Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 10
DAGAR FRÁ UPPHAFI GOSS H----h H-----1 6.2.73 SLÖKKVILIÐIÐ I EYJUM SPRAUTAR Á HRAUNIÐ DÆLUKQSTUR AUKINN DÆLUKOSTUR AUKINN HRAUN RENNUR YFIR BÆINN , FYRSTA EINING A BASASKERSBRYGGJU TENGD LEIÐSLUR LENGDAR d í KÆLING RRÁ SJÓ STÖÐVUÐ K/ELINO FRA tjAUST HAMARSBRTGG JU STÖÐVUÐ GIGLÖGN STÖÐVUÐ VILPULÖGN STÖÐVUÐ SÓLHLÍÐARLÖGN STÖÐVUO KÆLINGU HÆT Mynd 1 Ástæðurnar fyrir þessum öxulbrot- um voru án efa margþættar; eins og áður er sagt, voru sumar dælurn- ar ekki hannaðar fyrir vatnsdælingu heldur olíudælingu og öxlar þvi of veikbyggðir. Einnig bar á, að hjól- blöðin tærðust misjafnlega mikið vegna kavitationar, einkum á sogdæl- unum, og olli það þreytubroti á öxl- unum. Aðrir erfiðleikar stöfuðu af þvi, að þéttingum milli dæluhúss og öxuls hætti til að skemmast. Varð þá að taka dælurnar upp og skipta um þéttistykki. Einnig voru legur farnar að gefa sig undir lokin, en þá höfðu dælurnar verið í gangi svo til stans- laust i þrjá mánuði, og má það því teljast eðlilegt slit. Vatnsmagn Mynd (1) sýnir það sjómagn, sem dælt var á hraunið. Er það gefið í litrum á sekúndu sem fall af dögum frá því gosið hófst. Eins og myndin sýnir hófst dæling þann 7. febrúar, eða 14 dögum eftir upphaf eldsumbrotanna, en í mjög smáum stíl. Magnið eykst verulega, þegar dæluskipið Sandey byrjað að dæla. Að vísu var dæling ekki eins samfelld og sýnt er á línuriti, en áætlað er, að hún hafi dælt sem svarar 400 1/s óslitið í rúma tíu daga. 1 reynd stóð dælingin yfir í þrjár vikur. Er áætlað, að Sandeyjan hafi samtals dælt um 0,4 milljónum tonna af sjó á hraunið fram að 23. mars Ljósm.: Matthías Matthíasson 72 — TlMARIT VFl 1974

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.