Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 3
Fréttabréf VFÍ FRÁ STJÓRN VFl Fastanefndir Á auka-aðalfundi Verkfræðingafélags Islands, sem haldinn var 28. nóvember s.l. voru samþykkt ný lög fyrir félagið. Meðal fjölmargra nýmæla I nýju lögunum er sérstakur kafli um fastanefndir félagsins, en þær eru: Menntamálanefnd Kynningar- og ritnefnd Gjaldskrárnefnd Menntamálanefnd vinnur að því að efla verkfræðilega og vísindalega þekkingu félagsmanna. Hún er skipuð þrem mönnum. Aðalstjórn félagsins skipar formann menntamálanefndar, en aðrir nefndarmenn eru kosnir tll tveggja ára á aðalfundum félagsins. Aðalstjórn hefur skipað eftirtalda félagsmenn I menntamálanefnd til næsta aðalfundar: Dr. Gunnar Sigurðsson, formaður Dr. Björn Dagbjartsson Þorvarður Jónsson Kynningar- og ritnefnd skal vinna að auknu áliti verkfræðilegrar og vísindalegrar menntunar í landinu og auka skilning á starfi verkfræðinga. Meðal verkefna nefndarinnar er að annast ritstjórn Tímarits VFl. Nefndin er skipuð sjö mönnum, formanni, ritstjóra og fimm nefndarmönnum öðrum og eru þeir allir skipaðir af aðalstjórn. Eftirtalda félagsmenn hefur aðalstjórn skipað í kynningar- og ritnefnd til næsta aðalfundar: Júlíus Sólnes, formaður Páll Lúðvíksson, ritstjóri Halldór Sveinsson Hákon Ólafsson Kristján Jónsson Óskar Maríusson Valdimar Kr. Jónsson Gjaldskrárnefnd skal gera tillögur um gjaldskrá og breytingar á gjaldskrá til aðalstjórnar. Nefndin er skipuð níu mönnum, formanni og tveim mönnum úr hverri aðalgrein verkfræðinnar auk fimm varamanna. Aðalstjórn skipar nefndarmenn til tveggja ára í senn. Gjaldskrárnefnd er nú skipuð eftirtöldum félögum: Ríkharður Steinbergsson, formaður Svavar Jónatansson, varaformaður Bragi Þorsteinsson Sigurbjörn Guðmundsson Eyvindur Valdimarsson, varamaður Baldur Líndal Jóhann Jakobsson Sigurður V. Hallsson, varamaður Jóhann Indriðason Sigurður Halldórsson Gunnar Ámundason, varamaður Kristján Flygenring Stefán örn Stefánsson Bárður Hafsteinsson, varamaður. — HG/PL

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.