðuneytinu... • Hinn tónelski Einar Bárðarson hefur slegið svo um munar í gegn og er sannkallaður konungur hljóm- leika sumarsins. Það er honum að þakka að Deep Purple spil- ar hér við metað- sókn. Nú seinast tókst Einari að fá Van Morrisson til að koma til íslands í haust og mun ekki vera hættur ef marka má orðróm um að hann vinni nú að því að fá einhvern tenóranna þriggja til að koma til landsins. Það er því aldrei að vita nema Placido Dom- ingo eigi eftir að dúkka upp á ís- landi... • Sjómenn og útgerðarmenn hafa þann sið að semja ekki um kaup og kjör heldur fá á sig lög sem skikka þá út á sjó. Athygli vakti að í sjónvarpsfrétt- umlýsti Þorsteinn Már Baldvinsson Samherj aforstj óri því að útilokað væri að semja við forystu Sjómannasam- bandsins sem aldrei hefði gert kjarasamning. Þorsteinn Már sagði ekkert um félög skipstjórnarmanna eða stirðleika við þau. Enda er talið að Þorsteinn Már kunni vel að meta það að Ámi Bjamason, fyrrverandi starfsmaður hans, er forseti Far- mannasambandsins en þau samtök hafa látið lítið að sér kveða undan- farið og þykja vera þæg... Jehóva, Drottni, Allah, Óðni, Júpiteri, Seifeða hvað sem fólk kýs að kalla kauða - að blessa sjó- mannadaginn með þessu líka ótrú- lega veðri... Greindisi með SIUIA tveggja ára Hefur verið lamaður frá 10 ára aldri „Sjúkdómurinn lýsir sér í mjög hæg- fara taugahrörnun, ég hætti að geta gengið þegar ég var 10 ára en greindist tveggja ára með þennan erfðargalla," segir Hallgrímur Eymundsson, 25 ára tölvunarfræðingur hjá Félagsþjónust- unni, þar sem hann starfar við hugbún- aðarþróun. Áttu ekkert í erfiðleikum með að pikka á lyklaborðið? „Nei ég get það alveg og auðvitað stjórnað músinni," segir Hallgrímur sem kann vel við starfið. Hann lætur veikindin ekkert á sig fá og fer sinna ferða eins og hver annar. „Eg ek um á sérútbúinni bifreið þannig að ég kemst flestra minna ferða sjálfur. Ég stjórna bílnum með stýripinna svipuðum þeim og er hér á stólnum," segir Hallgrímur um leið og hann útskýrir hvernig þetta allt virkar fyrir sig. Hann segir þó tvennt ólíkt að aka stólnum og bflnum þótt tækjunum sé stýrt á svipaðan máta. „Bfllinn er miklu kraftmeiri en stóll- inn. Það er uppgefið að stóllinn komist 9 kflómetra á klukkustund en ég veit ekkert hvað bfllinn fer,“ segir Hallgrím- ur sem tekur örlögum sínum með stakri ró. Hann er í stjórn samtaka um SMA og leggur sig fram við að upplýsa fólk um sjúkdóminn samhliða því að afla Qár til rannsókna. „íslensk erfðagrein- ing hefur einangrað genið sem veldur sjúkdómnum og það er unnið að lyfja- þróun sem gæti útrýmt þessu í framtíð- inni. Við reynum að leggja okkar af mörkum í félaginu með fjáröflunum og slíku,“ segir unga hetjan Hallgrímur. freyr@dv.is Hallgrimur Eymundarson Hefur verið bundinn við hjóla- stólfrá 10 ára aldri en lætur það ekkert á sig fá. Hann er tölvunarfræðingur og starfar við hugbúnaðarþróun hjá Fé- lagsþjónustunni. DV-mynd Teitur Veðrið Krossgátan Lausn á krossgátu •qis 0Z'Jej6t'e|e 'isej6jeíq y 'J!JB|uias £ 'ue z '|n>| t niajgoq 'QOJl ÍZ 'J!?s zr'esun ij'sye 81 'iejq 91 'II? £L 'u6s6 M '|?}s £ l 'J^u z t áuse o l '!iæ| 8 'ef|aa / 'sX|q p 's?j>| i :naj?n L t 's?q 9t '|n6au u 'JB}sæ 6 '!QS Lárétt: 1 góðgæti, 4 kyndill, 7 álíta, 8 hama- gangur, 10 bjálfi, 12 ferskur, 13 málmur, 14 mætur, 15 huldumann, 16 botnfall, 18 orku, 21 sjóngler, 22 dreifir, 23 loddara. Lóðrétt: 1 kaldi,2 stefna, 3 hægfara, 4 óbifandi, 5 tíndi, 6 eyði, 9 ákafar, 11 krydd, 16 rámur, 17 fæði, 19 spor, 20 trúarbrögð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.