Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 12
andi stöðum. Þetta er nokkurn veg-- inn samfelldur flötur, u.þ.b. 0,45 fer- kílómetrar, og samsvarar því, að um 9 m þykkt lag af hrauni hafi verið kælt niður í 100°C að meðaltali. Þetta gefur þó ekki fyllilega rétta mynd, því að sumir staðir voru kældir meira en aðrar. Svæðið fyrir ofan fiskiðjuverin og hraunfláki rétt norðan við gíg voru áberandi mest kæld. Einnig var talsverðu magni dælt allt umhverfis ,,Flakkarann“, en hann var lengi á lítilsháttar hreyf- ingu, og var mikið gufuuppstreymi við hann sunnanverðan. Til gamans má geta þess, að salt hefur sest í hraunið við dælinguna. Þar sem mikið er af hvítum skellum, eru þessa greinileg merki. Má reikna með, að um 220 þúsund tonnum af salti hafi verið dælt á hraun. Pípur og dreifikerfi Þegar kæling hófst, voru í fyrstu notaðar 6" álpípur, sem fljótlegt var að tengja saman, og voru þær lagð- ar meðfram hraunkantinum. Á nokkrar þeirra voru smíðaðir stútar, sem brunaslöngur voru tengdar við. Með komu dæluskipsins Sandeyjar í byrjun mars var farið að leiða pípur upp á glóandi hraunið, og var vatninu dælt út um endann á píp- unni auk þess, sem látið var leka með samskeytum. Þessar pípur voru mjög þungar og ósveigjanlegar, og við hreyfingu á hrauninu hætti þeim til að brotna. Upp úr miðjum mars tóku að ber- ast plastpípur frá Reykjalundi, 225 mm í þvermál, og voru þær fyrst not- aðar frá Sandey upp eftir norðaust- urenda hraunsins, sem rann fram 23. mars. Tókst að dæla þar 200 1/s af sjó í u.þ.b. sólarhring, áður en hraunið rann fram aftur þann 25. mars, en það svæði, sem kælt var, stóð fast fyrir. Er hægt að sjá á loftmyndum, hvernig hraunstraum- urinn sveigði hjá því. Mynd (3) sýnir yfirlit yfir þær leiðslur, sem notaðar voru við kæl- inguna, og eru þær samtals yfir 12 km. Rúmlega % hlutar af þessum pípum voru plastpípur frá Reykja- lundi. Reyndust þær einstaklega vel, og er óvíst, hvernig til hefði tekist, ef þær hefðu ekki verið fyrir hendi. Plastpípurnar (140, 225 og 315 mm) komu í 15 metra lengjum, sem soðnar voru saman í 100—200 metra lengjur niðri á Básaskersbryggju. Þessar lengjur voru síðan dregnar á DAGAR PRÁ UPPHAFT GOSS 28-3 LENGD Mynd 3 74 — TÍMARIT VFÍ 1974

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.