Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 20
HEIÐURSDOKTORSKJOR
í VERKFRÆÐI-OGRAUNVÍSINDADEILD
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Eins og getið hefur verið í tíma-
ritinu, fór fram kjör heiðursdoktors
í Verkfræði- og raunvisindadeild Hl
við afhendingu prófskírteina kandi-
data 29. júní s.l. Við það tækifæri
flutti deilraforseti Verkfræði-
og raunvísindadeildar, Guðmundur
Björnsson prófessor, eftirfarandi
ávarp.
Formáli deildarforseta
fyrir doktorskjörinu
Verkfræði- og raunvísindadeild
Háskóla Islands samþykkti einróma
á fundi sínum þann 11. júní 1974 að
sæma Steingrím Jónsson, rafmagns-
verkfræðing og fyrrverandi raf-
magnsstjóra í Reykjavík, heiðurs-
doktorsnafnbót í verkfræði, og stað-
festi háskólaráð doktorskjörið þann
18. júní 1974 á 84. afmælisdegi hans.
Steingrímur hefur fallizt á að þiggja
doktorsnafnbótina, og bið ég hann að
gjöra svo vel og ganga hingað upp
og veita viðtöku doktorsskjali þessu
til staðfestingar.
Steingrímur Jónsson er fæddur 18.
júní 1890 í Gaulverjabæ í Árnessýslu.
Hann varð stúdent í Reykjavík 1910
og lauk háskólaprófi í rafmagnsverk-
fræði árið 1917, fyrstur í slenzkra
manna. Hefur hann alla tíð síðan
starfað á sviði rafmagnsverkfræði,
fyrstu þrjú árin í Osló og Stokkhólmi
og eftir það hér heima og verið for-
ustumaður á því sviði hér á landi.
Hann á nú að baki lengri starfsferil
á þeim vettvangi en nokkur annar
hérlendur maður.
Steingrimur átti mikið frumkvæði
að rannsóknum og virkjunum á
vatns- og varmaorku Islands, og eru
störf hans á því sviði margþætt og
landskunn. Verða þau ekki rakin hér
en þess aðeins getið, að hann var
rafmagnsstjóri í Reykjavík 1921—
1961, vann að undirbúningi að virkj-
un Sogsins frá 1928, var fram-
kvæmdastjóri Sogsvirkjunar 1937—
1965 og átti ennfremur þátt i undir-
búningi að Hitaveitu Reykjavíkur.
Hann var formaður Sambands ís-
lenzkra rafveitna frá stofnun þess
1943 til 1962 og formaður Raforku-
ráðs frá stofnun þess 1946 til 1954.
Steingrímur hefur ritað manna
mest um rafmagnsmál á íslenzka
tungu og hefur verið og er enn mjög
áhugasamur og afkastamikill við
þýðingu erlendra tækniorða og
myndun nýyrða I tækni- og vísinda-
máli.
Hann hefur stuðlað að því, að
því, að komið yrði á kennslu í verk-
fræði við Háskóla Islands. Hann hef-
ur ætíð sýnt deildinni áhuga og var
þar prófdómari um árabil.
Með brautryðjandastarfi sínu hef-
ur Steingrímur Jónsson unnið verk-
fræði og raunvísindum hér á landi
mjög mikið gagn, og vill verkfræði-
og raunvísindadeild Háskóla Islands
votta honum virðingu sína með því
að sæma hann nafnbótinni
doktor technicae honoris causa.
Sé það góðu heilli gjört og vitað.
QUOD FEI.IX FAUSTUMQUE SIT
SÉ ÞAÐ GÓDU IIEILLI GERT
FACULTAS POLYTECHNICES ET SCIENTIARUM
UNIVERSÍTATIS ISLANDIAE
EX AUCTORITATE SIBI LEGIBUS DELATA
ET
COLLEGIO ACADEMICO CONSENTIENTE
IN VIRUM DOCTISSIMUM
STEINGRÍMUR JÓNSSON
SUMMOS IN TECIINICE IIONORES
CONFERT
ET
TECHNICES DOCTOREM
RITE CREATUM PRONUNTIAT
QUOD HIS LITTERIS SIGILLO UNIVERSITATIS MUNITIS TESTAMUR
REYCIAVICAE A. D. III KAL. JULIAS ANNI MCMLXXIV
VERKFRÆÐI- OG RAUNVÍSINDADEILD
HÁSKÓLA ÍSLANDS
HEFIR AD LÖGLEGRI HEIMILD SINNI
OG
MEÐ SAMÞYKKI HÁSKÓLARÁÐS
SÆMT LÆRDÓMSMANNINN
STEINGRÍM JÓNSSON
IIÆSTUM HEIÐRI í VERKFRÆÐI
OG
LÝSIR IIANN RÉTT KJÖRINN
DOKTOR í VERKFRÆÐI
SVO SEM ÞETTA BRÉF
MEÐ UNDIRSKRIFT VORRI OG INNSIGLI HÁSKÓLANS VOTTAR
REYKJAVlK, 29. I)AG JÚNImANAÐAR 1974
RECTOR UNIVERSITATIS
DECANUS REKTOR IIÁSKÓLANS
FACULTATIS POLYTECIINICES ET SCIENTIARUM
FORSETI VERKFRÆÐI- OC
RAUNVlSINDADEILDAR
Mynd af heiðursskjalinu, sem hinum nýja heiðursdoktor var afhent við útnefninguna.
82
TlMARIT V F I 1974